Umfjöllun og viðtöl: KA/Þór - Valur 28-30 | Valur í úrslit en meistararnir í sumarfrí Árni Gísli Magnússon skrifar 14. maí 2022 17:48 Valskonur eru á leið í úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar. Vísir/Hulda Margrét Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. Gestirnir fóru miklu betur af stað og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og þá tók Andri Snær, þjálfari KA/Þór, leikhlé. Sóknarleikur heimakvenna batnaði ekki mikið og tók það heilar 8 mínútur fyrir þær að skora sitt fyrsta mark. Valskonur héldu ótrauðar áfram og staðan 2-7 eftir 10 mínútna leik. Sóknarleikur KA/Þór batnaði aðeins þegar leið á leikinn en vörn og markvarsla alls ekki nægilega góð. Bæði lið voru að tapa boltanum nokkuð oft sem hefur einkennt þetta einvígi svolítið hingað til og voru gestirnir sérstaklega að nýta sér klaufaganginn í sóknarleik KA/Þór með auðveldum mörkum seinni bylgju og hraðaupphlaupum. Staðan í hálfleik 13-16 fyrir Val. Valskonur hófu síðari hálfleikinn vel og héldu KA/Þór áfram í góðri fjarlægð en eftir 7-8 mínútur náðu þær góðu áhlaupi og minnkuðu muninn í eitt mark þegar 42 mínútur voru á klukkunni. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og náði að stoppa blæðinguna og koma leik sinna kvenna á rétt ról á nýjan leik. KA/Þór náði svo ekki að minnka muninn í nema tvo mörk það sem eftir lifði leiks en Rakel Sara Elvardóttir gat þó minnkað muninn niður í eitt mark þegar rúmar 40 sekúndur voru eftir en skaut fram hjá þegar hún var komin ein fram í hraðaupphlaupi. Valskonur kláruðu leikinn í næstu sókn og unnu að lokum 28-30 sigur og tryggðu sig í úrslitaeinvígið. Af hverju vann Valur ? Valur kemst í 4-0 og 7-2 strax í upphafi og KA/Þór þurfti að eyða mikilli orku í að elta forskotið allan leikinn. Vörnin var frábær hjá Val á köflum og uppstilltur sóknarleikur góður og þær refsuðu töpuðum boltum heimakvenna oftar en ekki með snöggu marki. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir átti stórleik og skoraði 8 mörk úr 12 skotum ásamt því að vera með 6 lögleg stopp. Lovísa Thompson skoraði 7 mörk úr 8 skotum og náði 4 löglegum stoppum þannig að þær tvær báru af bæði sóknar- og varnarlega. Þá var Hildigunnur Einarsdóttir drjúg að sækja víti inn á línunni ásamt því að skora 4 mörk. Hjá KA/Þór var Rut Arnfjörð Jónsdóttir atkvæðamest með 10 mörk úr 13 skotum og þá var Ásdís Guðmundsdóttir með 100% nýtingu inn á línunni, 5 mörk úr 5 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA/Þór gekk illa, sérstaklega í fyrri hálfleik, og skorar liðið ekki fyrsta markið fyrr en á 8. mínútu. Markvarslan var ekki nægilega góð heldur en Sunna endaði með 8 varða bolta sem gerir 21,6 % markvörlsu. Hvað gerist næst? Fram og Valur mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Safamýri á föstudaginn kemur kl. 19:30. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. KA/Þór er komið í sumarfrí. Andri: Áttum að loka allavega öðrum leiknum Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var niðurlútur eftir að hafa dottið úr leik í úrslitakeppnninni gegn Val í dag. „Ég er auðvitað rosalega svekktur og bara mikil vonbrigði og að sama skapi vil ég óska Val til hamingju, þær voru góðar í dag og áttu sigurinn skilið.” KA/Þór skoraði ekki mark fyrr en á 8. mínútu og lentu 4-0 undir strax sem reyndist dýrt. „Við mættum alltof hægar inn í leikinn, hvort sem það var vörn eða sókn, sóknarlega vorum við ekki að ná að hreyfa þær og vinnum ekki einn á einn stöðurnar og svo varnarlega vorum við bara á eftir en náum svo að vinna okkur upp úr holunni en vantaði herslumun í seinni hálfleik.” „Svona er þetta bara oft í úrslitakeppninni, þetta eru tvö mjög jöfn lið og þetta er oft spurningin um smá móment, við vorum að nálægt því að ná mómenti og minnka niður í eitt og þær voru í tómu basli með vörnina okkar og svona er þetta í úrslitakeppni í handbolta og það munaði litlu en tek ekkert af Val, þær voru betri í dag og aftur óska ég þeim til hamingju.” „Við áttum að loka allavega öðrum leiknum, vorum náttúrulega búnar að leggja mikið í góða frammistöðu og vorum komnar í góða stöðu í báðum leikjunum og það svíður en svona virkar þetta, það þarf að sýna heilsteypta frammistöðu í 60 mínútur og við nögum okkar í handarbökin að hafa ekki klárað Val”, bætti Andri við en KA/Þór hefði svo sannarlega getað unnið allavega einn útileik í einvíginu. Thea Imani Sturludóttir skoraði 8 mörk í dag. Var hægt að gera eitthvað betur til þess að stoppa hana? „Já, við hefðum örugglega getað gert það, en við erum búnar að halda henni niðri í síðustu leikjum en Thea er auðvitað bara landsliðsmaður og frábær leikmaður eins og fleiri leikmenn í Val og það er ekkert grín að standa vörnina á móti þeim trekk í trekk og við bara verðum að bíta í þetta og bara sumarfrí, því miður, rosalega leiðinlegt verð ég að segja eins og er.” Verður Andri áfram með liðið á næsta tímabili? „Ég bara hef ekki haft neinn tíma til að spá í því einu sinni, búið að vera bara einn dagur í einu í þessari úrslitakeppni og svo þarf framhaldið bara að koma í ljós”, sagði Andri að lokum. Thea: Þetta verður bara æsispennandi Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals, átti stórleik þegar liðið tryggði sig í úrslitaeinvígið og skoraði 8 mörk. Hún var að vonum virkilega sátt með liðsframmistöðuna sem og sína persónulegu frammistöðu. „Bara geggjað að ná að klára þetta hérna í dag. Við vorum búnar að vera í basli með þær, búnar að lenda illa undir í fyrri hálfleik og vera vinna okkur alltaf inn í leikinn þannig að geggjað að ná að snúa þessu við svona og í þetta skiptið náðum því að kveikja í okkur frá byrjun.” „Uppleggið var bara að ná að færa, þær voru að finna glufur í vörninni okkar sem við vorum ekki sáttar með, og þetta er alltaf búin að vera sama uppskriftin, það var bara að við þurftum að fá leikmennina til að útfæra það sem Gústi (Ágúst Jóhannsson) var að segja og mér fannst við ná því betur í dag en við höfum gert,” sagði Thea ennfremur um varnarleik liðsins sem var virkilega öflugur í dag. „Þetta var mjög mikilvægt, við höfum verið að elta í flestum leikjum og það er alltaf svona smá andlegt en það var geggjað í dag einmitt að ná að byrja vörnina frá fyrstu mínútu og vera í stöðunni að við vorum á undan þeim.” Thea átti flottan leik í dag og skoraði 8 mörk en hún vildi þó hrósa öllu liðinu fyrir frammistöðuna í dag. „Ég vissi ekki að ég hafi skorað átta en geggjað, mér finnst bara alltaf best þegar markaskorið dreifist og við fáum færi út um allan völlinn, það gerir það bara enn þá erfiðara fyrir hitt liðið þannig ég er ánægð með frammistöðuna mína í dag og hlakka bara til að halda áfram í úrslit. Framundan er úrslitaeinvígi við Fram sem hefst á föstudaginn kemur og er Thea auðvitað spennt fyrir því. „Það er alltaf gaman að spila á móti Fram, ég meina þetta er geggjað lið og við erum líka með geggjað lið þannig þetta verður bara æsispennandi.” Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“ Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1. 14. maí 2022 18:07 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31
Valur er komið í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigraði einvígið því 3-1. Gestirnir fóru miklu betur af stað og skoruðu fyrstu fjögur mörk leiksins og þá tók Andri Snær, þjálfari KA/Þór, leikhlé. Sóknarleikur heimakvenna batnaði ekki mikið og tók það heilar 8 mínútur fyrir þær að skora sitt fyrsta mark. Valskonur héldu ótrauðar áfram og staðan 2-7 eftir 10 mínútna leik. Sóknarleikur KA/Þór batnaði aðeins þegar leið á leikinn en vörn og markvarsla alls ekki nægilega góð. Bæði lið voru að tapa boltanum nokkuð oft sem hefur einkennt þetta einvígi svolítið hingað til og voru gestirnir sérstaklega að nýta sér klaufaganginn í sóknarleik KA/Þór með auðveldum mörkum seinni bylgju og hraðaupphlaupum. Staðan í hálfleik 13-16 fyrir Val. Valskonur hófu síðari hálfleikinn vel og héldu KA/Þór áfram í góðri fjarlægð en eftir 7-8 mínútur náðu þær góðu áhlaupi og minnkuðu muninn í eitt mark þegar 42 mínútur voru á klukkunni. Ágúst Jóhannson, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og náði að stoppa blæðinguna og koma leik sinna kvenna á rétt ról á nýjan leik. KA/Þór náði svo ekki að minnka muninn í nema tvo mörk það sem eftir lifði leiks en Rakel Sara Elvardóttir gat þó minnkað muninn niður í eitt mark þegar rúmar 40 sekúndur voru eftir en skaut fram hjá þegar hún var komin ein fram í hraðaupphlaupi. Valskonur kláruðu leikinn í næstu sókn og unnu að lokum 28-30 sigur og tryggðu sig í úrslitaeinvígið. Af hverju vann Valur ? Valur kemst í 4-0 og 7-2 strax í upphafi og KA/Þór þurfti að eyða mikilli orku í að elta forskotið allan leikinn. Vörnin var frábær hjá Val á köflum og uppstilltur sóknarleikur góður og þær refsuðu töpuðum boltum heimakvenna oftar en ekki með snöggu marki. Hverjar stóðu upp úr? Thea Imani Sturludóttir átti stórleik og skoraði 8 mörk úr 12 skotum ásamt því að vera með 6 lögleg stopp. Lovísa Thompson skoraði 7 mörk úr 8 skotum og náði 4 löglegum stoppum þannig að þær tvær báru af bæði sóknar- og varnarlega. Þá var Hildigunnur Einarsdóttir drjúg að sækja víti inn á línunni ásamt því að skora 4 mörk. Hjá KA/Þór var Rut Arnfjörð Jónsdóttir atkvæðamest með 10 mörk úr 13 skotum og þá var Ásdís Guðmundsdóttir með 100% nýtingu inn á línunni, 5 mörk úr 5 skotum. Hvað gekk illa? Sóknarleikur KA/Þór gekk illa, sérstaklega í fyrri hálfleik, og skorar liðið ekki fyrsta markið fyrr en á 8. mínútu. Markvarslan var ekki nægilega góð heldur en Sunna endaði með 8 varða bolta sem gerir 21,6 % markvörlsu. Hvað gerist næst? Fram og Valur mætast í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í Safamýri á föstudaginn kemur kl. 19:30. Vinna þarf þrjá leiki til að verða Íslandsmeistari. KA/Þór er komið í sumarfrí. Andri: Áttum að loka allavega öðrum leiknum Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þór, var niðurlútur eftir að hafa dottið úr leik í úrslitakeppnninni gegn Val í dag. „Ég er auðvitað rosalega svekktur og bara mikil vonbrigði og að sama skapi vil ég óska Val til hamingju, þær voru góðar í dag og áttu sigurinn skilið.” KA/Þór skoraði ekki mark fyrr en á 8. mínútu og lentu 4-0 undir strax sem reyndist dýrt. „Við mættum alltof hægar inn í leikinn, hvort sem það var vörn eða sókn, sóknarlega vorum við ekki að ná að hreyfa þær og vinnum ekki einn á einn stöðurnar og svo varnarlega vorum við bara á eftir en náum svo að vinna okkur upp úr holunni en vantaði herslumun í seinni hálfleik.” „Svona er þetta bara oft í úrslitakeppninni, þetta eru tvö mjög jöfn lið og þetta er oft spurningin um smá móment, við vorum að nálægt því að ná mómenti og minnka niður í eitt og þær voru í tómu basli með vörnina okkar og svona er þetta í úrslitakeppni í handbolta og það munaði litlu en tek ekkert af Val, þær voru betri í dag og aftur óska ég þeim til hamingju.” „Við áttum að loka allavega öðrum leiknum, vorum náttúrulega búnar að leggja mikið í góða frammistöðu