Tap upp á 1,4 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. maí 2022 18:03 Rekstrarniðurstaða Play var neikvæð um 1,7 milljarða króna á fyrstu þremur mánuðum ársins. Vísir/Vilhelm Tap flugfélagsins Play nam 11,2 milljónum Bandaríkjadala, eða rúmlega 1,4 milljörðum íslenskra króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins 2022. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tap félagsins á sama tíma á síðasta ári var 0,4 milljónir dala, eða tæpar 52 milljónir króna. Þá hafði félagið þó ekki hafið flugrekstur. Play hóf sig til flugs í júní á síðasta ári. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarniðurstaða félagsins hafi verið neikvæð um 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 1,7 milljarða króna. Forsvarsmenn félagsins hafi þó búist við því, þar sem félagið hafi ekki enn náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni. „Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hafði áhrif á tekjur á ársfjórðungnum og stríðið í Úkraínu leiddi til þess að olíuverð hækkaði undir lok fjórðungsins, sem hvort tveggja hafði neikvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu félagsins. Fjárhagsstaða PLAY er eftir sem áður sterk. Handbært fé þann 31. mars var 42,12 milljónir Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall var 22% og félagið er með engar ytri vaxtaberandi skuldir,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi náð góðum árangri við að halda kostnaði niðri og að einingarkostnaður fari lækkandi með auknum umsvifum. Play geri ráð fyrir að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari hluta þessa árs, þar sem einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, minnki jafnt og þétt. Gert sé ráð fyrir einingarkostnaði undir fjórum sentum sumarið 2022. Segja bókunarstöðuna styrkjast Samkvæmt tilkynningu Play flutti félagið 13.488 farþegar í janúar og var með sætanýtingu upp á 55,7 prósent. Í febrúar hafi farþegarnir verið 19.868 og sætanýtingin 67,1 prósent. Í mars hafi nýtingin verið upp á 66,9 prósent, með 23.667 farþegar. Mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafi gert það að verkum að fólk hikaði við að kaupa sér flugmiða. Áhrif þess á bókanir hjá félaginu hafi verið neikvæð. „Í janúar styrktist bókunarstaðan fyrir komandi mánuði til muna. 95% fleiri sæti voru seld miðað við desember 2021. Þessi jákvæða þróun hélt áfram í febrúar, 59% fleiri sæti seldust miðað við janúar, þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. Þróunin hefur haldið áfram og 336% fleiri sæti voru seld í apríl en í janúar. Sætanýting í apríl var 72,4% og farþegar voru 36,669 eða helmingi fleiri en í mars,“ segir þá í tilkynningu félagsins. Innleiða olíuvarnir Í tilkynningu Play kemur þá fram að félagið hafi nú hafið innleiðingu á olíuvörnum. Félagið hafi gert samkomulag við Skeljung sem samræmist stefnu félagsins um olíuvarnir. „Fyrsta varfærna skrefið hefur verið stigið í innleiðingu á stefnunni og fylgst verður áfram náið með sveiflum í efnahagsmálum í heiminum fyrir næstu skref. Olíugjaldið sem lagt var á flugfargjöld fyrirtækisins í mars hefur hins vegar mildað hluta af hækkun á olíuverði.“ Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30 þann 25. maí 2022. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri PLAY, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu. Fundinum verður streymt hér. Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Tap félagsins á sama tíma á síðasta ári var 0,4 milljónir dala, eða tæpar 52 milljónir króna. Þá hafði félagið þó ekki hafið flugrekstur. Play hóf sig til flugs í júní á síðasta ári. Í tilkynningunni kemur fram að rekstrarniðurstaða félagsins hafi verið neikvæð um 13,3 milljónir Bandaríkjadala, eða rúma 1,7 milljarða króna. Forsvarsmenn félagsins hafi þó búist við því, þar sem félagið hafi ekki enn náð tilætlaðri stærðarhagkvæmni. „Ómíkrón-afbrigði kórónuveirunnar hafði áhrif á tekjur á ársfjórðungnum og stríðið í Úkraínu leiddi til þess að olíuverð hækkaði undir lok fjórðungsins, sem hvort tveggja hafði neikvæð áhrif á fjárhagslega niðurstöðu félagsins. Fjárhagsstaða PLAY er eftir sem áður sterk. Handbært fé þann 31. mars var 42,12 milljónir Bandaríkjadala. Eiginfjárhlutfall var 22% og félagið er með engar ytri vaxtaberandi skuldir,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að félagið hafi náð góðum árangri við að halda kostnaði niðri og að einingarkostnaður fari lækkandi með auknum umsvifum. Play geri ráð fyrir að skila jákvæðri rekstrarafkomu á síðari hluta þessa árs, þar sem einingakostnaður, að frátöldum eldsneytiskostnaði, minnki jafnt og þétt. Gert sé ráð fyrir einingarkostnaði undir fjórum sentum sumarið 2022. Segja bókunarstöðuna styrkjast Samkvæmt tilkynningu Play flutti félagið 13.488 farþegar í janúar og var með sætanýtingu upp á 55,7 prósent. Í febrúar hafi farþegarnir verið 19.868 og sætanýtingin 67,1 prósent. Í mars hafi nýtingin verið upp á 66,9 prósent, með 23.667 farþegar. Mikill fjöldi kórónuveirusmita í lok síðasta árs hafi gert það að verkum að fólk hikaði við að kaupa sér flugmiða. Áhrif þess á bókanir hjá félaginu hafi verið neikvæð. „Í janúar styrktist bókunarstaðan fyrir komandi mánuði til muna. 95% fleiri sæti voru seld miðað við desember 2021. Þessi jákvæða þróun hélt áfram í febrúar, 59% fleiri sæti seldust miðað við janúar, þrátt fyrir stríðið í Úkraínu. Þróunin hefur haldið áfram og 336% fleiri sæti voru seld í apríl en í janúar. Sætanýting í apríl var 72,4% og farþegar voru 36,669 eða helmingi fleiri en í mars,“ segir þá í tilkynningu félagsins. Innleiða olíuvarnir Í tilkynningu Play kemur þá fram að félagið hafi nú hafið innleiðingu á olíuvörnum. Félagið hafi gert samkomulag við Skeljung sem samræmist stefnu félagsins um olíuvarnir. „Fyrsta varfærna skrefið hefur verið stigið í innleiðingu á stefnunni og fylgst verður áfram náið með sveiflum í efnahagsmálum í heiminum fyrir næstu skref. Olíugjaldið sem lagt var á flugfargjöld fyrirtækisins í mars hefur hins vegar mildað hluta af hækkun á olíuverði.“ Play mun kynna uppgjör sitt á opnum kynningarfundi sem hefst klukkan 08:30 þann 25. maí 2022. Þar munu Birgir Jónsson forstjóri og Þóra Eggertsdóttir, fjármálastjóri PLAY, kynna uppgjörið og svara spurningum að því loknu. Fundinum verður streymt hér.
Fréttir af flugi Play Kauphöllin Mest lesið Öðruvísi starfsframi: „Davíð, getur þú mætt eftir 30 mínútur?“ Atvinnulíf Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Viðskipti innlent „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Viðskipti erlent Gengi Skaga rýkur upp Viðskipti innlent Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Neytendur Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Sjá meira