Tuttugu ára draumur úti: Sviknir um miða á Eurovision Árni Sæberg skrifar 13. maí 2022 21:06 Þó Bjarki (t.v) og Sigurður (t.h.) séu fúlir á svip á þessari mynd hafa þeir ekki tapað gleðinni. Facebook/Sigurður Ungur maður með einhverfu og þroskahömlun mun ekki upplifa tuttugu ára draum sinn á morgun þar sem miðasölufyrirtæki sveik hann og stuðningsforeldri hans um miða á aðalkeppni Eurovision sem fram fer annað kvöld. Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður. Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira
Bjarki Guðnason, 25 ára gamall maður með einhverfu og þroskahömlun, er staddur í Tórínó ásamt Sigurði Sólmundarsyni, stuðningsforeldri sínu til þriggja ára. Þeir félagar ferðuðust, líkt og svo margir, til borgarinnar til að sjá lokakeppni Eurovison með eigin augum. Bjarka hefur dreymt um að sjá keppnina allt frá því að hann var fimm ára gamall. Það voru því gríðarleg vonbrigði í morgun þegar í ljós kom að þeir ættu enga miða á viðburðinn. Móðir Bjarka hafði keypt tvo miða á vefsíðunni Viagogo, sem er eitt stærsta miðasölufyrirtæki heims, sem áttu að koma með pósti á hótel þeirra í morgun. Í stað miðanna barst tölvupóstur þar sem þeim var tjáð að miðarnir yrðu ekki afhentir vegna óviðráðanlegra aðstæðna. „Þetta er hálfgerður harmleikur“ segir Sigurður í samtali við Vísi. „Ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu“ Bjarka hafði dreymt um að fara á Eurovision í tuttugu ár en í fyrra var ákveðið að skella sér út. „Við ákváðum í fyrra að fara hérna út. Við vorum að horfa á Eurovision saman og við sögðum að ef Aserbaídsjan eða Ísrael vinnur ekki keppnina þá förum við á næstu keppni. Svo fer þetta svona, þetta er mjög sorglegt. Sigurður segir að betra hefði verið að Viagogo hefði látið þá vita fyrr til að milda höggið en þeim félögum fannst þungbært að fá þessar slæmar fréttir daginn fyrir stóra kvöldið. Tapa ekki gleðinni Þeir Bjarki og Sigurður hafa verið í Tórínó síðan á þriðjudag og hafa unað sér vel. Þrátt fyrir að vonbrigðin séu mikil segir Sigurður að þeir tapi ekki gleðinni. „Við erum ekkert að fara í neitt þunglyndi, við erum ekki þannig menn, er það nokkuð Bjarki?“ segir Sigurður. „Nei!“ segir Bjarki. Margir reyna að aðstoða eftir fremsta megni Sigurður sagði frá leiðindum dagsins á Facebook í dag og hafa margir sett sig í samband við hann til að bjóða fram aðstoð sína. Ríkisútvarpið er meira að segja komið í málið með Rúnar Frey Gíslason í broddi fylkingar. „En það virðist enginn geta græjað þetta, þannig að við erum sennilega ekkert að fara,“ segir Sigurður. 2500 evrur dropi í hafið miðað við vonbrigðin Sem áður segir keypti móðir Bjarka miðana tvo á vefsíðunni Viagogo. Fyrir miðana greiddi hún 2500 evrur sem samsvarar um 350 þúsund krónum. Sem betur fer mun hún að öllum líkindum fá miðana að fullu endurgreidda „Jú, jú. Hún fær þetta alveg endurgreitt en það er algjört „peanuts“ fyrir okkur. Draumur hans er ekkert að fara að rætast bara af því hún fær endurgreitt,“ segir Sigurður.
Eurovision Íslendingar erlendis Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Fleiri fréttir Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Sjá meira