Lorenzo Insigne spilaði þarna sinn síðasta heimaleik með Napoli en liðið vann þá 3-0 sigur á Genoa í Seríu A. Insigne skoraði annað mark liðsins úr vítaspyrnu.
Þessi dagur snerist mikið um Insigne en fyrir leik gekk hann inn á völlinn með tveimur sonum sínum á meðan bæði liðin stóðu heiðursvörð. Eftir leikinn átti hann erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann gekk heiðurshring á meðan stuðningsmenn Napoli hylltu hann.
Insigne er þrítugur og hefur verið leikmaður Napoli frá 2006 en með aðalliðinu frá 2010. Fyrir utan að fara þrisvar á láni í upphafi ferilsins þá hefur hann spilað með Napili alla tíð.
Þetta er tíunda alvöru tímabil hans með aðalliði Napoli og kappinn hefur skorað 96 mörk í 336 deildarleikjum með liðinu.
Insigne og Napoli náðu ekki saman um nýjan samning og hann tilkynnti síðan að hann væri búinn að gera samning við MLS-liðið Toronto FC í bandaríska fótboltanum.
Eftir leikinn fékk Insigne líka bikar að gjöf. Sá var ekki að minni gerðinni og þar sem Insigne er aðeins 163 sentímetrar á hæð þá var bikarinn næstum því stærri en hann.
GRAZIE CAPITANO!
— Official SSC Napoli (@sscnapoli) May 15, 2022
#ForzaNapoliSempre pic.twitter.com/ZakyPObUrL