Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 20:00 Arnar var eðlilega sáttur með sigur dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta. „Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira
„Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Sjá meira