Heyr mína bæn, kæra sveitarstjórn Margrét Hugadóttir skrifar 19. maí 2022 13:30 10 aðgerðir sem sveitastjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Heilbrigð vistkerfi eru þjóðaröryggismál. Þegar kerfi Jarðar eru í jafnvægi eru meiri líkur á að mannkynið hafi það sem það þarf til að lifa. Við þurfum mat, vatn og skjól til að lifa. Einnig þurfa samfélög fólks að búa við nægjanlegt hreinlæti, menntun og heilbrigðisþjónustu. Mikil þörf er á aukinni aðkomu og vinnu sveitarfélaga að loftslagsmálum. Meirihlutaviðræður fara fram um þessar mundir. Nýjar sveitastjórnir og þær sem hafa endurnýjað umboð sitt taka senn til starfa. Eitt af stærstu verkefnum sveitastjórna er að tryggja áframhaldandi lífsgæði okkar á Jörðinni. Við köllum eftir alvöru loftslagsaðgerðum hjá sveitastjórnum. Staðan er sú að við þurfum að taka til aðgerða strax. Athafnir okkar mannanna hafa valdið mikilli aukningu á losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda úr í andrúmsloftið. Þetta veldur auknum öfgum í veðurfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Við erum hluti af náttúrunni. Lausnir á þeim vanda sem við stöndum fyrir snúast um að vinna með henni en ekki gegn henni. Verndum náttúruna og drögum úr losun Með því að vernda 30 prósent hafsvæða og 30 prósent landssvæða í heiminum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá til dæmis þessa úttekt McKinsey á hagrænum þáttum náttúruverndar. Á Íslandi má finna mikið af óraskaðri náttúru. Er hún í senn verðmæt fyrir framtíðarkynslóðir og lífbreytileika á Jörðinni. Landvernd vill leiðbeina sveitastjórnum og bendir hér á aðgerðir sem grípa má til strax í dag. 1. Leggið áherslu á að orkusparnað. Góð hagræðing getur falist í því að skipta venjulegum ljósaperum yfir í orkusparnaðar perur. Þá er einnig hægt að skipta yfir í tæki (prentara, tölvur, ljósritunarvélar, kaffivélar, sjónvarp, heimilistæki, sódavatns- og vatnstæki o.s.frv.) sem nota litla orku. Taka skal í notkun orkustjórnunarkerfi í byggingum sveitarfélagsins og miðstýrt innritunarskýrslukerfi. Stjórnunarkerfi gefur möguleika á betra eftirliti og þar með að koma upp um villur og slæma frammistöðu, og hægt er þá að grípa inn í með úrbótum. 2. Verndið lífbreytileikann í sveitarfélaginu. Röskuð vistkerfi má endurheimta en mikilvægast er að koma í veg fyrir skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Með fjölbreytninni erum við betur í stakk búin að takast á við breytingar, en með einsleitni. 3. Græn atvinnusköpun Ýmsar atvinnugreinar teljast annað hvort grænar eða búa yfir mikilvægum tækifærum til fjölgunar grænna starfa. Græn störf efla græna hagkerfið og geta minnkað kolefnislosun. Mikilvægt er að draga úr mengandi orkusóandi iðnaði. 4. Einangrun og endurnýjun bygginga. Endurgerð og betri einangrun opinberra bygginga getur í mörgum tilfellum hjálpað til við að draga úr húshitun og getur á sama tíma myndað betra loft inni í byggingum. Þar sem hitanotkun í byggingum sveitarfélagsins er stór þáttur af CO2 losun sveitarfélagsins, getur hér verið um að ræða veigamikinn möguleika á að draga úr útblæstri. 5. Skilvirkni í hitaveitukerfum sveitarfélaga. Ef sveitarfélagið rekur hitaveitu geta falist mikil tækifæri með því að hagræða, og hugsanlega skipta yfir í aðra og umhverfisvænni tegund orku. Skilvirkari hitaveita getur haft mikil áhrif á losun CO2. Hægt er að víkka út hitaveitu með því að virkja t.d. sólarorku og varmageymslur eða með því að nýta varmadælur (geotermi/gethermal gradient). 6. Sólarsellur. Uppsetning á sólarsellum veitir stöðugt rafmagn beint frá sólarorkunni. 7. Vegalýsing. Skipta yfir í orkusparandi ljósgjafa (LED) eða snjallstýringu á ljósstyrk. 8. Samgöngur Almenningssamgöngur: Styðja þarf við almenningssamgöngur þannig að auðvelt sé að ferðast á milli svæða og ódýrt. Hljóla-og göngustígar: Hvetja borgara og starfsmenn sveitarfélagsins að ganga eða hjóla og fara í endurbætur og hjóla- og göngustígum sveitarfélagsins. Orkusparneytnir bílar: Kaup á orkusparneytnum bílum til sveitarfélagsins. Framtíðarlausnin gæti verið að kaupa rafmagnsbíla. 9. Matur og moltugerð Auka þarf framboð á grænmetismat í mötuneytum á vegum sveitafélaga. Styðjið við matvælaframleiðendur í sveitarfélaginu og gerið innkaupssamninga. Matur úr heimabyggð smakkast ekki aðeins best, heldur hefur einnig minna kolefnisspor. Matur og annar lífrænn úrgangur veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda þegar hann er urðaður. Átak gegn matarsóun minnkar magn lífræns úrgangs og stuðlar að sjálfbærara samfélagi sem er í sátt og samlyndi við náttúruna. 10. Fræðsla Mikilvægt er að upplýsa starfsmenn sveitarfélagsins um mikilvægi þess að draga úr kolefnisútlosun og hvað starfsmenn og geta gert. Leggja skal áherslu á menntun til sjálfbærni í skólum þar sem unnið er á valdeflandi hátt að sjálfbærri þróun. Slík vinna dregur úr loftslagskvíða barna. Sveitastjórnir geta kynnt sér kolefnisbókhald og gerð aðgerðaáætlana í handbókinni Öndum Léttar sem má skoða hér. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Sveitarstjórnarmál Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Sjá meira
10 aðgerðir sem sveitastjórnir geta sett í forgang ef þeim er annt um umhverfið Náttúran og auðlindir Jarðar eru undirstaða heilbrigðs samfélags. Við byggjum við alla okkar tilveru á að gæta að jafnvægi þar á milli. Ef við tökum meira en náttúran gefur endar það með ósköpum. Hnignun hennar er ávísun á hnignun okkar. Stærsta ógnin sem stafar að mannkyni er hamfarahlýnun, eyðing náttúrunnar, búsvæða plantna og dýra og tap á líffræðilegri fjölbreytni. Heilbrigð vistkerfi eru þjóðaröryggismál. Þegar kerfi Jarðar eru í jafnvægi eru meiri líkur á að mannkynið hafi það sem það þarf til að lifa. Við þurfum mat, vatn og skjól til að lifa. Einnig þurfa samfélög fólks að búa við nægjanlegt hreinlæti, menntun og heilbrigðisþjónustu. Mikil þörf er á aukinni aðkomu og vinnu sveitarfélaga að loftslagsmálum. Meirihlutaviðræður fara fram um þessar mundir. Nýjar sveitastjórnir og þær sem hafa endurnýjað umboð sitt taka senn til starfa. Eitt af stærstu verkefnum sveitastjórna er að tryggja áframhaldandi lífsgæði okkar á Jörðinni. Við köllum eftir alvöru loftslagsaðgerðum hjá sveitastjórnum. Staðan er sú að við þurfum að taka til aðgerða strax. Athafnir okkar mannanna hafa valdið mikilli aukningu á losun koltvíoxíðs og annarra gróðurhúsalofttegunda úr í andrúmsloftið. Þetta veldur auknum öfgum í veðurfari, hækkun yfirborðs sjávar, bráðnun jökla og súrnun sjávar. Við erum hluti af náttúrunni. Lausnir á þeim vanda sem við stöndum fyrir snúast um að vinna með henni en ekki gegn henni. Verndum náttúruna og drögum úr losun Með því að vernda 30 prósent hafsvæða og 30 prósent landssvæða í heiminum má draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Sjá til dæmis þessa úttekt McKinsey á hagrænum þáttum náttúruverndar. Á Íslandi má finna mikið af óraskaðri náttúru. Er hún í senn verðmæt fyrir framtíðarkynslóðir og lífbreytileika á Jörðinni. Landvernd vill leiðbeina sveitastjórnum og bendir hér á aðgerðir sem grípa má til strax í dag. 1. Leggið áherslu á að orkusparnað. Góð hagræðing getur falist í því að skipta venjulegum ljósaperum yfir í orkusparnaðar perur. Þá er einnig hægt að skipta yfir í tæki (prentara, tölvur, ljósritunarvélar, kaffivélar, sjónvarp, heimilistæki, sódavatns- og vatnstæki o.s.frv.) sem nota litla orku. Taka skal í notkun orkustjórnunarkerfi í byggingum sveitarfélagsins og miðstýrt innritunarskýrslukerfi. Stjórnunarkerfi gefur möguleika á betra eftirliti og þar með að koma upp um villur og slæma frammistöðu, og hægt er þá að grípa inn í með úrbótum. 2. Verndið lífbreytileikann í sveitarfélaginu. Röskuð vistkerfi má endurheimta en mikilvægast er að koma í veg fyrir skerðingu á líffræðilegum fjölbreytileika. Með fjölbreytninni erum við betur í stakk búin að takast á við breytingar, en með einsleitni. 3. Græn atvinnusköpun Ýmsar atvinnugreinar teljast annað hvort grænar eða búa yfir mikilvægum tækifærum til fjölgunar grænna starfa. Græn störf efla græna hagkerfið og geta minnkað kolefnislosun. Mikilvægt er að draga úr mengandi orkusóandi iðnaði. 4. Einangrun og endurnýjun bygginga. Endurgerð og betri einangrun opinberra bygginga getur í mörgum tilfellum hjálpað til við að draga úr húshitun og getur á sama tíma myndað betra loft inni í byggingum. Þar sem hitanotkun í byggingum sveitarfélagsins er stór þáttur af CO2 losun sveitarfélagsins, getur hér verið um að ræða veigamikinn möguleika á að draga úr útblæstri. 5. Skilvirkni í hitaveitukerfum sveitarfélaga. Ef sveitarfélagið rekur hitaveitu geta falist mikil tækifæri með því að hagræða, og hugsanlega skipta yfir í aðra og umhverfisvænni tegund orku. Skilvirkari hitaveita getur haft mikil áhrif á losun CO2. Hægt er að víkka út hitaveitu með því að virkja t.d. sólarorku og varmageymslur eða með því að nýta varmadælur (geotermi/gethermal gradient). 6. Sólarsellur. Uppsetning á sólarsellum veitir stöðugt rafmagn beint frá sólarorkunni. 7. Vegalýsing. Skipta yfir í orkusparandi ljósgjafa (LED) eða snjallstýringu á ljósstyrk. 8. Samgöngur Almenningssamgöngur: Styðja þarf við almenningssamgöngur þannig að auðvelt sé að ferðast á milli svæða og ódýrt. Hljóla-og göngustígar: Hvetja borgara og starfsmenn sveitarfélagsins að ganga eða hjóla og fara í endurbætur og hjóla- og göngustígum sveitarfélagsins. Orkusparneytnir bílar: Kaup á orkusparneytnum bílum til sveitarfélagsins. Framtíðarlausnin gæti verið að kaupa rafmagnsbíla. 9. Matur og moltugerð Auka þarf framboð á grænmetismat í mötuneytum á vegum sveitafélaga. Styðjið við matvælaframleiðendur í sveitarfélaginu og gerið innkaupssamninga. Matur úr heimabyggð smakkast ekki aðeins best, heldur hefur einnig minna kolefnisspor. Matur og annar lífrænn úrgangur veldur mikilli losun gróðurhúsalofttegunda þegar hann er urðaður. Átak gegn matarsóun minnkar magn lífræns úrgangs og stuðlar að sjálfbærara samfélagi sem er í sátt og samlyndi við náttúruna. 10. Fræðsla Mikilvægt er að upplýsa starfsmenn sveitarfélagsins um mikilvægi þess að draga úr kolefnisútlosun og hvað starfsmenn og geta gert. Leggja skal áherslu á menntun til sjálfbærni í skólum þar sem unnið er á valdeflandi hátt að sjálfbærri þróun. Slík vinna dregur úr loftslagskvíða barna. Sveitastjórnir geta kynnt sér kolefnisbókhald og gerð aðgerðaáætlana í handbókinni Öndum Léttar sem má skoða hér. Höfundur er verkefnastjóri hjá Landvernd.
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar