Komnir á toppinn en heldur löppunum á jörðinni Bjarki Sigurðsson skrifar 15. maí 2022 20:00 Arnar var eðlilega sáttur með sigur dagsins. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA, var ánægður eftir 3-0 sigur hans manna á Skagamönnum í dag. Það var mikill vindur á Akranesi og völlurinn ekki upp á sitt besta. „Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira
„Bara, mjög sáttur náttúrulega að vinna. Alltaf erfitt að koma upp á Skaga og aðstæðurnar líka ekki þær léttustu til að spila fótbolta, töluverður vindur og völlurinn ekki rennisléttur. Hann er skrjáfþurr. Þá færðu náttúrulega ekki einhvern frábæran fótboltaleik. Mér fannst við gera nóg, komumst yfir með stórglæsilegu marki frá Danna, svo fengum við þó nokkuð af sénsum til að koma okkur í 2-0.“ „Förum eitt núll í hálfleik og vissum að þeir myndu svolítið grimmir í seinni en byrjuðu svona mun betur en við fyrstu einhverjar átta mínúturnar af hálfleiknum. Við skorum eiginlega svona gegn gangi byrjunarinnar á seinni hálfleik. Þá breytist leikurinn en svo fá þeir þetta víti, hvort það var víti eða ekki, en þeir fá víti og Stubbur gerir það vel og ver.“ „Mér fannst við alltaf vera hættulegir fram á við, mér fannst þeir skapa sér mjög lítið í leiknum, nánast ekki neitt. En við fengum töluvert af sóknum sem við hefðum getað komið boltanum í netið og gerum það, þriðja markið svona klárar leikinn. Bara virkilega sáttur við það.“ Stubbur varði víti sem Gísli Laxdal tók. Með marki hefðu Skagamenn minnkað muninn í 2-1 og komist almennilega inn í leikinn. Arnar segir Stubb og markmannsþjálfarann hafa skoðað þetta fyrir leik. „Við erum með markmannsþjálfara sem er að skoða hlutina og þeir fara alltaf yfir leikina daginn fyrir. Ég held að hann hafi verið búinn að fara yfir það með honum. Bara mjög vel gert hjá Stubb og það er þetta sem skilur á milli. Þarna hefðu þeir getað komist inn í leikinn og það hefði verið allt annar leikur í staðinn fyrir að hann ver. Þá fer svolítið líka powerið úr þessu hjá þeim. Við gátum fylgt því eftir og við klárað það með þriðja markinu.“ Akureyringar eru taplausir það sem af er móts og sitja á toppnum eftir leikinn í dag. „Það er meðan er. Við eigum leik á móti Stjörnunni næstu helgi, við höldum löppunum á jörðinni. Þetta er langt mót og þetta er flott stigasöfnun það sem af er, en menn þurfa að halda áfram. Það er mikið eftir.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn KA Besta deild karla Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Sport Fleiri fréttir Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Sjá meira