„Skrýtnasta dómgæsla sem ég hef séð“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2022 11:59 Árbæingar fóru ósáttir af Skallagrímsvelli í gærkvöld. Eiður Snær Unnarsson, leikmaður liðsins, fór meiddur af velli eftir korters leik eftir olnbogaskot. wikimapia.org/@fcarbaer Forráðamenn knattspyrnuliðsins FC Árbæjar ætla að leita réttar síns hjá KSÍ eftir að hafa komist að því að dómari í fyrsta leik þeirra í 4. deildinni í sumar, gegn Skallagrími í Borgarnesi í gærkvöld, hefur leikið með Skallagrími síðustu ár. Dómarinn Davíð Guðmundsson hefur verið skráður í Skallagrím síðustu ár og spilaði í fyrrasumar fjóra leiki fyrir liðið. Hann var svo dómari í 4-2 sigri Skallagríms gegn FC Árbæ í 4. deild í gær. Leikmenn Árbæjar segja dómgæsluna í leiknum hafa verið hreinasta fíaskó og félagið óskar eftir því að verða dæmdur 3-0 sigur eða að leikurinn verði endurtekinn. „Dómarinn missti tökin strax í upphafi leiks. Við komum þarna til að fá þrjú stig og komumst yfir á 6. mínútu en svo byrjuðu þessar skrýtnu ákvarðanir hjá dómaranum. Hann gat aldrei tekið ákvörðun og staðið með henni, heldur breytti í hitt og þetta. Þetta var mjög óvanalegt og maður sá að gæinn var ekki tilbúinn í þetta. Svo frétti maður að þetta væri leikmaður Skallagríms og þá fannst manni þetta alveg fáránlegt,“ sagði Pape Mamadou Faye, reynslumesti leikmaður Árbæjar. Pape Mamadou Faye segist á löngum ferli aldrei hafa kynnst annarri eins dómgæslu. Hann segir þátt KSÍ í málinu sérstaklega gagnrýniverðan. Fréttu þetta í hálfleik frá leikmönnum Skallagríms Pape segist á löngum ferli í íslenska boltanum aldrei hafa kynnst öðru eins. Það hafi farið illa í menn að komast að því í leiknum að dómarinn væri Skallagrímsmaður: „Við fréttum þetta í hálfleik held ég, frá leikmönnum Skallagríms. Þeir sögðu bara „já, þetta er einn af okkar mönnum.“ Bíddu, ha? Er maður sem er héðan og klæðist þessum búningi að dæma þennan leik? Ég ætla samt ekkert að setja út á úrslitin, þeir áttu fullkomlega skilið að vinna þennan leik, en dómarinn missti tökin strax í byrjun.“ Dómarastjóri KSÍ: Mistök sem við hörmum Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, segir að því miður geti það gerst að „heimamenn“ dæmi leiki í neðri deildum á Íslandi, hvort sem það sé sem aðstoðar- eða aðaldómarar. Það gerist helst í dreifðari byggðum landsins þar sem skortur sé á dómurum, til að forðast að kostnaður við dómgæslu hlaupi á hundruðum þúsunda króna. „En í þessu tilviki eru þetta mistök sem við hörmum að sjálfsögðu. Við hefðum í þessu tilviki getað mannað leikinn með öðrum dómara. Við höfðum ekki hugmynd um að hann væri tengdur Skallagrími á þennan hátt,“ segir Magnús. „Við erum að raða í 2-300 störf í hverri einustu viku yfir sumartímann og á neðsta stigi getur þetta alveg gerst. Við megum ekki missa kostnaðinn alveg úr böndunum. Við reynum að koma í veg fyrir þetta en stundum er það ekki hægt,“ segir Magnús. FC Árbær hóf leiktíðina í 4. deild í Borgarnesi og spilar næst gegn Herði á Ísafirði á laugardaginn.FC Árbær Pape ítrekar að Skallagrímur hafi átt skilið að vinna en dómgæslan hafi engu að síður verið í hæsta máta óvenjuleg: „Ég var til dæmis sloppinn einn í gegn í seinni hálfleik, í stöðunni 3-2, þegar brotið var á mér. Það er auðvitað rautt spjald þar sem þetta var aftasti varnarmaður en dómarinn gat einhvern veginn aldrei tekið ákvörðun sjálfur. Það fannst mér svolítið skrýtið. Ég vil samt ekki gagnrýna hann of mikið. Sökin er fyrst og fremst KSÍ að láta mann sem skráður er í félagið fá flautuna. Það er eitthvað mikið að þegar svo er,“ segir Pape. Þakkir til aðstoðardómaranna fyrir að taka nokkrar mínútur í að sannfæra aðaldómara um að breyta vítaspyrnu fyrir Skallagrím yfir í verðskuldaða aukaspyrnu fyrir okkur eftir olnbogaskot í andlitið. Meira tjáum við okkur ekkium dómgæsluna í leiknum í bili. Málið er í vinnslu https://t.co/OcvEZo3I7R pic.twitter.com/Sxs1UcChhz— FC Árbær (@fcarbaer) May 17, 2022 Þá voru Árbæingar ósáttir við að missa Eið Snæ Unnarsson meiddan af velli snemma leiks, þegar dómarinn hugðist dæma á hann víti, en Pape sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 segist aldrei hafa séð annað eins: „Gæinn er með boltann úti við horn og gefur honum olnbogaskot. Dómarinn dæmir ekki neitt og svo eru þeir eitthvað að kljást inni í teig, og einhvern veginn dæmir hann eitthvað sem er alls ekkert vit í. Víti. Það fóru allir að mótmæla. Þetta var skrýtnasta dómgæsla sem ég hef séð. Hann sá svo manninn liggjandi þarna, illa farinn í smettinu, og fór þá í að breyta sinni ákvörðun. Heilt yfir sá maður það strax í upphafi að þetta væri ekki rétti maðurinn til að dæma þennan leik.“ Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Dómarinn Davíð Guðmundsson hefur verið skráður í Skallagrím síðustu ár og spilaði í fyrrasumar fjóra leiki fyrir liðið. Hann var svo dómari í 4-2 sigri Skallagríms gegn FC Árbæ í 4. deild í gær. Leikmenn Árbæjar segja dómgæsluna í leiknum hafa verið hreinasta fíaskó og félagið óskar eftir því að verða dæmdur 3-0 sigur eða að leikurinn verði endurtekinn. „Dómarinn missti tökin strax í upphafi leiks. Við komum þarna til að fá þrjú stig og komumst yfir á 6. mínútu en svo byrjuðu þessar skrýtnu ákvarðanir hjá dómaranum. Hann gat aldrei tekið ákvörðun og staðið með henni, heldur breytti í hitt og þetta. Þetta var mjög óvanalegt og maður sá að gæinn var ekki tilbúinn í þetta. Svo frétti maður að þetta væri leikmaður Skallagríms og þá fannst manni þetta alveg fáránlegt,“ sagði Pape Mamadou Faye, reynslumesti leikmaður Árbæjar. Pape Mamadou Faye segist á löngum ferli aldrei hafa kynnst annarri eins dómgæslu. Hann segir þátt KSÍ í málinu sérstaklega gagnrýniverðan. Fréttu þetta í hálfleik frá leikmönnum Skallagríms Pape segist á löngum ferli í íslenska boltanum aldrei hafa kynnst öðru eins. Það hafi farið illa í menn að komast að því í leiknum að dómarinn væri Skallagrímsmaður: „Við fréttum þetta í hálfleik held ég, frá leikmönnum Skallagríms. Þeir sögðu bara „já, þetta er einn af okkar mönnum.“ Bíddu, ha? Er maður sem er héðan og klæðist þessum búningi að dæma þennan leik? Ég ætla samt ekkert að setja út á úrslitin, þeir áttu fullkomlega skilið að vinna þennan leik, en dómarinn missti tökin strax í byrjun.“ Dómarastjóri KSÍ: Mistök sem við hörmum Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, segir að því miður geti það gerst að „heimamenn“ dæmi leiki í neðri deildum á Íslandi, hvort sem það sé sem aðstoðar- eða aðaldómarar. Það gerist helst í dreifðari byggðum landsins þar sem skortur sé á dómurum, til að forðast að kostnaður við dómgæslu hlaupi á hundruðum þúsunda króna. „En í þessu tilviki eru þetta mistök sem við hörmum að sjálfsögðu. Við hefðum í þessu tilviki getað mannað leikinn með öðrum dómara. Við höfðum ekki hugmynd um að hann væri tengdur Skallagrími á þennan hátt,“ segir Magnús. „Við erum að raða í 2-300 störf í hverri einustu viku yfir sumartímann og á neðsta stigi getur þetta alveg gerst. Við megum ekki missa kostnaðinn alveg úr böndunum. Við reynum að koma í veg fyrir þetta en stundum er það ekki hægt,“ segir Magnús. FC Árbær hóf leiktíðina í 4. deild í Borgarnesi og spilar næst gegn Herði á Ísafirði á laugardaginn.FC Árbær Pape ítrekar að Skallagrímur hafi átt skilið að vinna en dómgæslan hafi engu að síður verið í hæsta máta óvenjuleg: „Ég var til dæmis sloppinn einn í gegn í seinni hálfleik, í stöðunni 3-2, þegar brotið var á mér. Það er auðvitað rautt spjald þar sem þetta var aftasti varnarmaður en dómarinn gat einhvern veginn aldrei tekið ákvörðun sjálfur. Það fannst mér svolítið skrýtið. Ég vil samt ekki gagnrýna hann of mikið. Sökin er fyrst og fremst KSÍ að láta mann sem skráður er í félagið fá flautuna. Það er eitthvað mikið að þegar svo er,“ segir Pape. Þakkir til aðstoðardómaranna fyrir að taka nokkrar mínútur í að sannfæra aðaldómara um að breyta vítaspyrnu fyrir Skallagrím yfir í verðskuldaða aukaspyrnu fyrir okkur eftir olnbogaskot í andlitið. Meira tjáum við okkur ekkium dómgæsluna í leiknum í bili. Málið er í vinnslu https://t.co/OcvEZo3I7R pic.twitter.com/Sxs1UcChhz— FC Árbær (@fcarbaer) May 17, 2022 Þá voru Árbæingar ósáttir við að missa Eið Snæ Unnarsson meiddan af velli snemma leiks, þegar dómarinn hugðist dæma á hann víti, en Pape sem lék sinn fyrsta meistaraflokksleik árið 2007 segist aldrei hafa séð annað eins: „Gæinn er með boltann úti við horn og gefur honum olnbogaskot. Dómarinn dæmir ekki neitt og svo eru þeir eitthvað að kljást inni í teig, og einhvern veginn dæmir hann eitthvað sem er alls ekkert vit í. Víti. Það fóru allir að mótmæla. Þetta var skrýtnasta dómgæsla sem ég hef séð. Hann sá svo manninn liggjandi þarna, illa farinn í smettinu, og fór þá í að breyta sinni ákvörðun. Heilt yfir sá maður það strax í upphafi að þetta væri ekki rétti maðurinn til að dæma þennan leik.“
Fótbolti Íslenski boltinn Skallagrímur Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira