Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra Gísli Sigurðsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar