Byrjum á rafrænu sjúkraskránni Steinunn Þórðardóttir skrifar 23. maí 2022 12:30 Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þórðardóttir Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að augu stjórnvalda beinist í auknum mæli að nýsköpun tengdri heilbrigðisþjónustu. McKinsey skýrslan tíundaði með ógnvekjandi hætti hvers konar útgjaldaaukning er yfirvofandi fram til ársins 2040 ef ekki kemur til bylting varðandi nýsköpun og stafrænar lausnir. Raunar þarf einnig að verða bylting varðandi kjör og starfsaðstæður heilbirgðisstétta samhliða þessu, því stafrænar lausnir og nýsköpun duga skammt ef sérhæft starfsfólk fæst ekki til þessara starfa í framtíðinni. Háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra boðar nú úthlutun styrkja til fumkvöðla- og sprotafyrirtækja í nýsköpun til að bregðast við hrópandi þörf á betri lausnum innan heilbrigðiskerfisins. Læknafélag Íslands skorar á háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra að tryggja breitt samráð og þarfagreiningu áður en lengra er haldið til að tryggja að þessir fjármunir lendi á borði þeirra sem mestu geta skilað heilbrigðiskerfinu til heilla. Læknar og annað heilbrigðisstarfsfólk býr í veruleika kerfisins alla daga og brestirnir eru okkur augljósir og eins hvaða lausnir er brýnast að þróa. Þar ber fyrst að nefna rafrænt sjúkraskrárkerfi. Sögukerfið var sett á laggirnar árið 1992 og var í raun bein yfirfærsla á eyðublöðum sem áður höfðu verið á pappír yfir á rafrænt form. Þetta kerfi er löngu orðið barn síns tíma, er þungt í vöfum, tímafrekt í notkun og gefur mjög takmarkaða yfirsýn, langan tíma tekur að innleiða breytingar og það talar illa við önnur kerfi. Ofan á Sögukerfið hefur verið bætt ýmsum lausnum í þeirri viðleitni að sníða vankantana af Sögukerfinu og eins hafa sumar stofnanir og fyrirtæki ákveðið að nota önnur kerfi fyrir sín sjúkraskrárgögn. Það skýtur skökku við að í litlu samfélagi eins og íslensku samfélagi hafi ekki tekist að innleiða samræmt rafrænt sjúkraskrárkerfi á landsvísu þar sem sjúkraskráin er eign einstaklingsins og fylgir honum hvert sem hann kýs að sækja sér þjónustu. Eins er mikil sóun fólgin í því að mörg kerfi séu í notkun sem ekki tala saman og að upplýsingar, jafnvel lífsnauðsynlegar, flæði ekki á milli kerfa. Kerfin styðja ekki heilbrigðisstarfsmanninn nægilega vel við sína vinnu og virka ekki nema að mjög takmörkuðu leyti til að tryggja öryggi sjúklinga, en í nútíma stafrænu umhverfi myndi maður telja sjálfsagt að viðvaranir og áminningar væru innbyggðar í rafræn kerfi til að minnka líkur á mannlegum mistökum. Þessu er ábótavant í dag. Nokkrir innlendir aðilar hafa beitt sér á vettvangi rafrænnar sjúkraskrár í þeirri viðleitni að bregðast við þessum veruleika og létta heilbrigðisstarfsfólki lífið. Mikilvægt er að þekking þeirra sé nýtt í framhaldinu til þróunar alvöru lausna sem duga, en ekki til að setja enn fleiri plástra á það svöðusár sem við blasir í dag. Eins og fyrr segir fögnum við þeirri viðleitni að styrkja nýsköpun í heilbrigðisþjónustu. Við, sem störfum í fjársveltu kerfi dags daglega, sem oft og tíðum er ekki samkeppnishæft um sérhæft starfsfólk, væntum þess að þessum peningum verði úthlutað að mjög vel ígrunduðu máli og í samráði við heilbrigðisstarfsfólk sem best þekkir hvar skórinn kreppir. Ef sporna á við þeirri miklu kostnaðaraukningu sem blasir við til ársins 2040 höfum við ekki efni á öðru. Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar