Hákon Arnar kom FCK á bragðið og titillinn er í augsýn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. maí 2022 16:25 Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson eiga stóran þátt í því að FC Kaupmannahöfn er hársbreidd frá danska meistaratitlinum. Lars Ronbog/Getty Images FC Kaupmannahöfn vann gríðarlega mikilvægan 2-0 útisigur á Randers í baráttunni um danska meistaratitilinn í fótbolta. Hákon Arnar Haraldsson kom FCK á bragðið en liðið er nú hársbreidd frá því að vinna dönsku úrvalsdeildina. Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliði FCK í dag en Ísak Bergmann skoraði bæði mörkin í gríðarlega mikilvægum sigri á dögunum. Nú var hins vegar komið að Hákoni Arnari að stela fyrirsögnunum. Eftir markalausan fyrri hálfleik nældi Ísak Bergmann sér í gult spjald áður en Hákon Arnar kom gestunum frá Kaupmannahöfn yfir þegar klukkustund var liðin. Skagamaðurinn ungi fékk þá frábæra sendingu frá Rasmus Falk Jensen milli varnarmanna Randers, tók vel við boltanum og smellti honum óverjandi í hægra hornið frá vítateigslínunni. Frábært - og mjög mikilvægt - mark í alla staði og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna metin tíu mínútum síðar þegar vítaspyrna var dæmd þeim í hag. Stephen Odey fór á punktinn en brenndi af og staðan því enn 0-1. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði svo Khouma Babacar sigur FCK með öðru marki liðsins. Lokatölur í Randers 0-2 og Kaupmannahafnarliðið komið með níu fingur á titilinn. FCK trónir á toppi deildarinnar með 65 stig eftir 31 leik. Midtjylland kemur þar á eftir með 59 stig og leik til góða en liðið er með mun lakari markatölu en FCK. Það þarf því gríðarlega mikið að ganga á til að titillinn endi ekki í Kaupmannahöfn. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira
Ísak Bergmann Jóhannesson og Hákon Arnar voru báðir í byrjunarliði FCK í dag en Ísak Bergmann skoraði bæði mörkin í gríðarlega mikilvægum sigri á dögunum. Nú var hins vegar komið að Hákoni Arnari að stela fyrirsögnunum. Eftir markalausan fyrri hálfleik nældi Ísak Bergmann sér í gult spjald áður en Hákon Arnar kom gestunum frá Kaupmannahöfn yfir þegar klukkustund var liðin. Skagamaðurinn ungi fékk þá frábæra sendingu frá Rasmus Falk Jensen milli varnarmanna Randers, tók vel við boltanum og smellti honum óverjandi í hægra hornið frá vítateigslínunni. Frábært - og mjög mikilvægt - mark í alla staði og staðan orðin 1-0 gestunum í vil. Heimamenn fengu kjörið tækifæri til að jafna metin tíu mínútum síðar þegar vítaspyrna var dæmd þeim í hag. Stephen Odey fór á punktinn en brenndi af og staðan því enn 0-1. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma gulltryggði svo Khouma Babacar sigur FCK með öðru marki liðsins. Lokatölur í Randers 0-2 og Kaupmannahafnarliðið komið með níu fingur á titilinn. FCK trónir á toppi deildarinnar með 65 stig eftir 31 leik. Midtjylland kemur þar á eftir með 59 stig og leik til góða en liðið er með mun lakari markatölu en FCK. Það þarf því gríðarlega mikið að ganga á til að titillinn endi ekki í Kaupmannahöfn.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Fótbolti Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Körfubolti Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Körfubolti Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Dagskráin: Stúkan hitar upp fyrir sumarið og úrslitakeppnin í Bónus karla Sport Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Handbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Tonali tryggði Newcastle dýrmætan sigur Man. City saknaði ekki Haaland í kvöld Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslensku stelpurnar réðu ekki við Maísu „Mótlætið styrkir mann“ Mo Salah í myndatökum niður við höfnina í Liverpool Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 „Auðvitað söknum við hennar“ Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Segir að það hafi ekki verið mistök að selja Elanga Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Skelltu lærisveinum Alonso og ótrúlegt bikarævintýri heldur áfram Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu „Búin að taka mig inn í fjölskylduna“ Sjá meira