Valur og Tindastóll mætast í oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Origo-höllinni á Hlíðarenda í kvöld. Eftivæntingin fyrir leiknum er mikil og það er löngu uppselt á hann.
Helga Vala sem og fleiri eru spenntir fyrir oddaleiknum og hún mætti í fagurrauðum Valsbol í pontu á Alþingi í dag.
Eiginmaður Helgu Völu, Grímur Atlason, er í stjórn körfuknattleiksdeildar Vals og dóttir þeirra, Ásta Júlía, spilar með liðinu.
Helga Vala hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna síðan 2017. Hún hefur verið formaður þingflokks Samfylkingarinnar frá því í fyrra.
Leikur Vals og Tindastóls hefst klukkan 20:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun Subway Körfuboltakvölds hefst klukkan 19:15. Þá verða leiknum gerð góð skil á Vísi.