Göngum lengra í loftslagsmálum í Árborg Sigurður Torfi Sigurðsson skrifar 13. maí 2022 12:31 Íslendingar hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ýmsar efasemdaraddir eru á lofti um að það náist og telja það jafnvel óraunhæft markmið. Flestir eru þó orðnir sammála um að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að uppfylla markmiðið og við náum að hægja á þessum hröðu loftslagsbreytingum. Þetta er uppsafnaður vandi og verkefni sem kemur öllum við og þarf að vinna í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs auk þátttöku almennra borgara. Sveitarfélagið Árborg er þar ekki undanskilið og verður að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt þeirra mála sem setja þarf í forgang á næsta kjörtímabili er gerð aðgerðaráætlunar um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná sínu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. En hvers vegna, spyrja margir. Er þetta ekki bara ágætt og eigum við ekki bara að fagna hlýnandi veðurfari? Því miður er svarið ekki einfalt og ekki jákvætt. Eins og fyrr hefur verið sagt er vandinn uppsafnaður þar sem ekki hefur verið nógu mikið gert til að stemma stigu við þessari þróun á undanförnum árum. Neikvæð áhrif hafa þegar komið í ljós. Sem dæmi má nefna að við sjáum öfgakenndar sveiflur í veðurfari og hér eru lífverur farnar að taka sér bólfestu sem ekki hafa áður tilheyrt náttúrulegu íslensku lífríki og jafnvel ógna því og hafa auk þess áhrif á lífsgæði fólks. Dæmi um þetta er lúsmý og spánarsniglar. Að auki má nefna að hækkun sjávar hefur verið í efri mörkum spálíkana undanfarin ár og er búist er við að hækkunin nái allt að einum metra fyrir lok 21. aldar o.þ.a.l. aukist hætta á tíðum sjávarflóðum. Áhrif loftslagsbreytinga koma líka niður á heilbrigði náttúrulegra vistkerfa og ýta enn frekar undir hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Það er ekkert val. Sveitarfélagið Árborg verður að leggja sitt af mörkum, marka sér stefnu í náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmálum. Þetta mega ekki vera marklaus plögg sem skreytt eru með fínum orðræðum eða gagnslausum og innantómum fyrirheitum þar sem afleiðingar mistaka geta orðið dýrkeypt. Strax í byrjun næsta kjörtímabils þarf að hefja vandaða vinnu við að meta og reikna kolefnisspor sveitarfélagsins auk þess að gera markvissa aðgerðaáætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi á tilsettum tíma. Teikna þarf upp sviðsmyndir um möguleg áhrif loftslagsbreytinga í sveitarfélaginu og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að fyrirbyggja vandamál. Á næstu árum þurfum við að hámarka loftslagslegan ávinning og það er margt sem við getum gert í því samhengi. Sem dæmi má nefna: Hefja marviss orkuskipti á bíla- og vinnuvélaflota sveitarfélagsins. Hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum í nýbyggingum og viðhaldi. Sveitarfélagið getur þar stigið skrefið og verið fyrirmynd annarra. Byggja upp græna hvata fyrir atvinnurekendur t.d. með afslætti á aðstöðugjöldum, fatseignasköttum eða öðrum gjöldum atvinurekanda. Koma á fót grænum iðngörðum í stað grófiðnaðar. Hvetja til sjálfbærni á öllum sviðum og efla hringrásarhagkerfið. Hvetja til enn meiri flokkunar á sorpi og endurvinnslu. Koma öllu frárennsliskerfi í sveitarfélaginu í viðeigandi horf. Auka græn svæði. Endurheimta votlendi. Auka skógrækt á völdum svæðum t.d. ógrónu landi. Styðja við landbúnað í sveitarfélaginu til að viðhalda grónu landi og hvetja til lífræns landbúnaðar. Hafa þarf í huga að ofangreindir punktar eru ekki tæmandi listi og er bara brot af þeim fjölmörgu verkefnum á þessu sviði sem taka þarf til skoðunar á næsta kjörtímabili. Jafnframt þarf menningin að breytast en í breytingum felast líka heilmörg tækifæri. Nýtum tækifærin og látum aukin lífsgæði felast í því að vera loftslagsvæn. Vinstri græn í Árborg hafa á stefnuskrá sinni að setja náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmál í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og vinna að markvissri aðgerðaráætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við skulum ekki láta komandi kynslóðir minnast okkar sem kynslóðarinnar sem ekki gerði neitt. Göngum lengra í loftslagsmálum og kjósum Vinstri græn laugardaginn 14. maí. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Árborg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árborg Skoðun: Kosningar 2022 Vinstri græn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslendingar hafa sett sér það markmið að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Ýmsar efasemdaraddir eru á lofti um að það náist og telja það jafnvel óraunhæft markmið. Flestir eru þó orðnir sammála um að nú þurfi allir að leggjast á eitt til að uppfylla markmiðið og við náum að hægja á þessum hröðu loftslagsbreytingum. Þetta er uppsafnaður vandi og verkefni sem kemur öllum við og þarf að vinna í samstarfi ríkis, sveitarfélaga og atvinnulífs auk þátttöku almennra borgara. Sveitarfélagið Árborg er þar ekki undanskilið og verður að leggja sitt af mörkum í baráttunni. Eitt þeirra mála sem setja þarf í forgang á næsta kjörtímabili er gerð aðgerðaráætlunar um hvernig sveitarfélagið ætlar að ná sínu kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. En hvers vegna, spyrja margir. Er þetta ekki bara ágætt og eigum við ekki bara að fagna hlýnandi veðurfari? Því miður er svarið ekki einfalt og ekki jákvætt. Eins og fyrr hefur verið sagt er vandinn uppsafnaður þar sem ekki hefur verið nógu mikið gert til að stemma stigu við þessari þróun á undanförnum árum. Neikvæð áhrif hafa þegar komið í ljós. Sem dæmi má nefna að við sjáum öfgakenndar sveiflur í veðurfari og hér eru lífverur farnar að taka sér bólfestu sem ekki hafa áður tilheyrt náttúrulegu íslensku lífríki og jafnvel ógna því og hafa auk þess áhrif á lífsgæði fólks. Dæmi um þetta er lúsmý og spánarsniglar. Að auki má nefna að hækkun sjávar hefur verið í efri mörkum spálíkana undanfarin ár og er búist er við að hækkunin nái allt að einum metra fyrir lok 21. aldar o.þ.a.l. aukist hætta á tíðum sjávarflóðum. Áhrif loftslagsbreytinga koma líka niður á heilbrigði náttúrulegra vistkerfa og ýta enn frekar undir hnignun líffræðilegs fjölbreytileika. Það er ekkert val. Sveitarfélagið Árborg verður að leggja sitt af mörkum, marka sér stefnu í náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmálum. Þetta mega ekki vera marklaus plögg sem skreytt eru með fínum orðræðum eða gagnslausum og innantómum fyrirheitum þar sem afleiðingar mistaka geta orðið dýrkeypt. Strax í byrjun næsta kjörtímabils þarf að hefja vandaða vinnu við að meta og reikna kolefnisspor sveitarfélagsins auk þess að gera markvissa aðgerðaáætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi á tilsettum tíma. Teikna þarf upp sviðsmyndir um möguleg áhrif loftslagsbreytinga í sveitarfélaginu og hvaða ráðstafanir þarf að gera til að fyrirbyggja vandamál. Á næstu árum þurfum við að hámarka loftslagslegan ávinning og það er margt sem við getum gert í því samhengi. Sem dæmi má nefna: Hefja marviss orkuskipti á bíla- og vinnuvélaflota sveitarfélagsins. Hvetja til notkunar á vistvænum byggingarefnum í nýbyggingum og viðhaldi. Sveitarfélagið getur þar stigið skrefið og verið fyrirmynd annarra. Byggja upp græna hvata fyrir atvinnurekendur t.d. með afslætti á aðstöðugjöldum, fatseignasköttum eða öðrum gjöldum atvinurekanda. Koma á fót grænum iðngörðum í stað grófiðnaðar. Hvetja til sjálfbærni á öllum sviðum og efla hringrásarhagkerfið. Hvetja til enn meiri flokkunar á sorpi og endurvinnslu. Koma öllu frárennsliskerfi í sveitarfélaginu í viðeigandi horf. Auka græn svæði. Endurheimta votlendi. Auka skógrækt á völdum svæðum t.d. ógrónu landi. Styðja við landbúnað í sveitarfélaginu til að viðhalda grónu landi og hvetja til lífræns landbúnaðar. Hafa þarf í huga að ofangreindir punktar eru ekki tæmandi listi og er bara brot af þeim fjölmörgu verkefnum á þessu sviði sem taka þarf til skoðunar á næsta kjörtímabili. Jafnframt þarf menningin að breytast en í breytingum felast líka heilmörg tækifæri. Nýtum tækifærin og látum aukin lífsgæði felast í því að vera loftslagsvæn. Vinstri græn í Árborg hafa á stefnuskrá sinni að setja náttúruvernd, umhverfis- og loftslagsmál í algjöran forgang á næsta kjörtímabili og vinna að markvissri aðgerðaráætlun um hvernig ná megi kolefnishlutleysi fyrir árið 2040. Við skulum ekki láta komandi kynslóðir minnast okkar sem kynslóðarinnar sem ekki gerði neitt. Göngum lengra í loftslagsmálum og kjósum Vinstri græn laugardaginn 14. maí. Höfundur er oddviti Vinstri grænna í Árborg.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar