Fótbolti

Albert og félagar nálgast fall

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Albert Guðmundsson og félagar hans eru með bakið upp við vegg.
Albert Guðmundsson og félagar hans eru með bakið upp við vegg. Loris Roselli/NurPhoto via Getty Images

Albert Guðmundsson og félagar hans í Genoa þurfa nú sigur í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar og treysta á hagstæð úrslit annarsstaðar til að halda sæti sínu í deildinni eftir 3-0 tap gegn Napoli í dag.

Victor Osimhen kom heimamönnum í Napoli yfir eftir um hálftíma leik áður en Lorenzo Insigne tvöfaldaði forystuna á 65. mínútu.

Það var svo Stanislav Lobotka sem gerði endanlega út um leikinn með marki þegar tæpar tíu mínútur voru til leiksloka.

Albert var í byrjunarliði Genoa, en var tekinn af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Genoa situr í næst neðsta sæti deildarinnar þegar liðið á einn leik eftir, þremur stigum frá Salernitana sem situr í öruggu sæti. Albert og félagar eru þó með betri innbyrðis árangur og sigur í lokaleiknum dugir þeim því til að halda sæti sínu, að því gefnu að Salernitana tapi sínum leik.

Serie A er hluti af Stöð 2 Sport Erlent sem kostar 3.990 kr. á mánuði. Upplýsingar um beinar útsendingar frá ítalska boltanum má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×