Sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins er í Ölfusi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. maí 2022 11:18 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss, er í skýjunum með árangur flokksins. Elliði er harður Sjálfstæðismaður og var ráðinn bæjarstjóri að loknum kosningunum 2018. Áður var hann bæjarstjóri í Vestmannaeyjum í tólf ár þar til flokkurinn beið lægri hlut í kosningunum fyrir fjórum árum. Vísir/Magnús Hlynur Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Ölfusi, fagnar niðurstöðunum í sveitarstjórnarkosningunum um helgina. Elliði hefur lagst yfir tölurnar og fundið út úr því að fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aldrei mælst hærra í sveitarfélaginu. Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi. Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn mældist með 55,9 prósenta fylgi í kosningunum um helgina. Flokkurinn hélt fjórum fulltrúum sínum og þannig meirihluta en sjö bæjarfulltrúar eru í sveitarfélaginu. Framfarasinnar fengu 30,5 prósenta fylgi og tvo fulltrúa á meðan Íbúaflokkurinn fékk einn fulltrúa með 13,7 prósenta fylgi. Meirihlutinn hélt því og vel það. „Þegar rykið sest og farið er að rýna í tölur kemur ýmislegt áhugavert í ljós. Það er áhugavert að ekki eingöngu er D-listinn í Ölfusi með mesta fylgi allra D-lista á landinu (amk. í stærri sveitarfélögum) heldur hefur hann aldrei í sögu þessa sveitarfélags fengið jafn mikið fylgi,“ segir Elliði í færslu á Facebook. Meðal fylgi Sjálfstæðisflokksins á öldinni sé um 40 prósent. Nú hafi fylgið verið tæplega helmingi meira eða 56 prósent. „Umboðið er því skýrt, íbúar vilja bjartsýni, gleði og skýra framtíðarsýn,“ segir Elliði. Elliði birtir þessa mynd með færslu sinni í morgun. Hún sýnir fylgi Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnarkosningum frá 2002 til 2022.Elliði Vignisson Ef litið er yfir stærstu sveitarfélög landsins er afar fátítt að nokkur flokkur fái yfir fimmtíu prósent fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur um árabil átt bæjarstjórastólinn vísan í Garðabæ og Seltjarnarnesi. Engin breyting varð á því um helgina þótt fylgið fari minnkandi í báðum sveitarfélögum. Hreinn meirihluti hélt. Þannig fékk flokkurinn 50,1 prósent á Nesinu sem skilaði fjórum bæjarfulltrúum af þeim sjö sem í boði eru. Í Garðabænum fékk flokkurinn 49,1 prósent sem tryggði flokknum sjö bæjarfulltrúa af ellefu. Flokkurinn fagnaði svo góðum árangri í Árborg með 46,4 prósenta fylgi sem skilabði hreinum meirihluta, sex fulltrúum af ellefu. Framsóknarflokkurinn gældi svo við fimmtíu prósentin í Borgarbyggð hvar flokkurinn náði hreinum meirihluta fulltrúa, fimm af níu, með 49,7 prósenta fylgi.
Ölfus Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Lokatölur frá Ölfusi: Meirihlutinn heldur Á kjörskrá í Ölfusi 1.811. Sjö bæjarfulltrúar eiga sæti í bæjarstjórn. 15. maí 2022 02:00