Náttúran er líka menningarlandslag Pétur Heimisson, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir og Rannveig Þórhallsdóttir skrifa 13. maí 2022 18:30 Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Múlaþing Umhverfismál Pétur Heimisson Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru tímamót á jörðinni, líka í Múlaþingi. Staðfest er að mengun af mannavöldum orsakar loftslagsvá og þeirrar þekkingar á náttúran að njóta. Alla síðastliðna öld höfum við gengið nær og nær náttúrunni og gerum enn. Hér á landi eigum við hlutfallslega mikið af lítt eða ekki snortnu landi. Sjálfstæður tilveruréttur náttúru óháð þörfum mennskra íbúa jarðarinnar eru rök fyrir því að ganga ekki á slíkt land. Hagvöxtur kallar á það sama, en ferðaþjónusta aflaði meiri gjaldeyris síðustu árin fyrir Covid en nokkur önnur atvinnugrein. Að baki þeim tekjum eru ekki síst óskir ferðafólks um að upplifa heilbrigða náttúru og menningarlandslag. Atlaga að umhverfi, menningu og minjum Umhverfi, bæði náttúrulegt og manngert hefur mikil áhrif á líðan fólks. Saga lands og þjóðar er stór hluti þjóðarsálar. Söguna lesum við af skráðum heimildum, en líka af alls kyns menningarminjum sem felast í (forn)leifum. Dæmi eru tóftarbrot, kofatildur, vörður, örnefni o.fl. Í aðdraganda Kárahnjúkavirkjunar skráðu fornleifafræðingar margar slíkar minjar á svæði sem síðan var sökkt undir vatn til að hverfa endanlega og verða hluti af Hálslónsbotni. Sagt var að aldrei yrði gengið frekar á náttúru Austurlands með virkjunum. Það er nú gleymt og hart sótt að víðernum og vatnasviði svokallaðra Hrauna, þeim hluta sem Kárahnjúkaævintýrið seildist inn á og hæst ber þar áform um Geitdalsvirkjun og Hamarsvirkjun. Sú fyrri dulbúin rangnefninu „smávirkjun“ þó framkvæmdin muni valda miklu umhverfisraski. Um mikið stærri Hamarsvirkjun er að mestu þagað enn, þó talin sé hætta á hörðum samfélagsdeilum um hana. Mörg gefa sér að þörf sé á þessum virkjunum, en spyrja ekki til hvers þurfi orkuna né hvenær og trúa því að orkuskiptin kalli á og réttlæti að virkja allt vatn sem rennur og það strax. Að friða eða fórna? Hraunavíðerni eru hluti þess mikla lands sem íslenskir bændur hafa nýtt og gætt í aldir. Þau eru úr alfaraleið, vettvangur löngu liðinna svaðilfara, harma, heppni, endurfunda og þess að fátt segir af einum. Þessi saga er að hluta skráð á letur og að hluta í landið sjálft eins og áður sagði. Náttúra Múlaþings er undirstaða og umgjörð samfélagsins sem við byggjum og hana eigum við að umgangast af virðingu og tilfinningum, fremur en gróðavon. Gróðanum er líka oft(ast) ætlað að rata í vasa fárra. Hófstillt nýting náttúruauðlinda og umhverfisvernd er mannúðarstefna sem stuðlar að aukinni velsæld og lýðheilsu til framtíðar. Náttúra á Íslandi er líka menningarlandslag; hún er ekki bara leiktjald sögunnar heldur hluti af menningarsögu okkar. Að fara vel með náttúru og auðlindir hennar jafngildir því að hlúa að menningu okkar og sögu. VG í Múlaþingi vill standa vörð um víðerni sveitarfélagsins. Höfundar eru Pétur Heimisson læknir sem skipar 3. sæti á lista VG í Múlaþingi, Hulda Sigurdís Þráinsdóttir þjóðfræðingur sem skipar 6. sæti á lista VG í Múlaþingi, og Rannveig Þórhallsdóttir fornleifafræðingur sem skipar 9. sæti á lista VG í Múlaþingi.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar