Þurfa allir að eiga húsnæði? Bergljót Kristinsdóttir skrifar 13. maí 2022 12:11 Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Kópavogur Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Mest lesið Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Halldór 11.10.2025 Halldór Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er Vegagerðin við völd á Íslandi? Gauti Kristmannsson,Lilja S. Jónsdóttir skrifar Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar skera sig úr hópi annarra Evrópubúa með því að flestir telja nauðsynlegt að eiga sitt eigið húsnæði. Þetta sjónarmið er mögulega að breytast með yngri kynslóðum sem hafa kynnst öðrum sjónarmiðum. Í flestum borgum Evrópu er hlutfall leiguíbúða mun hærra en hér þekkist og krafa um húsnæðiseign ekki eins sjálfsögð og hérlendis. Í Berlín er t.d. um 80% íbúða leiguhúsnæði. Þar eru líka gerðar kröfur til húsnæðiseigenda sem koma í veg fyrir óheft leiguverð. T.d. má ekki hækka leigu nema gerðar séu lagfæringar eða breytingar á húsnæðinu sem gera það verðmætara. Af hverju? Allir vilja öruggt þak yfir höfuðið. Skiljanlega. Hérlendis hafa húseigendum á hinum almenna leigumarkaði aldrei verið sett skilyrði sem koma í veg fyrir óheft leiguverð og leigjendur hafa lítið búsetuöryggi. Eðlileg afleiðing þess er að fólk keppist við að eignast sitt eigið húsnæði þar sem það situr sjálft við stjórnvölinn oft án þess að geta það með góðu móti fjárhagslega. Gamla sjálfstæðishugsjónin að vera sinn eigin herra er þrautseig í minni þjóðarinnar. Er betra að eiga húsnæði? Þjóðin hefur breyst frá því að vera þúsundþjalasmiðir sem byggðu sín hús og sinntu öllu viðhaldi, allt frá málningu til pípulagna, í það að sérhæfa sig innan einnar faggreinar og láta aðra sérfræðinga um að sinna þeim málum sem ekki eru á þekkingarsviði hvers og eins. Þessi breyting hefur það í för með sér að flestum ætti að vera þægð í því að þurfa ekki að hafa áhyggjur af viðhaldi húseigna. Betra að láta sérfræðingana um viðhaldið og að fylgjast með þörf á viðhaldi sem skiptir ekki minna máli. Leigufélög eða búseturéttaríbúðir þar sem séð er um allt viðhald eru góður kostur fyrir þá sem ekki eru þúsundþjalasmiðir. Við eigum að þora að byggja upp sterk óhagnaðardrifin leigufélög sem sinna þörfum íbúanna. Sunnuhlíðarsamtökin í Kópavogi eru dæmi um óhagnaðardrifin búseturéttarsamtök fyrir eldra fólk. Þar er alltaf langur biðlisti fólks sem bíður þess að komast í öruggt skjól án þess að hafa áhyggjur af viðhaldi. Staðan í Kópavogi Meirihluti sjálfstæðis- og framsóknarmanna hefur verið nær óslitið við völd í Kópavogi í 32 ár. Þeir eru enn fastir hugsunarhætti Bjarts í Sumarhúsum þar sem öllu skipti að vera sjálfs síns herra. Þar á bæ er staðhæft að allir vilji eignast sitt eigið húsnæði. Ef hamrað er nógu lengi á sömu tuggunni og ekkert gert til að breyta hugsunarhætti þá er eðlilegt að almenningur telji það hið eina rétta. En með breyttri samsetningu þjóðfélagsins þurfum við að líta til annarra kosta sem eru jafnvel betri. Óhagnaðardrifið búseturéttar- og leigukerfi þar sem íbúar bera ekki ábyrgð á viðhaldi er valkostur sem öll sveitarfélög eiga að stuðla að. Þannig þjónar sveitarfélagið íbúunum best. Samfylkingin í Kópavogi vill styðja við slík félög. Kjósum jafnrétti til húsnæðis á laugardaginn. Höfundur er oddvitaefni Samfylkingarinnar í Kópavogi.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun