Íbúar á Reykjanesi segjast hafa fundið vel fyrir skjálftanum sem reið yfir um klukkan 17:40.
Blaðamaður Vísis sem búsettur er í Grindavík segir skjálftann hafa fundist mjög vel þar í bæ sem og fleiri sem hafa riðið yfir í dag. Hann segir muni hafa hrunið úr hillum á heimilum fólk.
Upptök skjálftans voru 5,6 kílómetra norð-vestur af Grindavík.
Frá því í hádeginu hafa sjö skjálftar mælst yfir þremur að stærð á Reykjanesi.
Veðurstofa Íslands varar við aukinni hættu á grjóthruni og skriðum á svæðinu vegna skjálftahrinunnar. Fólk er beðið um að sýna aðgát á svæðinu.
Fréttin hefur verið uppfærð. Lokaniðurstaða veðurstofunnar er að einn skjálfti hafi riðið yfir kl. 17:38, en ekki tveir eins og stendur á vef veðurstofunnar. Hann var 4,3 að stærð en ekki 4,2 eða 4,8 eins og fyrstu niðurstöður bentu til.