„Hvernig get ég ekki stutt svona hæfileikaríkt fólk sem styður líka fólk eins og mig? Áfram Systur!“ Dóra Júlía Agnarsdóttir og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 14. maí 2022 13:01 Eurovision sérfræðingurinn Jens Geerts var í einlægu viðtali við Júrógarðinn en hún er mikill aðdáandi Systra. Instagram @jensgeertsofficial Jens Geerts starfar sem fjölmiðlakona hjá alþjóðlegu LGBTQ+ stöðinni OUTtv og er stödd í Tórínó að fjalla um Eurovision. Jens hefur verið aðdáandi Eurovision í áratugi og segir að LGBTQ+ fyrirmyndir í sögu keppninnar hafi spilað veigamikið hlutverk við að hjálpa sér að samþykkja sjálfa sig sem trans konu. Hún er mikill aðdáandi Systra en Júrógarðurinn ræddi við Jens og fékk að skyggnast aðeins inn í hennar hugarheim. Hvenær kviknaði áhugi þinn á Eurovision?Árið var 1998. Ég var níu ára og var að gista heima hjá ömmu og afa en það var alltaf hefð heima hjá þeim að horfa á Eurovision og á þessum tíma ákváðu þau að ég væri loksins nógu gömul til að vaka lengur en vanalega og horfa með þeim. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Hvaða þýðir Eurovision fyrir þér?Ég vinn við að fjalla um Eurovision fyrir alþjóðlegu LGBTQ+ stöðina OUTtv. Þar sem þetta er stór hluti af minni atvinnu er Eurovision mjög mikilvægt fyrir mér, einnig fyrir mig persónulega því Eurovision gaf mér ákveðna stefnu. Sem out and proud trans kona kemur það ekkert á óvart að ég varð heltekin af fágun, fegurð, viðhorfi og frammistöðu Dana International árið 1998. Dana var allt sem ég vildi vera. Amma mín sagði hinsvegar að það væri ósæmilegt að þau hafi sett manneskju eins og Dana International í fjölskyldu sýningu eins og Eurovision, fyrir framan mig þegar ég var lítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að ég var inn í skáp sem trans kona þangað til ég varð 28 ára gömul. Ég elska ömmu mína og þess vegna höfðu þessi orð hennar svona ótrúlega mikil áhrif á mig þar sem ég upplifði skömm yfir því að elska Dana International svona mikið, í leyni. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Það var ekki fyrr en eftir að ég var byrjuð á kynþroskaskeiðinu að ég fann hugrekki til að samþykkja það að vera hinsegin og hugur minn opnaðist eftir því sem ég varð eldri. Eurovision hafði líka áhrif þar sem fjölbreytileikinn fór að ryðja sér meira til rúms, þökk sé LGBTQ+ listamönnum á borð við Marija Šerifović, Loreen, Conchita Wurst, Duncan Laurence og Måneskin. Það tók mig þó 28 ár að finna hugrekkið til að samþykkja sjálfa mig sem trans. Án þessara LGBTQ+ fyrirmynda í Eurovision hefði það án efa tekið mig enn lengri tíma að samþykkja þá „fierce“ konu sem ég er. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Geturðu sagt mér frá fjölmiðlinum sem þú vinnur hjá?OUTtv er lífsstíls sjónvarpsstöð fyrir LGBTQ+, bandamenn og fólk með opinn hug. Stöðin býður upp á fjölbreytt svið kvikmynda, þátta og umfjallanna og kynnir og frumsýnir LGBTQ+ kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsseríur. Einnig nýtum við annan vettvang á borð við iTunes, Amazon Prime og Google Play. Hvað finnst þér um íslenska lagið Með hækkandi sól og hljómsveitina Systur?Mér finnst Systur mögulega vanmetnasta atriðið í ár á Eurovision. Þrátt fyrir að eiga mögulega í hættu á að týnast í lögum kvöldsins þá er Með hækkandi sól gífurlega sjarmerandi íslenskt lag með virkilega áhugaverðum og þýðingarmiklum texta sem segir sögu af íslenskum konum í fjarlægri fortíð. Lagið er hljómfagur kántrí tónlist eins og hún gerist best, sem er eitthvað sem við höfum ekki séð síðan The Common Linnets tók þátt fyrir Holland árið 2014. Ásamt því að vera einstakar og sannar á sviði þá náðu Systur mér algjörlega þegar ég tók fyrsta viðtalið við þær. Þá sá ég að þær eru sannarlega aktívir bandamenn trans fólks og standa fyrir svo mikilvæg málefni. Þannig að þær koma í keppnina með töfrandi lag, eru hjartahlýjar og með opin hug og leggja sig fram við að styðja við jöfn mannréttindi fyrir okkur öll. Þessi hljómsveit öskrar winner material. Hvernig get ég ekki stutt svona hæfileikaríkt fólk sem styður líka fólk eins og mig? Áfram Systur! View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Finnst þér allar tegundir tónlistar fá pláss í Eurovision? Er fjölbreytileikinn alltaf að verða meiri í keppninni?Auðvitað. Hvað er líka besta lagið, ef maður pælir í því? Tónlist er svo persónuleg og svo lengi sem að lag hreyfir við einni manneskju þá hefur það náð sínum tilgangi. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Persónulega elska ég trendið sem hefur verið í gangi undanfarin ár þar sem ólíkar tegundir tónlistar sigra á Eurovision. Við fórum back to basics þegar Salvador Sobral vann, Netta kom með kven-eflandi lag, Duncan hreyfði við okkur með fallegri ballöðu og Måneskin sýndi okkur að rokk og ról deyr aldrei. Þess vegna ættu, og eiga, allir þátttakendur skilið að vinna keppnina. Í ár held ég samt að mitt loka atkvæði fari til úkraínska lagsins Stefania. Ég elska rapp og þetta er frábært og þjóðlegt rapplag. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Við höfum líka aldrei séð rapplag vinna Eurovision og það er ein af ástæðum þess að mér finnst að Úkraína eigi að vinna í ár. Þó að ég elski íslenska lagið mjög mikið finnst mér úkraínska lagið bara standa út á svo marga vegu. Áhorfendur OUTtv kusu Úkraínu sem verðskuldaðan sigurvegara í ár. Við megum ekki gleyma því að Eurovision á að sameina Evrópubúa og við þurfum að standa með fólki í neyð, því verðum við að standa með Úkraínu. Hvað er þitt lífs mottó?Ég á nokkur lífs mottó og reyni að lifa lífinu mínu út frá uppáhalds lagi afa míns eftir Nat King Cole, Stay as sweet as you are. Sumir dagar eru erfiðari eða meira krefjandi en aðrir, augljóslega, en góðmennska er eiginleiki sem ég kann mjög mikið að meta. Og það byrjar alltaf á þínu eigin lífi. Hvernig get ég búist við því að aðrir séu góðir ef ég er ekki góð? Ef að fólk reynir að koma illa fram við mig þá reyni ég að taka því ekki of persónulega, því hegðun þeirra hefur ekkert með mig að gera og meira að gera með þau vandamál sem fólk glímir við í eigin garð. Ég elska líka frasann „Því meira sem þú veist því meira nærðu að vaxa“, því þekking er lykillinn að hamingju, sérstaklega að þekkja sig betur. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Ég byrjaði með orð dagsins á Instagramminu mínu og tengi það gjarnan við fræðslu um kyngervi (e. gender) og kynhneigð. Við erum svo sannarlega meira en bara eitt label. Við erum samblandan af milljónum labela og það gerir hvert og eitt okkar einstakt. Júrógarðurinn Eurovision Mannréttindi Tengdar fréttir Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11 Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Hvenær kviknaði áhugi þinn á Eurovision?Árið var 1998. Ég var níu ára og var að gista heima hjá ömmu og afa en það var alltaf hefð heima hjá þeim að horfa á Eurovision og á þessum tíma ákváðu þau að ég væri loksins nógu gömul til að vaka lengur en vanalega og horfa með þeim. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Hvaða þýðir Eurovision fyrir þér?Ég vinn við að fjalla um Eurovision fyrir alþjóðlegu LGBTQ+ stöðina OUTtv. Þar sem þetta er stór hluti af minni atvinnu er Eurovision mjög mikilvægt fyrir mér, einnig fyrir mig persónulega því Eurovision gaf mér ákveðna stefnu. Sem out and proud trans kona kemur það ekkert á óvart að ég varð heltekin af fágun, fegurð, viðhorfi og frammistöðu Dana International árið 1998. Dana var allt sem ég vildi vera. Amma mín sagði hinsvegar að það væri ósæmilegt að þau hafi sett manneskju eins og Dana International í fjölskyldu sýningu eins og Eurovision, fyrir framan mig þegar ég var lítil. Það var ein af ástæðunum fyrir því að ég var inn í skáp sem trans kona þangað til ég varð 28 ára gömul. Ég elska ömmu mína og þess vegna höfðu þessi orð hennar svona ótrúlega mikil áhrif á mig þar sem ég upplifði skömm yfir því að elska Dana International svona mikið, í leyni. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Það var ekki fyrr en eftir að ég var byrjuð á kynþroskaskeiðinu að ég fann hugrekki til að samþykkja það að vera hinsegin og hugur minn opnaðist eftir því sem ég varð eldri. Eurovision hafði líka áhrif þar sem fjölbreytileikinn fór að ryðja sér meira til rúms, þökk sé LGBTQ+ listamönnum á borð við Marija Šerifović, Loreen, Conchita Wurst, Duncan Laurence og Måneskin. Það tók mig þó 28 ár að finna hugrekkið til að samþykkja sjálfa mig sem trans. Án þessara LGBTQ+ fyrirmynda í Eurovision hefði það án efa tekið mig enn lengri tíma að samþykkja þá „fierce“ konu sem ég er. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Geturðu sagt mér frá fjölmiðlinum sem þú vinnur hjá?OUTtv er lífsstíls sjónvarpsstöð fyrir LGBTQ+, bandamenn og fólk með opinn hug. Stöðin býður upp á fjölbreytt svið kvikmynda, þátta og umfjallanna og kynnir og frumsýnir LGBTQ+ kvikmyndir, heimildamyndir og sjónvarpsseríur. Einnig nýtum við annan vettvang á borð við iTunes, Amazon Prime og Google Play. Hvað finnst þér um íslenska lagið Með hækkandi sól og hljómsveitina Systur?Mér finnst Systur mögulega vanmetnasta atriðið í ár á Eurovision. Þrátt fyrir að eiga mögulega í hættu á að týnast í lögum kvöldsins þá er Með hækkandi sól gífurlega sjarmerandi íslenskt lag með virkilega áhugaverðum og þýðingarmiklum texta sem segir sögu af íslenskum konum í fjarlægri fortíð. Lagið er hljómfagur kántrí tónlist eins og hún gerist best, sem er eitthvað sem við höfum ekki séð síðan The Common Linnets tók þátt fyrir Holland árið 2014. Ásamt því að vera einstakar og sannar á sviði þá náðu Systur mér algjörlega þegar ég tók fyrsta viðtalið við þær. Þá sá ég að þær eru sannarlega aktívir bandamenn trans fólks og standa fyrir svo mikilvæg málefni. Þannig að þær koma í keppnina með töfrandi lag, eru hjartahlýjar og með opin hug og leggja sig fram við að styðja við jöfn mannréttindi fyrir okkur öll. Þessi hljómsveit öskrar winner material. Hvernig get ég ekki stutt svona hæfileikaríkt fólk sem styður líka fólk eins og mig? Áfram Systur! View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Finnst þér allar tegundir tónlistar fá pláss í Eurovision? Er fjölbreytileikinn alltaf að verða meiri í keppninni?Auðvitað. Hvað er líka besta lagið, ef maður pælir í því? Tónlist er svo persónuleg og svo lengi sem að lag hreyfir við einni manneskju þá hefur það náð sínum tilgangi. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Persónulega elska ég trendið sem hefur verið í gangi undanfarin ár þar sem ólíkar tegundir tónlistar sigra á Eurovision. Við fórum back to basics þegar Salvador Sobral vann, Netta kom með kven-eflandi lag, Duncan hreyfði við okkur með fallegri ballöðu og Måneskin sýndi okkur að rokk og ról deyr aldrei. Þess vegna ættu, og eiga, allir þátttakendur skilið að vinna keppnina. Í ár held ég samt að mitt loka atkvæði fari til úkraínska lagsins Stefania. Ég elska rapp og þetta er frábært og þjóðlegt rapplag. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Við höfum líka aldrei séð rapplag vinna Eurovision og það er ein af ástæðum þess að mér finnst að Úkraína eigi að vinna í ár. Þó að ég elski íslenska lagið mjög mikið finnst mér úkraínska lagið bara standa út á svo marga vegu. Áhorfendur OUTtv kusu Úkraínu sem verðskuldaðan sigurvegara í ár. Við megum ekki gleyma því að Eurovision á að sameina Evrópubúa og við þurfum að standa með fólki í neyð, því verðum við að standa með Úkraínu. Hvað er þitt lífs mottó?Ég á nokkur lífs mottó og reyni að lifa lífinu mínu út frá uppáhalds lagi afa míns eftir Nat King Cole, Stay as sweet as you are. Sumir dagar eru erfiðari eða meira krefjandi en aðrir, augljóslega, en góðmennska er eiginleiki sem ég kann mjög mikið að meta. Og það byrjar alltaf á þínu eigin lífi. Hvernig get ég búist við því að aðrir séu góðir ef ég er ekki góð? Ef að fólk reynir að koma illa fram við mig þá reyni ég að taka því ekki of persónulega, því hegðun þeirra hefur ekkert með mig að gera og meira að gera með þau vandamál sem fólk glímir við í eigin garð. Ég elska líka frasann „Því meira sem þú veist því meira nærðu að vaxa“, því þekking er lykillinn að hamingju, sérstaklega að þekkja sig betur. View this post on Instagram A post shared by Jens Geerts (@jensgeertsofficial) Ég byrjaði með orð dagsins á Instagramminu mínu og tengi það gjarnan við fræðslu um kyngervi (e. gender) og kynhneigð. Við erum svo sannarlega meira en bara eitt label. Við erum samblandan af milljónum labela og það gerir hvert og eitt okkar einstakt.
Júrógarðurinn Eurovision Mannréttindi Tengdar fréttir Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11 Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11 Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Lífið Fleiri fréttir Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen „Duglegur, kærleiksríkur og skemmtilegur ungur drengur sem átti lífið fram undan“ Sjá meira
Júrógarðurinn: TikTok partý, bakraddir og Eurovision þorpið Í nýjasta þættinum af Júrógarðinum kíkjum á stemninguna í TikTok partýi í kvikmyndasafni hér í Tórínó og einnig í Eurovision þorpinu þar sem þúsundir safnast saman og horfa á keppnina utan dyra. 13. maí 2022 18:11
Systkinin hrærð og stolt: „Gefur okkur tilgang“ Systkinin Elín, Beta, Sigga og Eyþór Eyþórsbörn voru í skýjunum eftir blaðamannafundinn í PalaOlimpico-höllinni í Tórínó. 10. maí 2022 23:11
Rúlluðu upp dómararennslinu og áhorfendur klöppuðu með Systur luku rétt í þessu við flutning sinn á laginu Með hækkandi sól á dómararennslinu sem fram fer nú í Pala Alpitour höllinni. 13. maí 2022 20:49