Umfjöllun og viðtöl: Tindastóll - Valur 97-95 | Herra Sauðárkrókur örlagavaldurinn í spennutrylli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. maí 2022 23:00 Pétur Rúnar Birgisson var hetja Tindastóls í fjórða leiknum gegn Val. vísir/bára Tindastóll knúði fram oddaleik gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með 97-95 sigri í stórkostlegum framlengdum leik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Valsmenn voru þremur stigum yfir, 92-95, þegar ellefu sekúndur voru eftir. Javon Bess jafnaði með þriggja stiga körfu, 95-95, og Pétur Rúnar Birgisson stal svo boltanum og skoraði sigurkörfuna í þann mund sem leiktíminn rann út, 97-95. Tindastóll hefur unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og það er ástæða fyrir því. Stemmningin í Síkinu er engu lík og þennan stuðning hlýtur Stólunum að líða eins og þeir geti ekki tapað. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, sveiflurnar miklar og hetjuskotin svo mörg að ekki er hægt að telja þau á fingrum annarrar handar. Taiwo Badmus átti stórleik og skoraði 31 stig og tók átta fráköst. Bess skoraði 26 stig og tók átta fráköst og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði nítján stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með tíu stig og ellefu fráköst. Pétur átti ekki góðan leik en reyndist örlagavaldurinn. Jacob Calloway skoraði 27 stig fyrir Val og Kári Jónsson 22. Pablo Bertone og Kristófer Acox skoruðu sitt hvor þrettán stigin auk þess sem sá fyrrnefndi tók tíu fráköst. Stemmningin í Síkinu var engu lík. Þegar tveir klukkutímar voru í leik var bekkurinn orðinn þétt setinn og fjöldinn var slíkur að leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að fá bílastæði þegar þeir mættu á staðinn. Sigtryggur Arnar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tíu af fyrstu tólf stigum Tindastóls. Badmus tók svo yfir og skoraði þrettán stig í 1. leikhluta. Stólarnir voru með frumkvæðið í honum þótt munurinn væri aldrei mikill. Einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhlutann, 29-28. Valur byrjaði 2. leikhlutann af miklum krafti, skoraði fyrstu níu stig hans og komst átta stigum yfir, 29-37. Valsmenn voru þá búnir að skora tólf stig í röð. Eftir góða byrjun hríðféll skotnýting Stólanna á meðan Valsmenn hittu frábærlega. Sóknarleikur Vals var afar skilvirkur og þeir fengu ítrekað góð færi í kringum körfuna sem þeir nýttu. Á meðan treysti Tindastóll aðallega á þriggja stiga skot. Bertone kom Val ellefu stigum yfir, 37-48, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta reyndust vera síðustu stig gestanna í fyrri hálfleik. Tindastóll fór á mikið flug, skoraði síðustu tólf stig fyrri hálfleiks og leiddi 49-48 að honum loknum. Stólarnir þéttu vörnina verulega á þessum kafla og Bess hitnaði. Hann var með tólf stig í hálfleik eftir að hafa verið afar rólegur framan af leik. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu átta stig hans og komust sjö stigum yfir, 49-56. Stólarnir voru ryðgaðir í sókninni og skoruðu ekki fyrr en eftir rúmar þrjár mínútur í seinni hálfleik. Þeir hrukku fljótlega aftur í gang, skoruðu níu af næstu ellefu stigum og jöfnuðu leikinn, 58-58. Sóknir beggja liða voru frekar stirðar það sem eftir lifði 3. leikhluta og hittnin slök. Valsmönnum gekk samt aðeins betur upp og þeir voru sex stigum yfir, 61-67, fyrir lokaleikhlutann. Stólarnir voru í verulegum sóknarvandræðum í 3. leikhluta og skoruðu aðeins tólf stig í honum. Sóknarleikur heimamanna lagaðist í 4. leikhluta og varnarleikurinn var einnig sterkur. Badmus kom Tindastóli yfir, 78-77, með þriggja stiga körfu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þegar boltinn fór ofan í var sem þakið ætlaði að rifna af kofanum. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom Sigtryggur Arnar Tindastóli fjórum stigum yfir, 81-77. Calloway svaraði með þristi en Bess jók muninn aftur í þrjú stig, 83-80, með því að setja niður tvö víti. Stólarnir brutu á Callum Lawson sem klikkaði á báðum vítunum sínum. Valsmenn náðu hins vegar frákastinu og Calloway jafnaði með ævintýralegum þristi, 83-83. Heimamenn fengu lokasóknina en skot Péturs geigaði. Framlengingin var æsispennandi og dramatíkin alls ráðandi. Valsmenn voru komnir í bílstjórasætið eftir að Kári setti niður tvö vítaskot þegar ellefu sekúndur voru eftir og jók þannig muninn í þrjú stig, 92-95. Bess jafnaði með algjörlega fráleitri þriggja stiga körfu, 95-95, og Valsmenn tóku í kjölfarið leikhlé. Pavel Ermolinskij tók innkastið en Pétur var fyrstur að átta sig, stal boltanum og lagði hann ofan í er lokaflautið gall. Lokatölur 97-95 í einhverjum magnaðasta körfuboltaleik sem hefur farið fram í seinni tíð hér á landi. Úrslitin á Íslandsmótinu ráðast því í oddaleik á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Og það eiga körfuboltaunnendur þessa lands skilið. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar. 15. maí 2022 23:15
Tindastóll knúði fram oddaleik gegn Val í úrslitum Subway-deildar karla í körfubolta með 97-95 sigri í stórkostlegum framlengdum leik í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. Liðin mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Valsmenn voru þremur stigum yfir, 92-95, þegar ellefu sekúndur voru eftir. Javon Bess jafnaði með þriggja stiga körfu, 95-95, og Pétur Rúnar Birgisson stal svo boltanum og skoraði sigurkörfuna í þann mund sem leiktíminn rann út, 97-95. Tindastóll hefur unnið alla heimaleiki sína í úrslitakeppninni og það er ástæða fyrir því. Stemmningin í Síkinu er engu lík og þennan stuðning hlýtur Stólunum að líða eins og þeir geti ekki tapað. Leikurinn var stórkostleg skemmtun, sveiflurnar miklar og hetjuskotin svo mörg að ekki er hægt að telja þau á fingrum annarrar handar. Taiwo Badmus átti stórleik og skoraði 31 stig og tók átta fráköst. Bess skoraði 26 stig og tók átta fráköst og Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði nítján stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson var með tíu stig og ellefu fráköst. Pétur átti ekki góðan leik en reyndist örlagavaldurinn. Jacob Calloway skoraði 27 stig fyrir Val og Kári Jónsson 22. Pablo Bertone og Kristófer Acox skoruðu sitt hvor þrettán stigin auk þess sem sá fyrrnefndi tók tíu fráköst. Stemmningin í Síkinu var engu lík. Þegar tveir klukkutímar voru í leik var bekkurinn orðinn þétt setinn og fjöldinn var slíkur að leikmenn Tindastóls áttu erfitt með að fá bílastæði þegar þeir mættu á staðinn. Sigtryggur Arnar byrjaði leikinn af miklum krafti og skoraði tíu af fyrstu tólf stigum Tindastóls. Badmus tók svo yfir og skoraði þrettán stig í 1. leikhluta. Stólarnir voru með frumkvæðið í honum þótt munurinn væri aldrei mikill. Einu stigi munaði á liðunum eftir 1. leikhlutann, 29-28. Valur byrjaði 2. leikhlutann af miklum krafti, skoraði fyrstu níu stig hans og komst átta stigum yfir, 29-37. Valsmenn voru þá búnir að skora tólf stig í röð. Eftir góða byrjun hríðféll skotnýting Stólanna á meðan Valsmenn hittu frábærlega. Sóknarleikur Vals var afar skilvirkur og þeir fengu ítrekað góð færi í kringum körfuna sem þeir nýttu. Á meðan treysti Tindastóll aðallega á þriggja stiga skot. Bertone kom Val ellefu stigum yfir, 37-48, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. Þetta reyndust vera síðustu stig gestanna í fyrri hálfleik. Tindastóll fór á mikið flug, skoraði síðustu tólf stig fyrri hálfleiks og leiddi 49-48 að honum loknum. Stólarnir þéttu vörnina verulega á þessum kafla og Bess hitnaði. Hann var með tólf stig í hálfleik eftir að hafa verið afar rólegur framan af leik. Valsmenn komu ákveðnir til leiks í seinni hálfleik, skoruðu fyrstu átta stig hans og komust sjö stigum yfir, 49-56. Stólarnir voru ryðgaðir í sókninni og skoruðu ekki fyrr en eftir rúmar þrjár mínútur í seinni hálfleik. Þeir hrukku fljótlega aftur í gang, skoruðu níu af næstu ellefu stigum og jöfnuðu leikinn, 58-58. Sóknir beggja liða voru frekar stirðar það sem eftir lifði 3. leikhluta og hittnin slök. Valsmönnum gekk samt aðeins betur upp og þeir voru sex stigum yfir, 61-67, fyrir lokaleikhlutann. Stólarnir voru í verulegum sóknarvandræðum í 3. leikhluta og skoruðu aðeins tólf stig í honum. Sóknarleikur heimamanna lagaðist í 4. leikhluta og varnarleikurinn var einnig sterkur. Badmus kom Tindastóli yfir, 78-77, með þriggja stiga körfu þegar rúmar þrjár mínútur voru eftir. Þegar boltinn fór ofan í var sem þakið ætlaði að rifna af kofanum. Þegar tuttugu sekúndur voru eftir kom Sigtryggur Arnar Tindastóli fjórum stigum yfir, 81-77. Calloway svaraði með þristi en Bess jók muninn aftur í þrjú stig, 83-80, með því að setja niður tvö víti. Stólarnir brutu á Callum Lawson sem klikkaði á báðum vítunum sínum. Valsmenn náðu hins vegar frákastinu og Calloway jafnaði með ævintýralegum þristi, 83-83. Heimamenn fengu lokasóknina en skot Péturs geigaði. Framlengingin var æsispennandi og dramatíkin alls ráðandi. Valsmenn voru komnir í bílstjórasætið eftir að Kári setti niður tvö vítaskot þegar ellefu sekúndur voru eftir og jók þannig muninn í þrjú stig, 92-95. Bess jafnaði með algjörlega fráleitri þriggja stiga körfu, 95-95, og Valsmenn tóku í kjölfarið leikhlé. Pavel Ermolinskij tók innkastið en Pétur var fyrstur að átta sig, stal boltanum og lagði hann ofan í er lokaflautið gall. Lokatölur 97-95 í einhverjum magnaðasta körfuboltaleik sem hefur farið fram í seinni tíð hér á landi. Úrslitin á Íslandsmótinu ráðast því í oddaleik á Hlíðarenda á miðvikudagskvöldið. Og það eiga körfuboltaunnendur þessa lands skilið. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Tindastóll Valur Tengdar fréttir Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar. 15. maí 2022 23:15
Finnur Freyr: Vorum í dauðafæri til að klára þetta Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari Vals, var að vonum svekktur eftir að hans menn töpuðu fyrir Tindastóli, 97-95, í framlengdum leik á Sauðárkróki í kvöld. Með sigri hefðu Valsmenn orðið Íslandsmeistarar. 15. maí 2022 23:15
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum