Hefur endað tíu ára bið eftir titli tvö tímabil í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 17:00 Mike Maignan fagnar sigri á útivelli á móti Sassuolo en þar tryggði AC Milan sér titilinn í lokaumferðinni. EPA-EFE/ELISABETTA BARACCHI Franski markvörðurinn Mike Maignan er kannski ekki sá þekktasti í boltanum en frammistaða hans undanfarin ár er langt komin með að breyta því. Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport) Ítalski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira
Maignan hefur fagnað titli í tveimur löndum á síðustu tveimur leiktíðum og báðir voru það titlar sem hafa ekki verið að vinnast á hverjum degi. Maignan varð franskur meistari með Lille í fyrravetur og nú ítalskur meistari með AC Milan í vetur. AC Milan var að enda ellefu ára við eftir ítalska meistaratitlinum og Lille hafði ekki unnið franska meistaratitilinn í tíu ár. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Maignan hélt oftast hreinu af öllum markvörðum beggja deilda á þessum meistaratímabilum. Hann hélt marki Lille hreinu í 21 leik sem var aðeins einum leik frá metinu. Liðinu tókst líka að vinna stjörnum prýtt lið Paris Saint Germain í baráttunni um titilinn. Maignan átti líka mikinn þátt í sigri AC Milan, hann varði meðal annars nokkrum sinnum frábærlega í innbyrðis leiknum á móti Internazionale í febrúar og þá lagði hann upp eina mark leiksins í sigri AC Milan á Sampdoria viku síðar. Maignan er 26 ára gamall og kemur upp úr unglingastarfi Paris Saint-Germain. Hann fékk aftur á móti aldrei að spreyta sig með aðalliði félagsins og skipti yfir í Lille. Hann lék með Lille í sex tímabil en varð ekki aðalmarkvörður liðsins fyrr en 2017-18 tímabilið. Hann fór til AC Milan sumarið 2021 fyrir 14,4 milljónir evra og gerði þá fimm ára samning við ítalska félagið. Maignan hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir Frakka og var í EM-hóp Frakka í fyrra. View this post on Instagram A post shared by La Gazzetta dello Sport (@gazzettadellosport)
Ítalski boltinn Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Fleiri fréttir Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Nesta látinn fara eftir aðeins einn sigur í sautján leikjum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Sjá meira