Höldum áfram að gera þetta saman – Gerum gott betra Gísli Sigurðsson skrifar 14. maí 2022 08:00 Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skagafjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Undirbúningur kosninga í okkar nýja sveitarfélagi í Skagafirði, eftir sameiningarkosningar Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps sem voru samþykktar 19 febrúar sl., hefur verið stuttur og snarpur en virkilega skemmtilegur tími. Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins hafa farið um fjörðinn og hitt kjósendur og rætt við þá um þeirra áherslur og hvað má betur fara. Tækifæri í nýju sameinuðu sveitarfélagi eru mikil, blómlegt líf, öflugt atvinnulíf og eigum við Skagfirðingar mikla möguleika sem við getum nýtt til að efla enn frekar samfélagið okkar, frábært fólk, skólasamfélög, fyrirtæki og félagasamtök til þess. Við skiljum sátt við okkar störf á líðandi kjörtímabili en það voru margar áskoranir í mörgum málum sem við höfum klárað eða komið í farveg. Á þessu kjörtímabil hefur meðal annars mikið áunnist í fjölgun leikskólaplássa, nýr leikskóli á Hofsósi, viðbygging við Ársali Sauðárkróki og undirbúningur að framkvæmdum við leik- og grunnskóla í Varmahlíð. Mikill árangur náðist í að fjölga lóðum og stuðla að uppbyggingu á húsnæðismarkaðnum, sundlaugarbygging á Sauðárkróki hélt áfram, unnið var að áframhaldandi hitaveituvæðingu, auk þess sem lagning á ljósleiðara í dreifbýli var kláruð. En í ört stækkandi sveitarfélagi þá verður ekki verkefnaskortur og erum við spennt að fá að takast á við þau. Við ætlum að halda áfram uppbyggingu með byggingu íþróttahúss og grunnskóla á Hofsósi, leik- og grunnskóla í Varmahlíð, Menningarhús á Sauðárkróki og hefja undirbúning á byggingu fjölnota íþróttahúss á Sauðárkróki, stuðla að ljósleiðarvæðingu á þéttbýlisstöðum svo eitthvað sé nefnt. Styðja þarf við öflugt starf eldri borgara með bættri aðstöðu dagdvalar, uppbyggingu nýs hjúkrunarheimilis, tryggja áfram góða þjónustu fyrir fatlað fólk og vera leiðandi sveitarfélag í málefnum fatlaðra á Norðurlandi vestra. Mikilvægt er að halda áfram aðgerðum til að bæta aðgengi að mannvirkjum sveitarfélagsins og jafnframt hvetja einkaaðila til að gera hið sama. Þetta getum við gert með áframhaldandi ábyrgð og aðhaldi í rekstri sveitarfélagsins og með metnaðarfulla stefnuskrá og framtíðarsýn með orðunum Ábyrgð – Árangur – Ánægja. Í stefnuskránni eru mál sem snerta alla íbúa Skagafjarðar á einhvern hátt. Við leggjum áherslu á samtal við íbúa og íbúalýðræði, opnari stjórnsýslu og gagnsæi. Sjálfstæðisflokkurinn býður þér að kjósa hóp fólks til setu í Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Framboðslistinn er skipaður kraftmiklu fólki sem er tilbúið að takast á við krefjandi verkefni við stjórn sveitarfélagsins okkar. Sjálfstæðisflokkurinn er sterkt afl í okkar samfélagi og ætlar sér að vera það áfram og til þess þurfum við ykkar stuðning. Höfundur er oddviti Sjálfstæðisflokksins í Skagafirði.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar