Sjálfbærnivegferð Póstsins er hafin Ásdís Káradóttir skrifar 23. maí 2022 13:32 Stærsta áskorun Póstsins sem tengist sjálfbærni er losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar af bílaflotanum sem á síðasta ári ók um 5,5 milljónir km, ef allt er talið. Það er til mikils að vinna að finna leiðir til að draga úr þessari losun og við erum með áætlun um endurnýjun bílaflotans í smíðum. Fyrr eða síðar mun allur flotinn ganga fyrir innlendum orkugjöfum. Spurningin er bara hversu hratt það gerist. Svo litið sé á björtu hliðarnar þá fóru rafhjólin okkar um 400.000 km árið 2021. Þegar þau voru tekin í gagnið á sínum tíma leystu þau af hólmi bíla bréfberanna sem keyrðu á þeim inn í hverfin og gengu svo hús úr húsi með póstinn. Bréfasendingum hefur snarfækkað á síðustu árum og innleiðing rafhjólanna var afar umhverfisvænt skref, meðal annars því að nú þarf ekki lengur að koma við í hverju húsi með bréf. Sennilega leysum við ólíkar þarfir með mismunandi orkugjöfum. Hingað til hafa bílar sem ganga fyrir innlendum, vistvænum orkugjöfum ekki verið tiltækir eða ekki mætt öllum kröfum okkar um drægni, stærð, áreiðanleika o.fl. Tiltekinn hluti bílaflotans gengur fyrir rafmagni en rafmagnsbílar nýtast enn sem komið er aðeins í þéttbýli. Bílaframleiðendur leggja hins vegar ofuráherslu á að þróa og framleiða fjölbreytta rafbíla og með betri tækni hefur drægnin verið að aukast svo þeir eru að verða álitlegri kostur fyrir Póstinn. Við eigum einnig fáeina metanbíla en umgjörðin í kringum þá er ekki nógu öflug, aðeins hægt að fylla á þá hér fyrir sunnan og á Akureyri. Dísilflutningabílar hafa því hingað til verið einu kostirnir í stöðunni í landflutningum enda þurfa stóru flutningabílarnir okkar að fara langan veg í afar misjöfnum aðstæðum, umhleypingum og ófærð. Góðu fréttirnar eru að nýir dísilbílar menga mun minna en þeir eldri. Nú hillir svo loksins undir að við getum prófað vetnisbíla í samstarfi við íslenskt frumkvöðlafyrirtæki, Vetnis. Það eykur flækjustigið að setja þarf upp dýrar vetnisstöðvar úti um land um leið og vetnisbílarnir eru teknir í notkun en við bindum miklar vonir við þessa nýju tækni. Að horfast í augu við breytingar er áskorun Eins og gildir annars staðar í samfélaginu þarf Pósturinn að fá fólk með sér í lið í sjálfbærnimálum, fá alla til að horfast í augu við stöðuna í loftslagsmálum og finna hjá sér vilja til taka þátt í breytingum. Þar á ég bæði við starfsfólk og stjórnendur hjá Póstinum, viðskiptavini og birgja. Þegar mikið liggur við þurfa allir að leggjast á eitt, bæði fólk, fyrirtæki og stjórnvöld. Sýn Póstsins er að sjálfbærni verði samofin menningu fyrirtækisins þannig að allar ákvarðanir, smáar sem stórar, séu teknar með sjálfbærni í huga. Starfsfólk getur sem dæmi lagt sitt af mörkum með því að nýta vistvænan ferðamáta til og frá vinnu, velja mat með léttara kolefnisspori og taka flokkun úrgangs og endurvinnslu alvarlega. Stjórnendur sem bera ábyrgð á stóru ákvörðunum ættu alltaf að spá í umhverfisáhrifin sem þær hafa í för með sér – og auðvitað eiga þeir að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er á ábyrgð fyrirtækisins að fræða starfsfólk um sjálfbærni og hvetja það og styðja til góðra verka. Sem dæmi er hægt að bjóða upp á samgöngusamninga og góða aðstöðu fyrir hjólafólk á vinnustaðnum, huga að léttara kolefnisspori og hollustu matvæla í mötuneyti og á kaffistofum og sjá til þess að umgjörð fyrir flokkun sorps og endurvinnslu sé með besta móti. Pósturinn getur að auki gætt þess að innkaup séu vistvæn, beint viðskiptum sínum til umhverfisvottaðra fyrirtækja og hugað að orkusparnaði, svo fáein dæmi séu tekin. Við höfum þegar ráðist í fjölmargar aðgerðir sem snúast um fyrrnefnd atriði og stuðst við svokölluð græn skref Umhverfisstofnunar. Grænu skrefin eru ætluð ríkisaðilum sem vilja vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi sinni. Á síðasta ári lauk Pósturinn við fjögur af fimm grænum skrefum sem samtals fólu í sér meira en 130 smáar og stórar aðgerðir. Geta póstbox dregið úr losun? Við lítum á fjölgun póstboxa sem eitt mest spennandi tækifærið okkar. Í ár stefnum við að því að bæta við 60 nýjum póstboxum, um 30 á höfuðborgarsvæðinu og 30 á landsbyggðinni, og þá verða boxin á annað hundrað. Pósturinn sker sig frá öðrum dreifingarfyrirtækjum í því hversu víðtækt dreifingarkerfið okkar er. Við berum út pakka og bréf til allra heimila og fyrirtækja landsins. Með því hins vegar að bjóða viðskiptavinum upp á að sækja sjálfir pakka í póstboxin frekar en að fá þá heim að dyrum sláum við tvær flugur í einu höggi. Bæði kunna viðskiptavinir okkar mjög vel að meta að geta sótt og sent pakka þegar þeim hentar, þar sem þeim hentar, og erlendar rannsóknir sýna að það er umhverfisvænna, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þegar við fáum pakka í póstbox er nefnilega mikilvægt að nýta tækifærið til að sækja hann þegar við erum á ferðinni á annað borð. Við ættum aldrei að keyra sérstaklega eftir pakka í póstboxi. Best er reyndar að ganga eða hjóla eftir pakkanum. Til að það sé góður kostur skiptir máli að póstbox séu í göngufæri við sem flesta viðskiptavini okkar. Þess vegna leggur Pósturinn svona mikla áherslu á að byggja upp þétt net póstboxa, pakkaporta og pósthúsa. Viðskiptavinir velja sjálfbærni Áhugi viðskiptavina okkar á sjálfbærri þróun er alltaf að aukast. Erlend fyrirtæki sem við eigum í viðskiptum við vilja vita allt um stöðuna og áform okkar hvað þessi mál varðar og smám saman eykst líka áhugi íslenskra fyrirtækja. Sem dæmi vilja þau gjarnan geta reiknað kolefnisspor af flutningum sínum með Póstinum og ég vona að við getum útvegað slíka útreikninga á allra næstu árum. Við viljum líka miðla upplýsingum um hvað við erum að sýsla í þessum efnum til viðskiptavina okkar sem er annt um umhverfismál. Þannig getum við ýtt við fólki og til dæmis bent því á hvaða afhendingarleiðir eru umhverfisvænar. Við væntum þess líka að fá aðhald frá fólki á móti. Viljum ekki flytja „loft“ Flutningafyrirtæki eins og Pósturinn hafa óneitanlega þungt kolefnisspor en við getum leitast við að stíga létt til jarðar með ýmsu móti. Það gerum við meðal annars með því að nýta ferðir sem best og draga úr hvers kyns sóun í ferlum, gæta þess að sem minnst sé um missendingar og tjón á vörum sem okkur er falið að flytja. Við þetta beitum við aðferðum gæðastjórnunar og stöðugra umbóta. Í haust settum við upp nýjan pakkaflokkara í Póstmiðstöðinni okkar þar sem bakvinnslan fer fram. Með flokkaranum aukast sjálfvirkni og afköst svo um munar enda köllum við hann Magna, sem er afar viðeigandi nafn. Við erum alltaf að leita leiða til að draga úr pappír og plasti í ferlum en flutningum fylgja miklar umbúðir. Um þessar mundir erum við að taka upp nýjar umhverfisvænni umbúðir sem eru til sölu á pósthúsum. Þar er um að ræða endurvinnanlega plastpoka úr endurunnu plasti og umslög sem fóðruð eru með pappír en ekki plastbólum og því auðveldari í endurvinnslu. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin því þarna liggja fleiri tækifæri. Okkur er mikið í mun að umbúðir verji sendingar fyrir hnjaski en séu þó hæfilega stórar – því ekki viljum við flytja endalaust „loft“. Hver veit nema í framtíðinni verði umbúðir margnota, ekki einnota. Loks byggjast umbætur sem stuðla að sjálfbærni ekki síst á alls kyns tæknilausnum og tækniþróun sem spara viðskiptavinum sporin og mæta um leið væntingum þeirra um góða þjónustu. Þess vegna lítum við á tækniþróun sem hluta af sjálfbærnivegferð Póstsins. Grænt bókhald og sjálfbærniuppgjör Það er vandasamt að skilja stóru myndina í umhverfismálum, hvaða áhrif gjörðir okkar hafa á umhverfið, hvaða aðgerðir eru óumflýjanlegar og hverjar hafa mest áhrif til góðs, sem og að fjármagna nauðsynlegar breytingar eins og endurnýjun bílaflotans. Pósturinn er rétt að feta fyrstu skrefin í sjálfbærnimálum. Við erum að átta okkur á stöðunni og erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum. Við erum byrjuð að halda svokallað grænt bókhald og taka saman sjálfbærniuppgjör. Nýverið gaf Pósturinn einnig út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu en hún var hluti af ársskýrslu Póstsins 2021. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pósturinn Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Stærsta áskorun Póstsins sem tengist sjálfbærni er losun gróðurhúsalofttegunda sem stafar af bílaflotanum sem á síðasta ári ók um 5,5 milljónir km, ef allt er talið. Það er til mikils að vinna að finna leiðir til að draga úr þessari losun og við erum með áætlun um endurnýjun bílaflotans í smíðum. Fyrr eða síðar mun allur flotinn ganga fyrir innlendum orkugjöfum. Spurningin er bara hversu hratt það gerist. Svo litið sé á björtu hliðarnar þá fóru rafhjólin okkar um 400.000 km árið 2021. Þegar þau voru tekin í gagnið á sínum tíma leystu þau af hólmi bíla bréfberanna sem keyrðu á þeim inn í hverfin og gengu svo hús úr húsi með póstinn. Bréfasendingum hefur snarfækkað á síðustu árum og innleiðing rafhjólanna var afar umhverfisvænt skref, meðal annars því að nú þarf ekki lengur að koma við í hverju húsi með bréf. Sennilega leysum við ólíkar þarfir með mismunandi orkugjöfum. Hingað til hafa bílar sem ganga fyrir innlendum, vistvænum orkugjöfum ekki verið tiltækir eða ekki mætt öllum kröfum okkar um drægni, stærð, áreiðanleika o.fl. Tiltekinn hluti bílaflotans gengur fyrir rafmagni en rafmagnsbílar nýtast enn sem komið er aðeins í þéttbýli. Bílaframleiðendur leggja hins vegar ofuráherslu á að þróa og framleiða fjölbreytta rafbíla og með betri tækni hefur drægnin verið að aukast svo þeir eru að verða álitlegri kostur fyrir Póstinn. Við eigum einnig fáeina metanbíla en umgjörðin í kringum þá er ekki nógu öflug, aðeins hægt að fylla á þá hér fyrir sunnan og á Akureyri. Dísilflutningabílar hafa því hingað til verið einu kostirnir í stöðunni í landflutningum enda þurfa stóru flutningabílarnir okkar að fara langan veg í afar misjöfnum aðstæðum, umhleypingum og ófærð. Góðu fréttirnar eru að nýir dísilbílar menga mun minna en þeir eldri. Nú hillir svo loksins undir að við getum prófað vetnisbíla í samstarfi við íslenskt frumkvöðlafyrirtæki, Vetnis. Það eykur flækjustigið að setja þarf upp dýrar vetnisstöðvar úti um land um leið og vetnisbílarnir eru teknir í notkun en við bindum miklar vonir við þessa nýju tækni. Að horfast í augu við breytingar er áskorun Eins og gildir annars staðar í samfélaginu þarf Pósturinn að fá fólk með sér í lið í sjálfbærnimálum, fá alla til að horfast í augu við stöðuna í loftslagsmálum og finna hjá sér vilja til taka þátt í breytingum. Þar á ég bæði við starfsfólk og stjórnendur hjá Póstinum, viðskiptavini og birgja. Þegar mikið liggur við þurfa allir að leggjast á eitt, bæði fólk, fyrirtæki og stjórnvöld. Sýn Póstsins er að sjálfbærni verði samofin menningu fyrirtækisins þannig að allar ákvarðanir, smáar sem stórar, séu teknar með sjálfbærni í huga. Starfsfólk getur sem dæmi lagt sitt af mörkum með því að nýta vistvænan ferðamáta til og frá vinnu, velja mat með léttara kolefnisspori og taka flokkun úrgangs og endurvinnslu alvarlega. Stjórnendur sem bera ábyrgð á stóru ákvörðunum ættu alltaf að spá í umhverfisáhrifin sem þær hafa í för með sér – og auðvitað eiga þeir að ganga á undan með góðu fordæmi. Það er á ábyrgð fyrirtækisins að fræða starfsfólk um sjálfbærni og hvetja það og styðja til góðra verka. Sem dæmi er hægt að bjóða upp á samgöngusamninga og góða aðstöðu fyrir hjólafólk á vinnustaðnum, huga að léttara kolefnisspori og hollustu matvæla í mötuneyti og á kaffistofum og sjá til þess að umgjörð fyrir flokkun sorps og endurvinnslu sé með besta móti. Pósturinn getur að auki gætt þess að innkaup séu vistvæn, beint viðskiptum sínum til umhverfisvottaðra fyrirtækja og hugað að orkusparnaði, svo fáein dæmi séu tekin. Við höfum þegar ráðist í fjölmargar aðgerðir sem snúast um fyrrnefnd atriði og stuðst við svokölluð græn skref Umhverfisstofnunar. Grænu skrefin eru ætluð ríkisaðilum sem vilja vinna markvisst að umhverfismálum í starfsemi sinni. Á síðasta ári lauk Pósturinn við fjögur af fimm grænum skrefum sem samtals fólu í sér meira en 130 smáar og stórar aðgerðir. Geta póstbox dregið úr losun? Við lítum á fjölgun póstboxa sem eitt mest spennandi tækifærið okkar. Í ár stefnum við að því að bæta við 60 nýjum póstboxum, um 30 á höfuðborgarsvæðinu og 30 á landsbyggðinni, og þá verða boxin á annað hundrað. Pósturinn sker sig frá öðrum dreifingarfyrirtækjum í því hversu víðtækt dreifingarkerfið okkar er. Við berum út pakka og bréf til allra heimila og fyrirtækja landsins. Með því hins vegar að bjóða viðskiptavinum upp á að sækja sjálfir pakka í póstboxin frekar en að fá þá heim að dyrum sláum við tvær flugur í einu höggi. Bæði kunna viðskiptavinir okkar mjög vel að meta að geta sótt og sent pakka þegar þeim hentar, þar sem þeim hentar, og erlendar rannsóknir sýna að það er umhverfisvænna, að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Þegar við fáum pakka í póstbox er nefnilega mikilvægt að nýta tækifærið til að sækja hann þegar við erum á ferðinni á annað borð. Við ættum aldrei að keyra sérstaklega eftir pakka í póstboxi. Best er reyndar að ganga eða hjóla eftir pakkanum. Til að það sé góður kostur skiptir máli að póstbox séu í göngufæri við sem flesta viðskiptavini okkar. Þess vegna leggur Pósturinn svona mikla áherslu á að byggja upp þétt net póstboxa, pakkaporta og pósthúsa. Viðskiptavinir velja sjálfbærni Áhugi viðskiptavina okkar á sjálfbærri þróun er alltaf að aukast. Erlend fyrirtæki sem við eigum í viðskiptum við vilja vita allt um stöðuna og áform okkar hvað þessi mál varðar og smám saman eykst líka áhugi íslenskra fyrirtækja. Sem dæmi vilja þau gjarnan geta reiknað kolefnisspor af flutningum sínum með Póstinum og ég vona að við getum útvegað slíka útreikninga á allra næstu árum. Við viljum líka miðla upplýsingum um hvað við erum að sýsla í þessum efnum til viðskiptavina okkar sem er annt um umhverfismál. Þannig getum við ýtt við fólki og til dæmis bent því á hvaða afhendingarleiðir eru umhverfisvænar. Við væntum þess líka að fá aðhald frá fólki á móti. Viljum ekki flytja „loft“ Flutningafyrirtæki eins og Pósturinn hafa óneitanlega þungt kolefnisspor en við getum leitast við að stíga létt til jarðar með ýmsu móti. Það gerum við meðal annars með því að nýta ferðir sem best og draga úr hvers kyns sóun í ferlum, gæta þess að sem minnst sé um missendingar og tjón á vörum sem okkur er falið að flytja. Við þetta beitum við aðferðum gæðastjórnunar og stöðugra umbóta. Í haust settum við upp nýjan pakkaflokkara í Póstmiðstöðinni okkar þar sem bakvinnslan fer fram. Með flokkaranum aukast sjálfvirkni og afköst svo um munar enda köllum við hann Magna, sem er afar viðeigandi nafn. Við erum alltaf að leita leiða til að draga úr pappír og plasti í ferlum en flutningum fylgja miklar umbúðir. Um þessar mundir erum við að taka upp nýjar umhverfisvænni umbúðir sem eru til sölu á pósthúsum. Þar er um að ræða endurvinnanlega plastpoka úr endurunnu plasti og umslög sem fóðruð eru með pappír en ekki plastbólum og því auðveldari í endurvinnslu. Þetta eru aðeins fyrstu skrefin því þarna liggja fleiri tækifæri. Okkur er mikið í mun að umbúðir verji sendingar fyrir hnjaski en séu þó hæfilega stórar – því ekki viljum við flytja endalaust „loft“. Hver veit nema í framtíðinni verði umbúðir margnota, ekki einnota. Loks byggjast umbætur sem stuðla að sjálfbærni ekki síst á alls kyns tæknilausnum og tækniþróun sem spara viðskiptavinum sporin og mæta um leið væntingum þeirra um góða þjónustu. Þess vegna lítum við á tækniþróun sem hluta af sjálfbærnivegferð Póstsins. Grænt bókhald og sjálfbærniuppgjör Það er vandasamt að skilja stóru myndina í umhverfismálum, hvaða áhrif gjörðir okkar hafa á umhverfið, hvaða aðgerðir eru óumflýjanlegar og hverjar hafa mest áhrif til góðs, sem og að fjármagna nauðsynlegar breytingar eins og endurnýjun bílaflotans. Pósturinn er rétt að feta fyrstu skrefin í sjálfbærnimálum. Við erum að átta okkur á stöðunni og erum staðráðin í að leggja okkar af mörkum. Við erum byrjuð að halda svokallað grænt bókhald og taka saman sjálfbærniuppgjör. Nýverið gaf Pósturinn einnig út sína fyrstu sjálfbærniskýrslu en hún var hluti af ársskýrslu Póstsins 2021. Höfundur er sjálfbærnistjóri Póstsins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar