Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 11:52 Framboð á íbúðarhúsnæði er enn langt í frá því að anna eftirspurninni. Vísir/Vilhelm Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30
AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40