Leikhléin sýna hvernig Erlingur greip í taumana í báðum hálfleikjum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. maí 2022 12:30 Erlingur Birgir Richardsson tókst að stýra ÍBV-liðinu til sigurs á Val án tveggja bestu skyttna liðsins, þeirra Rúnars Kárasonar og Sigtryggs Daða Rúnarssonar, sem sjást hér fyrir aftan hann eftir að þeir meiddust í leik eitt. Vísir/Hulda Margrét Eyjamönnum tókst að jafna metin í úrslitaeinvígi sínu á móti Val í gær og vera um leið fyrsta liðið í þessari úrslitakeppni sem fagnar sigri á móti þessu öfluga Valsliði. Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19) Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Valsmenn höfðu keyrt yfir Eyjamenn í fyrsta leiknum ekki síst í fyrri hálfleik sem liðið vann með þrettán mörkum, 22-9. Í leiknum í gær gerðu Valsmenn sig líklega til að bruna yfir heimamenn í báðum hálfleikjum en skynsamur þjálfari Eyjamanna, Erlingur Birgir Richardsson, tókst að vekja sína menn í bæði skiptin. Erlingur tók tvö leikhlé í fyrsta leiknum, það fyrsta í stöðunni 7-2 fyrir Val og það seinna í stöðunni 17-7 en tókst ekki að snúa við blaðinu fyrr en í hálfleiknum. Eyjamenn bitu aðeins frá sér í seinni hálfleik á fyrsta leiknum en munurinn fór þó bara úr þrettán mörkum niður í tíu mörk. Valsliðið gerði sig þar með líklegt til að bruna yfir Eyjamenn aftur í Eyjum í gær og þurfti Erlingur að taka fyrsta leikhléið sitt eftir rétt rúma átta og hálfa mínútu. Þá voru Valsmenn komnir fjórum mörkum yfir, 7-3, og það stefndi óefni. Erlingi tókst að vekja sína menn sem minnkuðu muninn niður í eitt mark fyrir hlé og fengu líka tækifæri til að jafna metin en klúðruðu víti í síðasta kasti hálfleiksins. Valsmenn hófu seinni hálfleikinn af sama krafti og voru skyndilega komnir fimm mörkum yfir á ný, 20-15. Erlingur tók nú leikhlé þegar rúm fimm og hálf mínúta var liðin af hálfleiknum. Aftur tókst Eyjamönnum að snúa við blaðinu eftir að hafa fengið orð í eyra frá Erlingi. Þeir komu sér aftur inn í leikinn og náðu síðan að landa sigri með frábærum lokamínútum. Þetta þýðir að Valsmenn unnu byrjun beggja hálfleikja með samtals átta marka mun en Eyjamenn skoruðu tíu mörkum meira en gestirnir eftir að hafa fengið þessi góðu ráð frá þjálfara sínum. Eyjamenn verða að reyna að hægja á Valsmönnum og þeirra hröðu miðju til þess að fækka ódýru mörkunum. Það tókst hjá þeim í Eyjum í gær eftir smá basl í byrjun fyrri og seinni en Eyjavörnin fékk því í framhaldinu betri og fleiri tækifæri til að stilla sér upp og sýna mátt sinn. Það er hins vegar ljóst að Eyjamenn hafa ekki efni á því að byrja hálfleikina svona illa. Næsti leikur er á Hlíðarenda á miðvikudaginn kemur. Hvort fyrsti leikurinn hafi verið slys kemur þá fyrst almennilega í ljós. Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Eyjamenn fyrir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (eftir 8:35): Valur +4 (7-3) Í seinni hálfleik (eftir 5:40): Valur +4 (5-1) Samtals: Valur +8 (12-4) - Eyjamenn eftir leikhlé Erlings Í fyrri hálfleik (síðustu 21:25): ÍBV +3 (11-8) Í seinni hálfleik (síðustu 24:20): ÍBV +7 (18-11) Samtals: ÍBV +10 (29-19)
Olís-deild karla Valur ÍBV Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira