Fjárfestum í framtíðinni Helga Dís Jakobsdóttir skrifar 13. maí 2022 15:00 Rödd unga fólksins var stofnuð fyrir rúmum fjórum árum og bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Grindavíkurbæ. Flokkurinn fékk rúm 19% atkvæða og var þar með næststærsta stjórnmálaaflið í bæjarfélaginu. Síðasta kjörtímabil var vissulega viðburðaríkt enda ekki margar bæjarstjórnir sem hafa þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og eldgos. Framundan er nýtt kjörtímabil og stefnir Rödd unga fólksins á aukið fylgi og að komast í meirihluta. Við hjá Rödd unga fólksins erum tilbúin til að leggja okkar að mörkum. Von okkar er að íbúar séu reiðubúnir til að ganga inn í kjörklefann með opnum hug. Okkur finnst það vera lýðræðislegt þroskamerki þegar fólk er reiðubúið að kjósa aðra flokka en það kaus í seinustu kosningum. Það benda til þess að fólk kjósi eftir að hafa tekið raunverulega afstöðu til flokkana og fólksins sem í þeim starfa að hverju sinni. Rödd unga fólksins telur mikilvægt að fá breiða skírskotun í ákvarðanatöku og telur það veita aðhald. Rödd unga fólksins er sterk og fjölbreytt liðsheild. Ekkert sæti á okkar lista er merkilegra en eitthvað annað og hver hlekkur í keðjunni skiptir máli. Okkar bakland eru bæjarbúar Grindavíkur. Við viljum starfa í þeirra þágu og þeim til heilla. Ég er stolt af því að tilheyra svona samheldni og samstíga liðsheild eins og Rödd unga fólksins er. Mikil sjálfboðavinna liggur á bak við framboðið og allir hafa lagt á sig mikla vinnu undanfarið. Bæjarbúar Grindvíkur væru lánsamir að hafa þetta unga og kraftmikla fólk til starfa hjá sér. Við erum ekki að hugsa næstu fjögur ár í tímann. Við horfum inn í framtíðina. Við erum framtíðin og við viljum fjárfesta í henni. Höfundur er þjónustu- og upplifunarstjóri Nettó og oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Skoðun: Kosningar 2022 Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Rödd unga fólksins var stofnuð fyrir rúmum fjórum árum og bauð fram í bæjarstjórnarkosningum í Grindavíkurbæ. Flokkurinn fékk rúm 19% atkvæða og var þar með næststærsta stjórnmálaaflið í bæjarfélaginu. Síðasta kjörtímabil var vissulega viðburðaríkt enda ekki margar bæjarstjórnir sem hafa þurft að takast á við bæði heimsfaraldur og eldgos. Framundan er nýtt kjörtímabil og stefnir Rödd unga fólksins á aukið fylgi og að komast í meirihluta. Við hjá Rödd unga fólksins erum tilbúin til að leggja okkar að mörkum. Von okkar er að íbúar séu reiðubúnir til að ganga inn í kjörklefann með opnum hug. Okkur finnst það vera lýðræðislegt þroskamerki þegar fólk er reiðubúið að kjósa aðra flokka en það kaus í seinustu kosningum. Það benda til þess að fólk kjósi eftir að hafa tekið raunverulega afstöðu til flokkana og fólksins sem í þeim starfa að hverju sinni. Rödd unga fólksins telur mikilvægt að fá breiða skírskotun í ákvarðanatöku og telur það veita aðhald. Rödd unga fólksins er sterk og fjölbreytt liðsheild. Ekkert sæti á okkar lista er merkilegra en eitthvað annað og hver hlekkur í keðjunni skiptir máli. Okkar bakland eru bæjarbúar Grindavíkur. Við viljum starfa í þeirra þágu og þeim til heilla. Ég er stolt af því að tilheyra svona samheldni og samstíga liðsheild eins og Rödd unga fólksins er. Mikil sjálfboðavinna liggur á bak við framboðið og allir hafa lagt á sig mikla vinnu undanfarið. Bæjarbúar Grindvíkur væru lánsamir að hafa þetta unga og kraftmikla fólk til starfa hjá sér. Við erum ekki að hugsa næstu fjögur ár í tímann. Við horfum inn í framtíðina. Við erum framtíðin og við viljum fjárfesta í henni. Höfundur er þjónustu- og upplifunarstjóri Nettó og oddviti Raddar unga fólksins í Grindavík.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar