Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu meðal sakborninga Ólafur Björn Sverrisson skrifar 24. maí 2022 10:00 Maðurinn var handtekinn að lokinni eftirför á föstudag. Vísir/Vilhelm Höfuðpaurinn úr Stóra fíkniefnamálinu frá því um aldamót situr nú í gæsluvarðhaldi, grunaður um umfangsmikil fíkniefnabrot sem lögreglan hefur rannsakað síðustu mánuði. RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í viðamiklar aðgerðir um helgina þar sem tíu voru handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald að lokinni eftirför lögreglu á föstudag. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær var að um væri að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis en umtalsvert magn af kannabisefnum var haldlagt, eða um 40 kíló. Efnin voru framleidd hér á landi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Í frétt RÚV kemur fram að að höfuðpaurinn í málinu sé Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, sem hlaut níu ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða í júní 2000. Hann var svo aftur dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fram kemur að Ólafur hafi verið handtekinn á brúnni yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka síðastliðinn föstudag að lokinni eftirför lögreglu. Skemmdir urðu á lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar þegar bíl Ólafs var króaður af. Auk Ólafs var ábúandi skammt frá Hellu einnig í hópi handtekinna, en lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum, bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknadeildar, vildi lítið tjá sig við fréttastofu um málið en gat þó staðfest að efnin sem lagt var hald á hafi verið framleidd og ræktuð hérlendis. Lögreglumál Fíkniefnabrot Rangárþing ytra Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30 Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
RÚV greindi frá þessu í gærkvöldi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu réðst í viðamiklar aðgerðir um helgina þar sem tíu voru handteknir og fimm úrskurðaðir í gæsluvarðhald að lokinni eftirför lögreglu á föstudag. Fram kom í tilkynningu frá lögreglu í gær var að um væri að ræða aðgerðir gegn framleiðslu, sölu og dreifingu fíkniefna, auk peningaþvættis en umtalsvert magn af kannabisefnum var haldlagt, eða um 40 kíló. Efnin voru framleidd hér á landi, að sögn Margeirs Sveinssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Í frétt RÚV kemur fram að að höfuðpaurinn í málinu sé Ólafur Ágúst Hraundal, áður Ægisson, sem hlaut níu ára fangelsisdóm í Stóra fíkniefnamálinu svokallaða í júní 2000. Hann var svo aftur dæmdur í níu og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellt fíkniefnasmygl árið 2007. Fram kemur að Ólafur hafi verið handtekinn á brúnni yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka síðastliðinn föstudag að lokinni eftirför lögreglu. Skemmdir urðu á lögreglubíl og bíl sérsveitarinnar þegar bíl Ólafs var króaður af. Auk Ólafs var ábúandi skammt frá Hellu einnig í hópi handtekinna, en lögregla gerði húsleit á nokkrum stöðum, bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknadeildar, vildi lítið tjá sig við fréttastofu um málið en gat þó staðfest að efnin sem lagt var hald á hafi verið framleidd og ræktuð hérlendis.
Lögreglumál Fíkniefnabrot Rangárþing ytra Saltdreifaramálið Tengdar fréttir Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30 Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sjá meira
Fimm í gæsluvarðhald í aðgerðum gegn skipulagðri glæpastarfsemi Fimm sitja í gæsluvarðhaldi eftir aðgerðir lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu gegn skipulagðri brotastarfsemi, sem ráðist var í fyrir helgina. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 23. maí 2022 16:30
Lögreglubílar skemmdir eftir eftirför Skemmdir urðu á sérsveitarbíl og lögreglubíl eftir eftirför við ökumann pallbíls sem lauk við brúna yfir Reykjanesbraut við Stekkjarbakka í morgun. Eftirför hófst eftir að ökumaður pallbílsins virti ekki stöðvunarskyldu og er hann grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna. 20. maí 2022 11:33