Hafnfirðingar eru ánægðir með bæinn sinn Rósa Guðbjartsdóttir skrifar 14. maí 2022 08:10 Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Undanfarin átta ár hafa verið farsæl fyrir Hafnfirðinga. Undir ábyrgri og styrkri stjórn okkar Sjálfstæðismanna hefur fjárhagsstaða bæjarins batnað til muna og ekki verið sterkari í áratugi. Við höfum greitt niður lán og lækkað skuldahlutföll bæjarins jafnt og þétt. Margt er þó enn óunnið í þessum málum og lítið má út af bregða svo að hlutirnir snúist ekki aftur til hins verra. Þess vegna er svo mikilvægt að allir sem einn leggist á þær árar að tryggja glæsilega útkomu Sjálfstæðismanna í kosningunum á morgun. Miklar framkvæmdir eru nú víðs vegar um bæinn. Ný íbúðahverfi rísa, atvinnuhúsnæði þýtur upp og fyrirhugaðar eru ýmsar framkvæmdir sem styrkja munu inniviði bæjarins. Má þar nefna knatthús á Ásvöllum og reiðhöll fyrir hestamannafélagið Sörla. Eftir tiltekt í fjármálum bæjarins og góða sölu lóða hefur bæjarfélagið bolmagn til að ljúka þessum framkvæmdum án þess að fara í lántökur. Traustur fjárhagur er undirstaða allrar þjónustu í bæjarfélaginu. Fyrirbyggjandi aðgerðir á borð við virkt og stöðugt viðhald á eignum bæjarins hefur dregið verulega úr ófyrirséðum útgjöldum vegna tjóna. Þá heitum við Sjálfstæðismenn því að halda álögum sem fyrr í lágmarki og gæta þess að lækka jafnan álagningarstuðul fasteignagjalds til móts við hækkun fasteignaverðs. Við berum virðingu fyrir skattfé borgaranna og gætum þess að rekstur bæjarins sé skilvirkur. Á næsta kjörtímabili höfum við frekara svigrúm til að efla enn frekar þjónustuna við íbúana. Við getum áfram hlúð vel að félagslega kerfinu og þeim sem minna mega sín. Við getum þjónað fjölbreyttum þörfum bæjarbúa með sóma og lagt okkar lóð á vogarskálarnar til að menningin og íþróttalífið blómstri sem aldrei fyrr í bænum. Við ætlum okkur stóra hluti. Samkvæmt árlegri þjónustukönnun Gallup, sem nýlega var kynnt, voru 90% Hafnfirðinga ánægð með bæinn sinn. Við Sjálfstæðismenn viljum halda áfram að stýra bæjarfélaginu með ábyrgum og farsælum hætti. Til þess að svo megi verða hvet ég þig til að láta ekki þitt eftir liggja til að tryggja flokknum glæsilega kosningu á morgun. Og muna að hvert atkvæði skiptir máli. Með góðri sumarkveðju, Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri og oddviti Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði.
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun