Ný könnun Maskínu: Pawel úti, Líf inni og Framsókn fær fjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. maí 2022 16:41 Framsóknarflokkurinn náði góðum árangri í Alþingiskosningunum síðastliðið haust. Allt bendir til góðs árangurs í borginni í ár þar sem sjónvarpsmaðurinn Einar Þorsteinsson er í oddvitasæti. Vísir/Vilhelm Núverandi meirihluti í Reykjavík fengi tólf fulltrúa af 23 samkvæmt nýrri könnun Maskínu um fylgi flokkanna. Fylgi Framsóknar er á pari við Pírata en báðir flokkar fengju fjóra borgarfulltrúa verði niðurstaðan á morgun í samræmi við könnunina. Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni. Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Samfylkingin heldur velli sem stærsti flokkurinn í borginni í nýju könnuninni sem byggir á 660 svörum til Maskínu frá því í gær og í dag. Fylgi upp á 22,8 prósent myndi skila sex borgarfulltrúum samanborið við þá sjö sem flokkurinn hefur nú. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20,5 prósent fylgi og er næststærsti flokkurinn. Slíkt fylgi myndi skila flokknum fimm borgarfulltrúm en flokkurinn hefur í dag átta. Hildur Björnsdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins sem næði inn fimm mönnum samkvæmt nýju könnuninni.Vísir/vilhelm Framsókn skýst upp fyrir Pírata með 14,6 prósenta fylgi. Framsókn fékk 3,2 prósent fylgi í kosningunum fyrir fjórum árum en fengi fjóra nú. Píratar mælast með 14,5 prósenta fylgi og myndu fjölga borgarfulltrúum úr tveimur í fjóra. Að neðan má sjá niðurstöður síðustu kannana Maskínu og úrslitin í kosningunum fyrir fjórum árum. Flokkur fólksins eykur stöðugt við fylgi sitt og er kominn í 6,5 prósent. Það dugar þó ekki til að fjölga borgarfulltrúum og aðeins oddvitinn Kolbrún Baldursdóttir næði inn. Sósíalistaflokkkurinn er á svipuðum slóðum með 6,3 prósent fylgi sem myndi skila inn oddvitanum Sönnu Magdalenu Mörtudóttur. Sanna Magdalena náði kjöri fyrir fjórum árum fyrir Sósíalistaflokkinn og heldur örugglega velli samkvæmt nýju könnuninni. Fylgi flokksins nú er á pari við kosningarnar 2018.Vísir/Vilhelm Viðreisn berst fyrir því að ná tveimur borgarfulltrúum inn en útlitið er ekki gott samkvæmt nýju könnuninni. Flokkurinn mælist með 5,4 prósenta fylgi, sem skilar einum borgarfulltrúa, en fékk 8,2 prósent fyrir fjórum árum. Þá fékk flokkurinn tvo fulltrúa. Nú ríkir mikil óvissa hvort Pawel Bartoszek, sem situr í öðru sæti listans, nái inn. Pawel Bartoszek nær ekki inn í borgarstjórn miðað við nýjustu könnun Maskínu.Vísir/Egill Vinstri græn eru í svipuðu basli. Flokkurinn mælist með 4,2 prósenta fylgi sem skilar aðeins oddvitanum Líf Magneudóttur í borgarstjórn, og það aðeins rétt svo. Stefán Pálsson, sem situr í öðru sæti, næði ekki inn og þarf eitthvað mikið að gerast á kjördag til að flokkurinn nái inn tveimur mönnum, miðað við könnun Maskínu. Sagnfræðingurinn Stefán Pálsson er í öðru sæti hjá Vinstri grænum í borginni. Miðflokkurinn mælist með 3,5 prósent fylgi sem dugar ekki til að ná inn borgarfulltrúa. Þá segjast 1,2 prósent ætla að kjósa Ábyrga framtíð og 0,6 prósent styðja E-lista Bestu borgarinnar. Núverandi meirihluti Samfylkingar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna fengi tólf fulltrúa eða minnsta mögulega meirihluta. Óhætt er að segja að hann standi tæpt og í nýjum Þjóðarpúls Gallup er hann raunar fallinn. Þjóðarpúlsinn var gerður dagana 9. til 13. maí og samkvæmt honum fengi núverandi meirihluti ellefu fulltrúa. Nokkur samhljómur er með könnun Maskínu og Þjóðarpúlsinum. Þó munar því að Sjálfstæðisflokkurinn missir tvo fulltrúa en ekki þrjá á sama tíma og Píratar bæta við sig einum en ekki tveimur fulltrúum. Óhætt er að segja að núverandi meirihluti standi tæpt.Vísir/Vilhelm Að neðan má sjá niðurstöður úr helstu könnunum undanfarinna vikna í borginni.
Skoðanakannanir Sveitarstjórnarkosningar 2022 Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira