Skólamál eru kosningamál Magnús Þór Jónsson skrifar 13. maí 2022 09:50 Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Þór Jónsson Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skóla - og menntamál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Laugardagurinn 14. maí er lýðræðishátíðisdagur á Íslandi þegar gengið verður til sveitarstjórnarkosninga. Sveitarstjórnarkosningar snúast um nærþjónustu, sveitarfélög ólíkrar gerðar og stærðar taka ákvörðun um stefnumörkun þeirra málaflokka sem þau bera ábyrgð á. Það eru vissulega mörg verkefni sem eru þar brýn en það er þó einn sem tekur stærstan hluta útsvarstekna íslenskra sveitarfélaga. Skólamálin. Kosningabaráttan hefur verið býsna stutt og snörp og þar hafa frambjóðendur ólíkra sveitarfélaga stigið á stokk og lýst sýn sinni og flokka sinna. Þar hefur margt verið forvitnilegt en þó er líka forvitnilegt hversu lítið hefur þar ratað upp á yfirborðið sem snýr að þessum mikilvæga málaflokki. Tugþúsundir barna sækja menntun og þjónustu í íslenska leik-, grunn- og tónlistarskóla hvern dag og að hverjum nemanda standa forráðamenn og fjölskylda. Með allri virðingu fyrir ólíkum áherslum sem snúa sem dæmi að skipulagsmálum sveitarfélaga, félagsþjónustu eða íþrótta- og æskulýðsstarfi þá er snertiflötur skólanna sá langstærsti við íbúa hvers sveitarfélags. Á því kjörtímabili sem nú er að klárast bættist í flóruna óvænt verkefni í formi alheimsfaraldurs sem datt í fang okkar allra. Þá sannaðist enn á ný hvaða afl býr í íslensku skólafólki og athygli sem fylgdi í kjölfarið þar sem hinir kjörnu fulltrúar færðu framlínustéttinni kennurum verðskuldað hrós. Í kosningunum á laugardaginn velja forráðamenn og aðstandendur þá fulltrúa sem þeir ætla að treysta fyrir málefnum barna sinna næstu fjögur ár. Þrátt fyrir að fátt hafi komið fram í pistlum og umræðum stjórnmálamanna, jú nema kannski óútfærðar tillögur um leikskólamál, þá treysti ég því að hægt sé að finna í kynningarefni flokka í hverju sveitarfélagi hverjar áherslurnar eru í þessum stærsta málaflokki hvers samfélags. Jafnmikið nefnilega og það gladdi að heyra hvatningu og hrós til þeirra sem héldu skólunum okkar gangandi í gegnum heimsfaraldur og leiddu börnin okkar menntaveginn þá skiptir það okkur skólafólkið miklu meira máli að stjórnmálamenn hvers sveitarfélags sýni þann metnað að styðja við starfsaðstæður nemenda og kennara á þann hátt að við náum að virkja það afl sem í skólunum okkar býr. Ég treysti öllum forráðamönnum í íslenskum sveitarfélögum að horfa til málefna barnanna sinna þegar þau merkja við atkvæði sitt á kjörseðlinum. Öll málefni nærsamfélags okkar skipta máli en skólarnir sem eru að jafnaði stærstu vinnustaðir í hverju samfélagi eru hjartsláttur þeirra og stærsta framtíðarfjárfestingin. Höfum skólamál kosningamál bæði nú á morgun og í allri framtíð! Höfundur er formaður Kennarasambands Íslands.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar