Það skiptir máli hver stjórnar – þess vegna þurfum við Vg í bæjarstjórn Árborgar Sigurður Torfi Sigurðsson, Guðbjörg Grímsdóttir, Jón Özur Snorrason, Sædís Ósk Harðardóttir og Guðrún Runólfsdóttir skrifa 13. maí 2022 13:41 Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2022 Vinstri græn Mest lesið Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Sjá meira
Það styttist í kosningar. Hér í Árborg eru í boði sex framboð sem öll eru með frambærilegt fólk á sínum listum. Allir vilja samfélaginu vel. Oft er úr vöndu að ráða þegar kemur að því að setja X við listabókstaf á kjördag. Þess vegna er mikilvægt að ígrunda vel og skoða hvað flokkarnir hafa fram að færa og hversu trúverðugir þeir eru. Loforð og efndir fara ekki alltaf saman og því skiptir máli hverjir fara með völdin að kosningum loknum. Í Árborg hefur orðið mikil fólksfjölgun á síðustu árum sem hefur gert það að verkum að innviðir samfélagsins hafa ekki fylgt eftir í sama hlutfalli og því er mikilvægt að breyta. Þess vegna er nauðsynlegt að setja upp skýra framtíðarsýn, hvernig við viljum sjá sveitarfélagið okkar í náinni framtíð? Það er ekki nóg að grípa til bráðabirgðalausna heldur verður að móta skýra stefnu til margra ára og fylgja henni eftir. Í hraði uppbyggingar er eins og hefur verið í Árborg undanfarin ár þarf sveitarfélagið að vera öflugur stjórnandi og gæta þarf að uppbyggingin sé í samræmi við sérkenni svæðisins. Í því samhengi þarf að fylgja gildandi skipulagi en jafnframt að það sé í takt við það sem fyrir er á svæðinu. Þar þarf að taka tillit til ýmissa sérkenna t.d. útlit og stærð bygginga, náttúru og menningarminja. Hafa þarf í huga að miklar framkvæmdir og breytingar á umhverfi hafa oftast óafturkræf áhrif. Eitt af forgangsmálum komandi kjörtímabils verður að byggja upp þjónustu og innviði sveitarfélagsins í takt við íbúafjölgun og í sátt við umhverfið. Það skiptir miklu máli að hugsa til framtíðar í öllum málaflokkum og hafa jafnrétti, jöfnuð og umhverfismál að leiðarljósi í ört stækkandi sveitarfélagi. Við í Vinstri grænum horfum bjartsýn til framtíðar því stefnumál okkar eru skýr: Áhersla er lögð á fjölskylduvænt, réttlátt og umhverfisvænt samfélag þar sem allir íbúar Árborgar sitja við sama borð. Það skiptir máli hver stjórnar og því teljum við mikilvægt að Vinstri græn nái góðum árangri í þessum kosningum. Þess vegna óskum við eftir þínum stuðningi á kjördag, svo við getum komið stefnumálum okkar í framkvæmd, sveitarfélaginu Árborg til heilla. Kjósum V á kjördag Sigurður Torfi Sigurðsson, 1. sæti Vinstri grænna Guðbjörg Grímsdóttir, 2. sæti Vinstri grænna Jón Özur Snorrason, 3.sæti Vinstri grænna Sædís Ósk Harðardóttir, 4. sæti Vinstri grænna Guðrún Runólfsdóttir, 5.sæti Vinstri grænna
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar