Konurnar sem skráðu sig á spjöld sögunnar í nótt Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2022 17:28 Magnea Gná Jóhannsdóttir skipaði 3. sæti á lista Framsóknar í Reykjavík. Hún er yngsti borgarfulltrúi sögunnar. Og Arna Lára Jónsdóttir er fyrsta konan sem verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Vísir/vilhelm Tímamót urðu á að minnsta kosti tveimur vígstöðvum eftir að talið var upp úr kjörkössunum í nótt. Yngsti borgarfulltrúi sögunnar náði kjöri í Reykjavík og gamalreyndur bæjarfulltrúi verður fyrst kvenna bæjarstjóri á Ísafirði. Þær eru spenntar fyrir komandi verkefnum. Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Af 23 borgarfulltrúum í Reykjavík koma níu nýir inn eftir nóttina. Þeirra á meðal er Magnea Gná Jóhannsdóttir sem var 25 ára og 41 dags á kjördag, og sló þar með fyrra met Sönnu Magdalenu Mörtudóttur Sósíalista sem varð yngst allra til að ná kjöri í borgarstjórn fyrir fjórum árum. „Ég er full þakklætis fyrir traustinu sem mér er sýnt og ég vona að ég geti sinnt málefnum ungs fólks sem ég náttúrulega brenn fyrir og geti gert gott fyrir unga fólkið okkar sem mun erfa ákvarðanir dagsins í dag,“ segir Magnea. Hún viðurkennir að niðurstöðurnar hafi að sumu leyti komið henni á óvart. En fólk hafi greinilega verið tilbúið í breytingar. Og hún er til í slaginn. „Ég er að fara í próf á fimmtudaginn, þannig að næstu dagar fara í smá próflestur, og svo bara spjall við fólkið sem er með mér núna í borgarstjórnarflokk og sjá hvort við finnum út úr þessu mögulega meirihlutasamstarfi.“ Stórmerkilegt að kona hafi ekki stjórnað áður Á Ísafirði náði Ísafjarðarlistinn hreinum meirihluta með fimm mönnum - og í baráttusætinu sat bæjarfulltrúi með fjögur kjörtímabil að baki. Arna Lára Jónsdóttir er bæjarstjórnarefni flokksins og reiknar með að taka við starfinu innan tveggja vikna. „Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa í gegnum tíðina farið saman þannig að við vissum að það yrði erfitt að komast upp á milli þeirra, þannig að við yrðum að treysta á okkur sjálf. Og það tókst,“ segir Arna Lára. Hún er fyrsta konan til að verða bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar - og þykir tilhugsunin skemmtileg. „Það er auðvitað 2022 og það er stórmerkilegt að það hafi ekki verið kona bæjarstjóri áður í Ísafjarðarbæ. En það er semsagt raunin og mér þykir það mikill heiður að ég fái að vera sú kona.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Ísafjarðarbær Reykjavík Borgarstjórn Tengdar fréttir Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36 Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37 „Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Afar dræm kosningaþátttaka áhyggjefni: Máni Péturs vann kosningarnar Tæplega 40 prósent atkvæðabærra borgarbúa létu ekki sjá sig á kjörstað í borginni. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur, segir þetta verulegt áhyggjuefni og ætti að vera hverjum þeim sem á annað borð lætur sér annt um lýðræðislegt samfélag. 15. maí 2022 13:36
Telja rétt að fráfarandi meirihlutaflokkar stilli saman strengi fyrst Oddvitar stærstu stjórnmálaframboðanna í Reykjavík segja fátt um mögulegt meirihlutasamstarf eftir að meirihlutinn féll í kosningunum í gær. Borgarstjóri og oddviti Pírata eru sammála um að réttast sé að fráfarandi meirihlutaflokkar ræði fyrst saman. 15. maí 2022 12:37
„Sjálfstæðisflokkurinn er lang stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu“ Í mörgum stærstu sveitarfélögunum blasti tap Sjálfstæðisflokksins við, þeir töpuðu bæjarfulltrúum fyrir borð vinstri hægri eins og í Reykjavík, töpuðu manni í Hafnarfirði, Kópavogi … en það breytir ekki þeirri staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn er eftir sem áður stærsti flokkurinn á sveitarstjórnarstiginu. 15. maí 2022 12:02