og vorum komnar í góða stöðu í báðum leikjunum og það svíður en svona virkar þetta, það þarf að sýna heilsteypta frammistöðu í 60 mínútur og við nögum okkar í handarbökin að hafa ekki klárað Val”, bætti Andri við en KA/Þór hefði svo sannarlega getað unnið allavega einn útileik í einvíginu. Thea Imani Sturludóttir skoraði 8 mörk í dag. Var hægt að gera eitthvað betur til þess að stoppa hana? „Já, við hefðum örugglega getað gert það, en við erum búnar að halda henni niðri í síðustu leikjum en Thea er auðvitað bara landsliðsmaður og frábær leikmaður eins og fleiri leikmenn í Val og það er ekkert grín að standa vörnina á móti þeim trekk í trekk og við bara verðum að bíta í þetta og bara sumarfrí, því miður, rosalega leiðinlegt verð ég að segja eins og er.” Verður Andri áfram með liðið á næsta tímabili? „Ég bara hef ekki haft neinn tíma til að spá í því einu sinni, búið að vera bara einn dagur í einu í þessari úrslitakeppni og svo þarf framhaldið bara að koma í ljós”, sagði Andri að lokum. Thea: Þetta verður bara æsispennandi Thea Imani Sturludóttir, leikmaður Vals, átti stórleik þegar liðið tryggði sig í úrslitaeinvígið og skoraði 8 mörk. Hún var að vonum virkilega sátt með liðsframmistöðuna sem og sína persónulegu frammistöðu. „Bara geggjað að ná að klára þetta hérna í dag. Við vorum búnar að vera í basli með þær, búnar að lenda illa undir í fyrri hálfleik og vera vinna okkur alltaf inn í leikinn þannig að geggjað að ná að snúa þessu við svona og í þetta skiptið náðum því að kveikja í okkur frá byrjun.” „Uppleggið var bara að ná að færa, þær voru að finna glufur í vörninni okkar sem við vorum ekki sáttar með, og þetta er alltaf búin að vera sama uppskriftin, það var bara að við þurftum að fá leikmennina til að útfæra það sem Gústi (Ágúst Jóhannsson) var að segja og mér fannst við ná því betur í dag en við höfum gert,” sagði Thea ennfremur um varnarleik liðsins sem var virkilega öflugur í dag. „Þetta var mjög mikilvægt, við höfum verið að elta í flestum leikjum og það er alltaf svona smá andlegt en það var geggjað í dag einmitt að ná að byrja vörnina frá fyrstu mínútu og vera í stöðunni að við vorum á undan þeim.” Thea átti flottan leik í dag og skoraði 8 mörk en hún vildi þó hrósa öllu liðinu fyrir frammistöðuna í dag. „Ég vissi ekki að ég hafi skorað átta en geggjað, mér finnst bara alltaf best þegar markaskorið dreifist og við fáum færi út um allan völlinn, það gerir það bara enn þá erfiðara fyrir hitt liðið þannig ég er ánægð með frammistöðuna mína í dag og hlakka bara til að halda áfram í úrslit. Framundan er úrslitaeinvígi við Fram sem hefst á föstudaginn kemur og er Thea auðvitað spennt fyrir því. „Það er alltaf gaman að spila á móti Fram, ég meina þetta er geggjað lið og við erum líka með geggjað lið þannig þetta verður bara æsispennandi.”
Olís-deild kvenna Valur KA Þór Akureyri Tengdar fréttir „Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“ Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1. 14. maí 2022 18:07 „Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31
„Veit eiginlega ekki hvenær ég get hætt“ Martha Hermannsdóttir, fyrirliði KA/Þór, var sár með að hafa dottið úr leik eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í undanúrslitum Olís deildar kvenna. Valur sigrar einvígið 3-1. 14. maí 2022 18:07
„Ætli maður taki ekki lagið með Eurovison í kvöld” Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, var himinlifandi með að vera kominn í úrslitaeinvígi Olís deildar kvenna eftir 28-30 sigur gegn KA/Þór fyrir norðan í dag. Valur sigrar því einvígið 3-1. 14. maí 2022 17:31
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti