Líkir úrslitaleiknum við hina fullkomnu kvikmynd en er sjálfri líkt við Iniesta og Busquets Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. maí 2022 09:00 Alexia Putellas er mögnuð í alla staði. EPA-EFE/Alejandro Garcia Alexia Putellas er prímusmótor Barcelona, besta fótboltaliðs í heimi. Hún mun stýra spili liðsins er það mætir Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu síðar í dag. Þar mætast nútíð og fortíð, besta lið heims gegn liðinu sem drottnaði yfir Evrópu til fjölda ára. Putellas, fyrirliði Barcelona og besta fótboltakona heims, mun leiða lið sitt út á Allianz-völlinn í Torínó síðar í dag. Hún var hluti af Barcelona-liði sem vann þrefalt á síðustu leiktíð og getur nú endurtekið leikinn. „Þetta er eins og hin fullkomna kvikmynd þar sem þetta byrjaði með tapi gegn þeim á sínum tíma. Við getum nú varið titilinn gegn liðinu sem sýndi okkur á hvaða getustig við þurftum að komast til að verða meistarar,“ sagði Putellas á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. Alexia Putellas is looking for a dream finale in Turin pic.twitter.com/rXlyFj9qLN— DAZN Football (@DAZNFootball) May 20, 2022 Liðið hefur í raun spilað betur á þessari leiktíð en þeirri síðustu, því til sönnunar er nóg að benda á að það vann alla 30 deildarleiki sína á Spáni. Þá hafa Börsungar einnig verið óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu. Það er ef frá er talinn leikur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú er komið að úrslitaleiknum og það gæti farið svo að önnur íslensk landsliðskona - fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir - sjái til þess að Putellas og öll Katalónía fari tárvot á koddann í kvöld. Minnir á Busquets og Iniesta Undanfarin misseri hafa ekki verið gjöful fyrir karlalið Barcelona. Á sama tíma hefur kvennalið félagsins blómstrað og þá sérstaklega prímusmótorinn Putellas. Aðspurður segir Antonio Contreras – þjálfari Putellas hjá Levante tímabilið 2011-2012 – að hún minni sig á bæði goðsögnina Andrés Iniesta og Sergio Busquets, einn besta djúpa miðjumann síðari ára. „Hún er mjög klók á vellinum, tæknilega góð en nú er hún mun taktískari en áður.“ "She reminds me of Busquets and Iniesta. She's very intelligent on the pitch, technically good but now she s more tactical."Barcelona's Alexia Putellas, the full story - from the rooftop pitch of her school, to a sold-out Camp Nou. @charlotteharpur https://t.co/6ZLoI7YzZp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 19, 2022 Missti föður sinn fyrir tvítugt Líf hinnar 28 ára gömlu Putellas hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum. Það eru tíu ár síðan hún missti föður sinn, en hann var hennar helsti aðdáandi. Mætti hann á alla leiki og hvatti stelpuna sína áfram. Það var í gegnum föðurættina sem áhugi Putellas á fótbolta kom. Áhugi sem leiddi til þess að hún spilaði með strákunum í skólanum, strákunum sem rifust um hver fengi að vera með Putellas í liði samkvæmt æskuvini hennar Marc Guinot. Það er því augljóst að þó faðir hennar hafi fallið frá fyrir áratug síðan þá hafði hann gríðarleg áhrif á feril dóttur sinnar. Feril sem flestum dreymir aðeins um. Leikur Barcelona og Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður líkt og öll keppnin sýnd á Youtube-rás DAZN. Hlekkur á útsendinguna sem og beina textalýsingu má finna hér á Vísi klukkan 16.30. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Putellas, fyrirliði Barcelona og besta fótboltakona heims, mun leiða lið sitt út á Allianz-völlinn í Torínó síðar í dag. Hún var hluti af Barcelona-liði sem vann þrefalt á síðustu leiktíð og getur nú endurtekið leikinn. „Þetta er eins og hin fullkomna kvikmynd þar sem þetta byrjaði með tapi gegn þeim á sínum tíma. Við getum nú varið titilinn gegn liðinu sem sýndi okkur á hvaða getustig við þurftum að komast til að verða meistarar,“ sagði Putellas á blaðamannafundi fyrir leik dagsins. Alexia Putellas is looking for a dream finale in Turin pic.twitter.com/rXlyFj9qLN— DAZN Football (@DAZNFootball) May 20, 2022 Liðið hefur í raun spilað betur á þessari leiktíð en þeirri síðustu, því til sönnunar er nóg að benda á að það vann alla 30 deildarleiki sína á Spáni. Þá hafa Börsungar einnig verið óstöðvandi í Meistaradeild Evrópu. Það er ef frá er talinn leikur gegn Sveindísi Jane Jónsdóttur og stöllum í Wolfsburg í síðari leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. Nú er komið að úrslitaleiknum og það gæti farið svo að önnur íslensk landsliðskona - fyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir - sjái til þess að Putellas og öll Katalónía fari tárvot á koddann í kvöld. Minnir á Busquets og Iniesta Undanfarin misseri hafa ekki verið gjöful fyrir karlalið Barcelona. Á sama tíma hefur kvennalið félagsins blómstrað og þá sérstaklega prímusmótorinn Putellas. Aðspurður segir Antonio Contreras – þjálfari Putellas hjá Levante tímabilið 2011-2012 – að hún minni sig á bæði goðsögnina Andrés Iniesta og Sergio Busquets, einn besta djúpa miðjumann síðari ára. „Hún er mjög klók á vellinum, tæknilega góð en nú er hún mun taktískari en áður.“ "She reminds me of Busquets and Iniesta. She's very intelligent on the pitch, technically good but now she s more tactical."Barcelona's Alexia Putellas, the full story - from the rooftop pitch of her school, to a sold-out Camp Nou. @charlotteharpur https://t.co/6ZLoI7YzZp— The Athletic UK (@TheAthleticUK) May 19, 2022 Missti föður sinn fyrir tvítugt Líf hinnar 28 ára gömlu Putellas hefur hins vegar ekki alltaf verið dans á rósum. Það eru tíu ár síðan hún missti föður sinn, en hann var hennar helsti aðdáandi. Mætti hann á alla leiki og hvatti stelpuna sína áfram. Það var í gegnum föðurættina sem áhugi Putellas á fótbolta kom. Áhugi sem leiddi til þess að hún spilaði með strákunum í skólanum, strákunum sem rifust um hver fengi að vera með Putellas í liði samkvæmt æskuvini hennar Marc Guinot. Það er því augljóst að þó faðir hennar hafi fallið frá fyrir áratug síðan þá hafði hann gríðarleg áhrif á feril dóttur sinnar. Feril sem flestum dreymir aðeins um. Leikur Barcelona og Lyon í úrslitum Meistaradeildar Evrópu verður líkt og öll keppnin sýnd á Youtube-rás DAZN. Hlekkur á útsendinguna sem og beina textalýsingu má finna hér á Vísi klukkan 16.30.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Daníel Tristan skoraði í svekkjandi jafntefli Barcelona Spánarmeistari Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina Glódís fær nýjan þjálfara Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Styrkir til strákanna í Fylki og Selfossi úr minningarsjóði Egils Hrafns „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ „Elska að horfa á FH“ Agla María snýr aftur í landsliðið Blaðamannafundur KSÍ: Þorsteinn tilkynnti hópinn Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Maður Serenu kaupir hlut í Chelsea Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Umboðsmenn Huijsen mættir til Madrídar Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Awoniyi vaknaður eftir lífshættulegar en vel heppnaðar aðgerðir Segist ekki ætla að hætta en viðurkennir að hann gæti verið rekinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Dramatísk endurkoma Real hélt veikum vonum á lífi Bologna bikarmeistari eftir sigur á AC Milan Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn