Kysst í bak og fyrir þegar hún kom inn á sem varamaður Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 11:00 Claudia Pina, Patri Guijarro og Melanie Serrano fagna hér sigri Barcelona í Meistaradeildinni. Getty/Alex Caparros Óvenjuleg skipting fór fram í lokaleik spænsku meistaranna í Barcelona í kvennadeildinni á Spáni í gær en allir leikmennirnir tuttugu og tveir inn á vellinum stilltu þá sér upp við miðlínuna í miðjum leik. Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira
Ástæðan var sú að þarna var goðsögn í sögu Barcelona að kveðja fótboltann. Spænska knattspyrnukonan Melanie Serrano hefur ákveðið að setja skóna upp á hillu en hún lék sinn síðasta leik með Barcelona í gær. Þegar Serrano kom inn á völlinn á 65. mínútu stóðu allir leikmenn Barcelona og Atlético Madrid í heiðursvörð á miðjunni, tóku á móti henni og hylltu. Margir leikmenn gengu svo langt að kyssa hana í bak og fyrir. Serrano hefur verið í átján ár hjá Barcelona og þetta var leikur númer 517 fyrir félagið sem er met. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni) Hún er nú 32 ára gömul og spilar vanalega sem vinstri bakvörður eða inn á miðjunni. Serrano hefur verið leikmaður aðalliðs Börsunga frá árinu 2007 en kom fyrst inn í unglingastarf félagsins árið 2003. Serrano var að vinna spænsku deildina í sjöunda skiptið með Barcelona í vetur en hún hefur einnig orðið bikarmeistari sjö sinnum og vann Meistaradeildina í fyrsta skiptið í fyrra. Barcelona vann leikinn 2-1 og vann þar með alla þrjátíu leiki sína á tímabilinu. Markatala liðsins var 148 mörk í plús eða 159-11. Það eru samt tveir leikir eftir á tímabilinu en það er úrslitaleikur Meistaradeildarinnar á móti Olympique Lyonnais 21. maí og úrslitaleikur spænsku bikarkeppninnar á móti Real Madrid 25. maí. Þetta var aftur á móti síðasti heimaleikur hennar og væntanlega er jafnframt ekki búist við því að hún taki þátt í úrslitaleikjunum tveimur. Eftir leikinn þá fékk Serrano tvíburana sína í fangið sem hún eignaðist með kærustu sinni Löru Salmerón. Það má sjá hana með Natura ig Itzel hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by FC Barcelona Femeni (@fcbfemeni)
Spænski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Í beinni: Milan - Juventus | Gamla konan enn taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sjá meira