Stórsigur Framsóknar setur Einar í bílstjórasætið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. maí 2022 06:39 Einar Þorsteinsson og félagar hans í Framsókn eru í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta í Reykjavík. Flokkurinn fékk fjóra borgarfulltrúa, eftir að hafa ekki náð manni inn í kosningunum 2018. Vísir/Vilhelm Borgarstjórnarmeirihlutinn er fallinn og Framsóknarflokkurinn er í lykilstöðu fyrir myndun nýs meirihluta. Flokkurinn náði fjórum fulltrúum inn í borgarstjórn en Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn töpuðu tveimur fulltrúum hvor. Biðin eftir fyrstu tölum úr Reykjavík var löng, en til stóð að tilkynna fyrstu tölur á miðnætti. Það gekk þó ekki eftir og voru fyrstu tölur lesnar upp í beinni útsendingu eftir klukkan hálf tvö í nótt. Niðurstöðurnar sem fyrstu tölur gáfu til kynna vöktu mikla athygli. Tíðindin sem komu fram þar áttu svo ekkert eftir að breytast eftir að lokatölur urðu ljósar. Vísir fylgdist með vendingum í Reykjavík sem og alls staðar annars staðar á landinu í kosningavaktinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Flokkurinn tapaði einum fulltrúa í kosningunum og náði einum inn.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex fulltrúa, Samfylkingin fimm, Framsóknarflokkurinn fjóra, Píratar þrjá, Sósíalistaflokkurinn tvo og Flokkur fólksins, Vinstri græn og Viðreisn fengu einn fulltrúa hver. Reykjavík besta borgin, Miðflokkurinn og Ábyrg framtíð náðu ekki inn fulltrúum. Vegna tafa á fyrstu tölum, sem Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar, sagði að stafaði af kokteil af alls konar ástæðum, urðu oddvitar flokkanna í Reykjavík að hverfa frá höfuðstöðvum RÚV í Efstaleiti. Til stóð að fá viðbrögð þeirra við fyrstu tölum í sjónvarpssal en þegar ljóst var orðið að langt væri í tölur héldu oddvitarnir á kosningavökur sinna flokka til þess að bíða nýjustu talna með stuðningsfólki sínu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur bestu borgarinnar, og Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar, ræðast við í höfuðstöðvum RÚV í gærkvöldi. Hvorugt framboðið náði manni inn í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Reykvíkingar hafi kosið breytingar Eftir að fyrstu tölur urðu ljósar voru viðbrögðin misjöfn á kosningavökum flokkanna. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ávarpaði félaga sína á kosningavöku í Kolaportinu. Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast enda var flokkurinn með fjóra menn inni samkvæmt fyrstu tölum, eftir að hafa ekki náð inn fulltrúa í síðustu kosningum. „Er ekki kominn tími til að breyta? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Aðspurður hverjum hann ætlaði að heyra í á sunnudagsmorgni sagðist Einar ætla að melta niðurstöðuna í nótt. Þá gaf hann ekkert upp um hvort hann hallaðist meira til hægri eða vinstri. „Við erum bara beint áfram,“ sagði sjónvarpsmaðurinn fyrrverandi. Söguleg fylgisaukning að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði Sjálfstæðismenn á Hilton. „Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, ræða saman. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex borgarfulltrúa og Flokkur fólksins einn.Vísir/Vilhelm Eftir fyrstu tölur var flokkurinn með 24,1 prósent fylgi, en hafði í nýlegum könnunum mælst með allt niður í 16 prósent. Þegar öll atkvæði höfðu verið talin endaði flokkurinn með 24,5 prósent og nær því sex mönnum inn í borgarstjórn, tveimur færri en í kosningunum 2018. „Við skulum hafa eitt á kristaltæru. Fyrir einungis örfáum dögum síðan mældumst við með 16 prósent í könnunum. Á einungis örfáum dögum hefum við risið um átta prósentustig og ég hef aldrei í sögunni séð aðra eins fylgisaukningu á örfáum dögum og það er allt vegna ykkar,“ sagði Hildur í ansi stuttri ræðu. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi bætt við sig fylgi miðað við nýlegar kannanir, hefur hann aldrei hlotið minna fylgi í borgarstjórnarkosningum. Nóttin var ung en fylgið breyttist lítið Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á að nóttin væri enn ung þegar fyrstu tölur voru birtar. Samkvæmt fyrstu tölum var flokkur hans með 20,6 prósenta fylgi og náði því fimm mönnum inn, tveimur færri en í síðustu kosningum. Lokatölur urðu þær að flokkurinn fékk 20,3 prósent atkvæða, en það hafði ekki áhrif á fjölda fulltrúa í borgarstjórn milli talna. Eftir fyrstu tölur sagðist Dagur telja að þrátt fyrir fylgistap væri Samfylkingin enn leiðandi afl í borginni. Samfylkingin fékk fimm borgarfulltrúa, tveimur færri en árið 2018.Vísir/Vilhelm „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum væri það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Útilokar samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, sem náði tveimur mönnum inn, einum fleiri en 2018, sagðist ekki getað hugsað sér meirihlutasamstarf með Viðreisn. Flokkurinn var með 8,0 prósent fylgi samkvæmt fyrstu tölum, en endaði í 7,7 prósentum. Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að ganga inn í núverandi meirihlutasamstarf, sem féll í fyrstu tölum, öðrum tölum og lokatölum, sagði Sanna: „Við höfum alltaf sagt að miðað við núverandi stöðu – og ég á auðvitað eftir að ræða við mitt fólk – sé eðlilegast að nýfrjálshyggjan færi út, Viðreisn út og félagshyggjan inn, það er að segja Sósíalistar.“ Sanna Magdalena hefur útilokað samstarf Sósíalista við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Með henni á myndinni má sjá oddvita Miðflokksins í Reykjavík, Ómar Má Jónsson. Miðflokkurinn náði ekki inn borgarfulltrúa.Vísir/Vilhelm Sanna sagði Sósíalistaflokkurinn setja skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. „Það eru um 900 á biðlista á eftir félagslegri íbúð þannig að við myndum ekki sætta okkur við að það yrðu einungis keyptar 600 íbúðir hjá Félagsbústöðum. Það þarf að ná til alls fólksins sem er á biðlista.“ Þá myndi flokkurinn ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum. Píratar opnir fyrir samstarfi með Framsókn Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sagðist eftir fyrstu tölur vera opin fyrir því að vinna með Framsóknarflokknum ef meirihlutinn félli, sem síðar átti eftir að verða raunin. Píratar fengu þrjá fulltrúa í borgarstjórn og bættu þar með við sig einum frá síðustu kosningum. „Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags,“ sagði Dóra þegar fréttastofa tók hús á kosningavöku Pírata á Miami. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Dóra sagðist útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum en hún væri opin fyrir samstarfi með Framsókn. „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Dræmari kjörsókn en 2018 Milli klukkan hálf fjögur og fjögur voru aðrar tölur í Reykjavík kynntar. Litlar breytingar urðu á hlutfallslegu fylgi flokkanna og engar breytingar urðu á fjölda fulltrúa. Þegar þar var komið sögu höfðu 51.413 atkvæði verið talin og aðeins eftir að telja utankjörfundaratkvæðin. Lokatölur úr Reykjavík bárust þá loksins klukkan 04:35. Þrátt fyrir smávægilegt fylgisflakk á milli þess sem tölur voru birtar urðu engar breytingar á fjölda borgarfulltrúa allt frá fyrstu tölum. Hér að neðan má sjá stöðuna í Reykjavík samkvæmt lokatölum: Á kjörskrá voru 100.450 manns. Talin voru 61.359 atkvæði, en auðir og ógildir seðlar voru 1.410. Kjörsókn var því 61,1 prósent, sem er talsvert lægra en í kosningunum árið 2018. Þá var kjörsókn 67 prósent. Hver hringir í hvern? Ljóst er að núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fallinn og því munu oddvitar flokkanna þurfa að leita nýrra leiða við myndun meirihluta. Þá er ljóst að Einar Þorsteinsson og Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í slíkum viðræðum, enda flokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna í borginni með sína fjóra menn. Þar sem bæði Píratar og Sósíalistaflokkurinn hafa neitað að starfa með Sjálfstæðisflokki er einnig ljóst að eini mögulegi þriggja flokka meirihlutinn samanstendur af Pírötum, Samfylkingu og Framsókn. Eins er vert að hafa í huga að Sósíalistar hafa tekið fyrir samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Í öllu falli má gera ráð fyrir því að oddvitar þeirra flokka sem náðu fulltrúum inn í borgarstjórn muni strax á sunnudagsmorgun hefjast handa við að þreifa hver á öðrum og kanna grundvöllinn fyrir samstarfi. Þar má vænta þess að Framsóknarflokkurinn verði vinsæll, enda búinn að lýsa því yfir að hann sé tilbúinn að vinna til hægri eða vinstri. Telja má líklegt að Einar og Dagur muni ræða saman um stöðu mála og möguleikann á meirihlutasamstarfi.Vísir/Vilhelm Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. 15. maí 2022 01:58 Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. 15. maí 2022 02:40 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn. 15. maí 2022 04:50 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Biðin eftir fyrstu tölum úr Reykjavík var löng, en til stóð að tilkynna fyrstu tölur á miðnætti. Það gekk þó ekki eftir og voru fyrstu tölur lesnar upp í beinni útsendingu eftir klukkan hálf tvö í nótt. Niðurstöðurnar sem fyrstu tölur gáfu til kynna vöktu mikla athygli. Tíðindin sem komu fram þar áttu svo ekkert eftir að breytast eftir að lokatölur urðu ljósar. Vísir fylgdist með vendingum í Reykjavík sem og alls staðar annars staðar á landinu í kosningavaktinni. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar. Flokkurinn tapaði einum fulltrúa í kosningunum og náði einum inn.Vísir/Vilhelm Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex fulltrúa, Samfylkingin fimm, Framsóknarflokkurinn fjóra, Píratar þrjá, Sósíalistaflokkurinn tvo og Flokkur fólksins, Vinstri græn og Viðreisn fengu einn fulltrúa hver. Reykjavík besta borgin, Miðflokkurinn og Ábyrg framtíð náðu ekki inn fulltrúum. Vegna tafa á fyrstu tölum, sem Eva B. Helgadóttir, formaður yfirkjörstjórnar, sagði að stafaði af kokteil af alls konar ástæðum, urðu oddvitar flokkanna í Reykjavík að hverfa frá höfuðstöðvum RÚV í Efstaleiti. Til stóð að fá viðbrögð þeirra við fyrstu tölum í sjónvarpssal en þegar ljóst var orðið að langt væri í tölur héldu oddvitarnir á kosningavökur sinna flokka til þess að bíða nýjustu talna með stuðningsfólki sínu. Gunnar H. Gunnarsson, oddviti Reykjavíkur bestu borgarinnar, og Jóhannes Loftsson, oddviti Ábyrgrar framtíðar, ræðast við í höfuðstöðvum RÚV í gærkvöldi. Hvorugt framboðið náði manni inn í borgarstjórn.Vísir/Vilhelm Reykvíkingar hafi kosið breytingar Eftir að fyrstu tölur urðu ljósar voru viðbrögðin misjöfn á kosningavökum flokkanna. Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, ávarpaði félaga sína á kosningavöku í Kolaportinu. Hann hafði ærið tilefni til að gleðjast enda var flokkurinn með fjóra menn inni samkvæmt fyrstu tölum, eftir að hafa ekki náð inn fulltrúa í síðustu kosningum. „Er ekki kominn tími til að breyta? Reykvíkingar hafa svarað játandi með afdráttarlausum hætti!“ sagði Einar í ávarpi sínu. Aðspurður hverjum hann ætlaði að heyra í á sunnudagsmorgni sagðist Einar ætla að melta niðurstöðuna í nótt. Þá gaf hann ekkert upp um hvort hann hallaðist meira til hægri eða vinstri. „Við erum bara beint áfram,“ sagði sjónvarpsmaðurinn fyrrverandi. Söguleg fylgisaukning að mati Hildar Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, ávarpaði Sjálfstæðismenn á Hilton. „Meirihlutinn í Reykjavík er fallinn. Og það sem meira er, Sjálfstæðisflokkurinn er stærsti flokkurinn í Reykjavík,“ sagði Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, við mikil fagnaðarlæti eftir að fyrstu tölur voru kynntar í Reykjavík. Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, og Kolbrún Baldursdóttir, oddviti Flokks fólksins, ræða saman. Sjálfstæðisflokkurinn fékk sex borgarfulltrúa og Flokkur fólksins einn.Vísir/Vilhelm Eftir fyrstu tölur var flokkurinn með 24,1 prósent fylgi, en hafði í nýlegum könnunum mælst með allt niður í 16 prósent. Þegar öll atkvæði höfðu verið talin endaði flokkurinn með 24,5 prósent og nær því sex mönnum inn í borgarstjórn, tveimur færri en í kosningunum 2018. „Við skulum hafa eitt á kristaltæru. Fyrir einungis örfáum dögum síðan mældumst við með 16 prósent í könnunum. Á einungis örfáum dögum hefum við risið um átta prósentustig og ég hef aldrei í sögunni séð aðra eins fylgisaukningu á örfáum dögum og það er allt vegna ykkar,“ sagði Hildur í ansi stuttri ræðu. Þrátt fyrir að flokkurinn hafi bætt við sig fylgi miðað við nýlegar kannanir, hefur hann aldrei hlotið minna fylgi í borgarstjórnarkosningum. Nóttin var ung en fylgið breyttist lítið Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á að nóttin væri enn ung þegar fyrstu tölur voru birtar. Samkvæmt fyrstu tölum var flokkur hans með 20,6 prósenta fylgi og náði því fimm mönnum inn, tveimur færri en í síðustu kosningum. Lokatölur urðu þær að flokkurinn fékk 20,3 prósent atkvæða, en það hafði ekki áhrif á fjölda fulltrúa í borgarstjórn milli talna. Eftir fyrstu tölur sagðist Dagur telja að þrátt fyrir fylgistap væri Samfylkingin enn leiðandi afl í borginni. Samfylkingin fékk fimm borgarfulltrúa, tveimur færri en árið 2018.Vísir/Vilhelm „Við erum að sjá að þær áherslur sem við höfum lagt á græna umbreytingu borgarinnar eru að fá langt yfir 60% fylgi í þessum kosningum. Þeir flokkar sem sögðust styðja Borgarlínu, sem sögðust styðja samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins eru að fá yfir 60%.“ Á sama tíma hafi Sjálfstæðisflokki og Miðflokki verið hafnað og þeir með undir 30% fylgi. Dagur bætti við að stefnan hafi verið sett á að núverandi meirihluti myndi halda áfram. Þó hann héldi ekki samkvæmt þessum tölum væri það fyrir mestu að á öllu höfuðborgarsvæðinu hafi myndast meirihluti um Borgarlínu og græna þróun höfuðborgarsvæðisins. „Ég held að það sé liðin tíð að Sjálfstæðisflokkurinn geti gengið að því að stinga öðrum flokkum í vasann og segja að þeirri stefna ráði,“ sagði Dagur við mikil fagnaðarlæti viðstaddra. Samfylkingin og jafnaðarmenn geti verið gríðarlega stolt þar sem þau sæki nú fram um allt land. Útilokar samstarf við Viðreisn og Sjálfstæðisflokk Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokks Íslands, sem náði tveimur mönnum inn, einum fleiri en 2018, sagðist ekki getað hugsað sér meirihlutasamstarf með Viðreisn. Flokkurinn var með 8,0 prósent fylgi samkvæmt fyrstu tölum, en endaði í 7,7 prósentum. Aðspurð hvort hún gæti hugsað sér að ganga inn í núverandi meirihlutasamstarf, sem féll í fyrstu tölum, öðrum tölum og lokatölum, sagði Sanna: „Við höfum alltaf sagt að miðað við núverandi stöðu – og ég á auðvitað eftir að ræða við mitt fólk – sé eðlilegast að nýfrjálshyggjan færi út, Viðreisn út og félagshyggjan inn, það er að segja Sósíalistar.“ Sanna Magdalena hefur útilokað samstarf Sósíalista við Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn. Með henni á myndinni má sjá oddvita Miðflokksins í Reykjavík, Ómar Má Jónsson. Miðflokkurinn náði ekki inn borgarfulltrúa.Vísir/Vilhelm Sanna sagði Sósíalistaflokkurinn setja skilyrði fyrir meirihlutasamstarfi. „Það eru um 900 á biðlista á eftir félagslegri íbúð þannig að við myndum ekki sætta okkur við að það yrðu einungis keyptar 600 íbúðir hjá Félagsbústöðum. Það þarf að ná til alls fólksins sem er á biðlista.“ Þá myndi flokkurinn ekki starfa með Sjálfstæðisflokknum. Píratar opnir fyrir samstarfi með Framsókn Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, sagðist eftir fyrstu tölur vera opin fyrir því að vinna með Framsóknarflokknum ef meirihlutinn félli, sem síðar átti eftir að verða raunin. Píratar fengu þrjá fulltrúa í borgarstjórn og bættu þar með við sig einum frá síðustu kosningum. „Ég er bara ótrúlega ánægð og þakklát og auðmjúk. Þetta er náttúrulega risastórt. Við erum að bæta helling við okkur, við erum strax að mælast inni með einn nýjan borgarfulltrúa og með meiri krafti getum við haft enn meiri áhrif í þágu borgarbúa, í þágu almannahags,“ sagði Dóra þegar fréttastofa tók hús á kosningavöku Pírata á Miami. Dóra Björt, oddviti Pírata, var ánægð með kosningu flokksins. Hún útilokar ekki samstarf við Framsóknarflokkinn.Vísir/Vilhelm Dóra sagðist útiloka samstarf með Sjálfstæðisflokknum en hún væri opin fyrir samstarfi með Framsókn. „Ég hef talað fyrir því að við séum opin fyrir því að vinna með hverjum þeim sem geta unnið að okkar stefnumálum og Framsókn er auðvitað búin að tala fyrir barnvænu samfélagi sem er eitthvað sem við Píratar stöndum sannarlega fyrir, svo það er bara fullt af tækifærum í stöðunni tel ég. Þannig að við verðum bara að bíða og sjá og svo verðum við að sjá hvað samtalið ber í skauti sér á morgun og næstu daga.“ Dræmari kjörsókn en 2018 Milli klukkan hálf fjögur og fjögur voru aðrar tölur í Reykjavík kynntar. Litlar breytingar urðu á hlutfallslegu fylgi flokkanna og engar breytingar urðu á fjölda fulltrúa. Þegar þar var komið sögu höfðu 51.413 atkvæði verið talin og aðeins eftir að telja utankjörfundaratkvæðin. Lokatölur úr Reykjavík bárust þá loksins klukkan 04:35. Þrátt fyrir smávægilegt fylgisflakk á milli þess sem tölur voru birtar urðu engar breytingar á fjölda borgarfulltrúa allt frá fyrstu tölum. Hér að neðan má sjá stöðuna í Reykjavík samkvæmt lokatölum: Á kjörskrá voru 100.450 manns. Talin voru 61.359 atkvæði, en auðir og ógildir seðlar voru 1.410. Kjörsókn var því 61,1 prósent, sem er talsvert lægra en í kosningunum árið 2018. Þá var kjörsókn 67 prósent. Hver hringir í hvern? Ljóst er að núverandi borgarstjórnarmeirihluti er fallinn og því munu oddvitar flokkanna þurfa að leita nýrra leiða við myndun meirihluta. Þá er ljóst að Einar Þorsteinsson og Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í slíkum viðræðum, enda flokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna í borginni með sína fjóra menn. Þar sem bæði Píratar og Sósíalistaflokkurinn hafa neitað að starfa með Sjálfstæðisflokki er einnig ljóst að eini mögulegi þriggja flokka meirihlutinn samanstendur af Pírötum, Samfylkingu og Framsókn. Eins er vert að hafa í huga að Sósíalistar hafa tekið fyrir samstarf með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. Í öllu falli má gera ráð fyrir því að oddvitar þeirra flokka sem náðu fulltrúum inn í borgarstjórn muni strax á sunnudagsmorgun hefjast handa við að þreifa hver á öðrum og kanna grundvöllinn fyrir samstarfi. Þar má vænta þess að Framsóknarflokkurinn verði vinsæll, enda búinn að lýsa því yfir að hann sé tilbúinn að vinna til hægri eða vinstri. Telja má líklegt að Einar og Dagur muni ræða saman um stöðu mála og möguleikann á meirihlutasamstarfi.Vísir/Vilhelm
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. 15. maí 2022 01:58 Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. 15. maí 2022 02:40 Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn. 15. maí 2022 04:50 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Flugferðum aflýst Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Fleiri fréttir Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi Sjá meira
Meirihlutinn fallinn og Einar í skýjunum Miðað við fyrstu tölur í Reykjavík er meirihlutinn fallinn. Samkvæmt sömu tölum er Framsóknarflokkurinn ótvíræður sigurvegari kosninganna. 15. maí 2022 01:58
Ekki úrslitaatriði að halda í borgarstjórastólinn Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri og oddviti Samfylkingarinnar, lagði áherslu á það að nóttin væri enn ung þegar hann talaði við stuðningsmenn sína eftir fyrstu tölur í Reykjavík. 15. maí 2022 02:40
Lokatölur í Reykjavík: Meirihlutinn fallinn og stórsigur Framsóknar Framsóknarflokkurinn er þriðji stærsti flokkurinn í Reykjavík eftir ótrúlegan árangur í kosningunum í nótt. Flokkurinn sem hafði engan borgarfulltrúa undanarin fjögur ár náði fjórum mönnum inn. Meirihlutinn í borginni er fallinn. 15. maí 2022 04:50