Hvað gerðist í kosningunum Hafnarfirði? Svavar Halldórsson skrifar 16. maí 2022 00:01 Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Hafnarfjörður Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Daði Pálmar Ragnarsson Bakþankar Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Skoðun Skoðun Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir að meirihlutinn hafi haldið í bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru kosningar helgarinnar um margt sögulegar. Meðal annars vegna þess að hlutfall kosningabærra Hafnfirðinga á bak við hvern bæjarfulltrúa er sögulega lágt. Yfir 50% kosningabærra Hafnfirðinga eiga ekki fulltrúa í bæjarstjórn Þeir 11 bæjarfulltrúar sem náðu kjöri í Hafnarfirði um helgina hafa aðeins rúm 48% atkvæðisbærra bæjarbúa á bak við sig. Á þessu eru skýringar. Aðeins 4 af 8 framboðum í Hafnarfirði fengu bæjarfulltrúa í kosningunum. Um 17,5% atkvæða fóru til þeirra 4 framboða sem ekki náðu inn manni. Að auki voru 2.5% auð eða ógild. Samtals 20%. Þessu til viðbótar sátu margir heima á laugardaginn. Í Hafnarfirði voru 21.744 á kjörskrá. Af þeim kusu 13.133 eða 60,4%. Þetta er auðvitað ekki mikil kjörsókn, en þó ívið skárri en árið 2018 þegar hún var 58,01%. Sé þetta vegið saman, þ.e.a.s. 60,4% kjörsókn og að 20% greiddra atkvæða fóru ekki til þeirra flokka sem náðu inn bæjarfulltrúa, sést að bæjarfulltrúarnir 11 hafa aðeins 48,32% atkvæðisbærra Hafnfirðinga á bak við sig. Sögulegur árangur Framsóknarflokksins Framsókn vann fínan sigur í Hafnarfirði um helgina, eins og víðar um landið, með 1.750 atkvæði sem eru 13,7% og gefur tvo bæjarfulltrúa - sem er besti árangur sögunnar hjá Framsóknarflokknum í Hafnarfirði. Flokkurinn fékk 928 atkvæði eða 8,03% og einn mann árið 2018. Þrátt fyrir að þetta sé nánasta tvöföldun atkvæða og nærri 6 prósentustiga aukning, þá er þetta þó ekki jafn stór sigur og í Mosfellsbæ eða Reykjavík. Eftir stendur sú áhugaverða spurning hvort sigurinn sé vegna staðbundinna málefna í Hafnarfirði eða hvort um sé að ræða áhrif frá Reykjavík eða annars staðar frá. Öruggur varnarsigur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðisflokkurinn hlaut 3.924 atkvæði eða 30,7% og fjóra bæjarfulltrúa. Til samanburðar fékk flokkurinn 3.903 atkvæði síðast eða 33,7%, sem þá gaf fimm fulltrúa. Þá voru þá innan við 800 atkvæði á bak við hvern bæjarfulltrúa en tæplega þúsund núna. Fimmti maðurinn 2018 var því mjög naumlega inni. Í því ljósi er þetta ágætur varnarsigur hjá Sjálfstæðisflokknum núna. Einkum þegar horft er til þess að flokkurinn tapaði töluverðu fylgi yfir landið í heild, þótt hann sé enn stærsti flokkur landsins á sveitastjórnarstiginu. Rétt er þó að halda til haga að sums staðar unnu Sjálfstæðismenn góða sigra sem líklega má þakka vinsældum einstakra leiðtoga eða sérstökum staðbundnum málum eða aðstæðum. Samfylkingin rétti úr kútnum en er langt frá sínu besta Samfylkingin rétti nokkuð úr kútnum í kosningunum um helgina og fékk 3.710 atkvæði eða 29,0% og fjóra bæjarfulltrúa. Árið 2018 fékk hún 2.330 atkvæði eða 20,15% og tvo bæjarfulltrúa, sem var slakasti árangur Samfylkingarinnar í Hafnarfirði frá stofnun flokksins. Flokkurinn er þó langt frá sínu besta, en Samfylkingin var með hreinan meirihluta 2002, 50,24% atkvæða og sex bæjarfulltrúa. Árið 2006 var hún með 56,37% og sjö bæjarfulltrúa. Árið 2010 missti flokkurinn hreina meirihlutann en fékk þó 40,92% og fimm menn og þurfti í samstarf við VG til að halda meirihlutanum í bæjarstjórn. Hrunið kom svo 2014 þegar fylgið fór niður í 20,24% og bæjarfulltrúarnir voru aðeins þrír. Botninum var svo náð fyrir fjórum árum með tveimur bæjarfulltrúum. Mjög hæpið er að líta á árangurinn nú sem einhvern meiriháttar sigur flokksins eða oddvitans. Ekki er ósanngjarnt að segja að árangurinn um helgina sé ágætis leiðrétting en líklega langt frá því sem sumir höfðu vonast eftir í ljósi sögunnar. Viðreisn heldur sjó Viðreisn í Hafnarfirði er á sama róli og síðast með 1.170 atkvæði eða 9,1% og heldur einum manni. Árið 2018 fékk Viðreisn 1.098 atkvæði eða 9,5% og einn mann. Þetta er betri árangur en hjá flokknum í höfuðborginni, þar sem Viðreisn missti ágætan borgarfulltrúa. Útkomuna í Hafnarfirði má líklega þakka frambærilegum oddvita. Viðreisnarfólk í bænum má því vel við una þótt árangurinn á landsvísu hafi efalaust verið undir væntingum margra flokksmanna. Áframhaldandi meirihluti D og B er augljósasti kosturinn Í nýkjörinni bæjarstjórn Hafnarfjarðar eru sex karlar og fimm konur sem endurspeglar hlutföllin á framboðslistum flokkanna. Það er athyglivert að allir listar voru leiddir af körlum, utan listi Sjálfstæðisflokksins, sem var leiddur af bæjarstjóranum Rósu Guðbjartsdóttur. Nú taka við þreifingar og viðræður milli flokkanna sem fengu bæjarfulltrúa, fyrst á milli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, enda hélt sá meirihluti. En allt kemur þetta í ljós á næstu dögum. Höfundur er stjórnmála- og stjórnsýslufræðingur.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Enginn stjórnmálaflokkur mun niðurgreiða sálfræðiþjónustu og útrýma biðlistum Þórarinn Hjartarson Skoðun