Fréttastofa hefur fengið senda mynd af rútunni sem hafnaði utan vegar þannig að framhluti hennar vísaði skáhalt niður.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hafði ekki fengið tilkynningu um málið þegar fréttastofa leitaði upplýsinga um það. Slökkvilið kemur aðeins að málum sem þessum þegar slys verða á fólki eða þegar hættuleg efni, svo sem eldsneyti, byrja að leka úr farartækjum.
Myndir af svæðinu sýna vinnu við að koma rútunni af svæðinu, en til þess þurfti að loka veginum, sem var enn lokaður um klukkan ellefu í kvöld.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 23:00.