Vaktin: Svíar freista þess að ná sátt við Tyrki til að greiða fyrir aðild að Nató Hólmfríður Gísladóttir, Bjarki Sigurðsson og Eiður Þór Árnason skrifa 16. maí 2022 06:17 Roman Pryhodchenko grætur á heimili sínu í Kharkív, sem hefur skemmst illa í árásum Rússa. AP/Bernat Armangue Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir hernaðaraðgerðir Rússa í Úkraínu ekki hafa gengið eins og áætlað var og að Úkraínumenn gætu unnið stríðið. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar. Þess er að vænta að bæði Finnar og Svíar sæki um aðild að Nató í víkunni. Institute for the Study of War segir líklegt að Rússar séu hættir við að reyna að umkringja sveitir Úkraínu frá borginni Donetsk að Izyum og einbeiti sér nú að því að ná Luhansk-héraði. Til þess að gera það þurfa þeir að ná borginni Severodonetsk, sem hefur ekki gengið vel. Verð á hveiti hefur ekki verið hærra í tvo mánuði eftir að stjórnvöld á Indlandi bönnuðu útflutning á korninu til að freista þess að hemja verðið innanlands. Hveitiverð hefur hækkað um 60 prósent á þessu ári, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Umfangsmiklar heræfingar Nató hefjast í dag en þær fara fram í Eistlandi, Litháen, Póllandi og fleiri ríkjum. Um 30 þúsund hermenn munu taka þátt í æfingunum, sem voru í undirbúningi áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar. Þess er að vænta að bæði Finnar og Svíar sæki um aðild að Nató í víkunni. Institute for the Study of War segir líklegt að Rússar séu hættir við að reyna að umkringja sveitir Úkraínu frá borginni Donetsk að Izyum og einbeiti sér nú að því að ná Luhansk-héraði. Til þess að gera það þurfa þeir að ná borginni Severodonetsk, sem hefur ekki gengið vel. Verð á hveiti hefur ekki verið hærra í tvo mánuði eftir að stjórnvöld á Indlandi bönnuðu útflutning á korninu til að freista þess að hemja verðið innanlands. Hveitiverð hefur hækkað um 60 prósent á þessu ári, meðal annars vegna átakanna í Úkraínu. Umfangsmiklar heræfingar Nató hefjast í dag en þær fara fram í Eistlandi, Litháen, Póllandi og fleiri ríkjum. Um 30 þúsund hermenn munu taka þátt í æfingunum, sem voru í undirbúningi áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira