Forsætisráðherra segir fordæmi fyrir inngripi Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. maí 2022 21:00 Skjáskot úr myndböndunum af Fötmu Hassan Mohamoud og Nadifu Mohamed, sómölskum konum sem vísa á burt úr landi til Grikklands. Gunnar Waage vinur þeirra birti myndböndin en þau sýna aðbúnað sem konurnar bjuggu við í flóttamannabúðum og á götunni þar í landi. Forsætisráðherra segir til athugunar að endurskoða það að vísa fólki úr landi til Grikklands. Heldur hefur fækkað í hópi þeirra sem vísa á úr landi á næstu dögum, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“ Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Af þeim um 261 sem fjallað hefur verið um að vísa eigi úr landi er aðeins búið að hafa samband við þá sem senda á til Grikklands, samkvæmt upplýsingum frá ríkislögreglustjóra. Til Grikklands hafi fyrst átt að fara 71 einstaklingur - þar af 32 sem voru einir á ferð og 39 sem tilheyra fjölskyldum. Gunnar Hörður Garðarsson upplýsingafulltrúi ríkislögreglustjóra segir nokkrar fjölskyldur hafa fengið efnismeðferð á síðustu vikur og daga sökum þess hversu lengi þær hafa dvalið hér og nú standi þrjár fjölskyldur því frammi fyrir brottvísun. Ein fjölskyldan hafi ákveðið yfirgefa landið sjálf, sem og nokkrir einstaklingar. Ofbeldi, óþrifnaður og hungur Á meðal þeirra sem segjast standa frammi fyrir brottvísun til Grikklands eru tvær ungar sómalskar konur. Íslenskur vinur þeirra birti í dag myndbönd frá aðbúnaði sem þær hafi búið við á götunni í Grikklandi; þar hafi þrifist ofbeldi, hungur og óþrifnaður. Ríkisstjórnin bíður nú eftir upplýsingum frá nágrannalöndum um hvort þau séu að senda fólk í svipaðri stöðu og hópurinn hér heima til Grikklands. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að eðlilegt sé að skoða aðstæður hópsins nánar. Finnst þér að ætti að hverfa frá þeim fyrirætlunum að senda fólk til Grikklands? „Við höfum stundum gripið inn í út frá mati á aðstæðum á hverjum stað, það eru fordæmi fyrir því. En það fer alltaf fram sjálfstætt mat á því hverju sinni. Þannig að það er semsagt til skoðunar. “ Finnst þér líklegt að það verði? „Ég ætla ekkert að segja til um það,“ segir Katrín. Og þá skoðar Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra hvort einhverjir í hópnum sem vísa á úr landi geti fengið atvinnuleyfi, frekar en að fara í gegnum verndarkerfið. „Eru þarna einhverjar sérstakar ástæður sem gætu kallað á það að það yrðu einhverjar af þessum ákvörðunum endurskoðaðar? Hér var heimsfaraldur í gangi sem þýðir það að sumt af þessu fólki hefur verið hér talsvert lengi, náð í einhverjum tilfellum að festa rætur, verið með börn í skóla og svo framvegis. Þannig að ég held að út frá réttindum barna þurfi að horfa líka til slíkra atriða.“
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira