Viðar segir norskum fjölmiðlamanni að fara að vinna vinnuna sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2022 10:31 Viðar Örn Kjartansson í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Bára Dröfn Viðar Örn Kjartansson er kominn í fjölmiðlastríð við norskan fótboltasérfræðing sem hafði gagnrýnt leik hans og þá sérstaklega litla vinnusemi hans á vellinum. Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund. Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira
Íslenski landsliðsframherjinn hjá Vålerenga er allt annað en sáttur með gagnrýni frá Christian Gauseth sem starfar sem sjónvarpssérfræðingur í umfjöllun um norsku deildina. Gauseth gagnrýndi Viðar fyrir slæma líkamstjáningu inn á vellinum, að honum væri sama um liðsfélaga sína og að Viðar stæði sig illa í pressunni. Viðar sá ástæðu til að svara þessari gagnrýni í viðtali við Verdens Gang. Kjartansson ut mot TV-profil: Det er pisspreik https://t.co/N0Og7f8UBg— VG Sporten (@vgsporten) May 24, 2022 Gauseth er fyrrum fyrirliði Mjöndalen en hann er nú 37 ára gamall. „Þetta er alveg í takti við það að þarna er gæi sem er skítsama um liðið sitt,“ sagði Christian Gauseth meðal annars. Viðar ræddi við blaðamann VG eftir að hafa skorað sitt fjórða mark í átta leikjum í 2-3 tapi Vålerenga á móti Strømsgodset um helgina. „Ég skora ekki bara mörk heldur tel ég að þjálfarinn sé ánægður með mig af því að ég legg mig mikið fram og geri liðsfélaga mína betri. Það hafa komið slæmir leikir hjá mér eins og á móti HamKam en að halda því fram að allt tímabilið hafi verið þannig er algjör þvaður,“ sagði Viðar Örn Kjartansson. „Ég tel að vinur minn „Christiano“ Gauseth ætti að horfa á fleiri leiki ekki bara þennan leik á móti HamKam. Ég var slakur í þeim leik og missti mikið boltann. Ef hann horfir á leikinn í dag þá þarf hann á gleraugum að halda ef hann sér ekki að ég stóð mig vel,“ sagði Viðar. Gauseth var í VGTV myndverinu og tjáði sig strax um gagnrýni Viðars. „Ég get fullvissað Viðar Örn Kjartansson að ef það er einhver sem situr og horfir á alla leiki og allar sekúndurnar í þeim, þá er það ég. Það er ekkert sem gerist í norsku úrvalsdeildinni sem fer fram hjá mér,“ sagði Gauseth. „Þegar ég segir eitthvað þá er ástæða fyrir því. Ég hef ekki bara horft á þennan HamKam því ég hef séð marga aðra leiki með honum. Það er ekki gagnrýnin mín sem er vandamálið heldur vinnusemi íslenska framherjans hjá Vålerenga. Við búumst við svo miklu meira af honum,“ sagði Gauseth. Aðeins tveir leikmenn í deildinni hafa samt skorað meira en Viðar Örn á leiktíðinni en það eru þeir Veton Berisha hjá Viking (6 mörk) og Sigurd Haugen hjá Aalesund.
Norski boltinn Tengdar fréttir Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Enski boltinn Fleiri fréttir Lewandowski tryggði Barcelona sigur Albert skoraði á móti gömlu félögunum Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Freyr fagnaði sigri í fyrsta leiknum með Brann Guy Smit frá KR til Vestra Ensk landsliðskona sakar Man City um mannorðsmorð Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Gefa Gaza allan gróðann af leik á móti ísraelsku félagi Sér eftir sinni hegðun og ætlar að vera áfram hjá Ajax Elías skoraði og Stefán lagði upp Sjá meira
Viðar segir íslenska fjölmiðla gefa sér falleinkunn fyrir fram „Ef ég stíg inn á Laugardalsvöll með landsliðinu þá er búið að setja á mig 3 í einkunn á hvaða miðli sem er. Skiptir engu máli hvar það er og það er bara fast,“ sagði Viðar Örn Kjartansson, landsliðsmaður í fótbolta, í viðtali við Fótbolta.net. 16. desember 2021 12:00