Augnablik vann 2-1 útisigur á Fjölni í Grafarvogi. Sara Montoro kom heimaliðinu yfir en Júlía Katrín Baldvinsdóttir og Díana Ásta Guðmundsdóttir skoruðu tvívegis fyrir gestina með mínútu millibili í síðari hálfleik.
Á Sauðárkróki vann HK 1-0 útisigur á Tindastóli þökk sé marki Isabellu Evu Aradóttur á 34. mínútu.
Á Ásvöllum var Fylkir í heimsókn. Fór það svo að Haukar unnu 3-1 sigur þrátt fyrir að Vienne Behnke hafi komið Fylki yfir. Keri Michelle Birkenhead svaraði með þremur mörkum fyrir Hauka, tveimur í fyrri hálfleik og einu í síðari hálfleik.
Stöðuna í deildinni má finna á vef Knattspyrnusambands Íslands.