Vildi koma ferlinum af stað á Íslandi | Húkkaði far á tónlistarhátið á Ísafirði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 09:15 Alexander Scholz í leik með FC Midtjylland gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu veturinn 2020. Átta árum áður lék hann með Stjörnunni hér á landi. Lars Ronbog/Getty Images Alexander Scholz er nafn sem mögulega aðeins stuðningsfólk Stjörnunnar kannast við. Um er að ræða ungan Dana sem kom fótboltaferlinum af stað á nýjan leik á Íslandi áður en hann blómstraði í Belgíu, Danmörku og nú Japan. Hann skaut upp kollinum í einu vinsælasta hlaðvarpi landsins á dögunum. Svona er sumarið er hlaðvarp sem fer yfir hvert tímabil fyrir sig í efstu deild karla í fótbolta frá árinu 1992. Þáttur númer 21 datt inn á helstu hlaðvarpsveitur í vikunni en þar var farið yfir sumarið 2012. Þar kom Alexander Scholz við sögu en ólíkt því sem var talið fyrir þá leitaðist Scholz sjálfur eftir því að koma til Íslands að spila. Það átti heldur betur eftir að reynast gæfuspor fyrir hann og hans feril. Eftir að spila 17 leiki fyrir Vejle í Danmörku og verið hluti af U-19 ára landsliði Danmerkur ákvað Scholz að taka sér pásu frá fótbolta og skoða heiminn. Var hann staddur í Indlandi þegar hann samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið 2012. Á þessum tíma var Stjarnan með danskan markvarðaþjálfara, Henrik Bödker. Sá aðstoðaði einnig danska leikmenn við að finna lið á Íslandi. Voru til að mynda þrír Danir í liði Stjörnunnar þetta sumar. Eftir að Scholz kom hingað til lands og ferill hans fór á flug var talið að Bödker hefði unnið þrekvirki með því að fá þennan magnaða miðvörð hingað til lands en í Svona var sumarið kom annað í ljós, Scholz hafði nefnilega sjálfur samband við Bödker. „Frumkvæðið var mitt, ég spurði Henrik hvort hann gæti aðstoðað mig að finna lið á Íslandi. Hann sagði mér að bíða aðeins, fékk meðmæli og endaði á að segja mér að hans lið – Stjarnan – vildi fá mig,“ segir Scholz í viðtali við Jóhann Skúla Jónsson, þáttastjórnanda Svona var sumarið. Alexander Scholz í leik gegn Val á Íslandi. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Vísir/Ernir „Ég var alltaf metnaðarfullur en á þessum tíma var ég ekki nægilega einbeittur og vildi byrja upp á nýtt. Ég vildi einnig prófa að búa erlendis. Held að það hafi verið mitt fyrsta markmið, að fara erlendis og upplifa eitthvað annað heldur en Danmörku.“ „Metnaðurinn jókst síðan eftir því sem leið á sumarið og þó ég hafi aðeins spilað á Íslandi í eitt ár þá skrifaði ég upprunalega undir tveggja ára samning. Markmiðið mitt var að spila um sumarið en ferðast um veturinn. Ég var meira að segja með það í samningnum mínum að ég þyrfti ekki að vera á Íslandi í 5-6 mánuði yfir vetrartímann. Auðvitað myndu launin mín lækka en ég myndi samt fá nóg til að geta ferðast. Í dag finnst mér þetta hafa verið aðeins of mikið,“ segir Scholz um upphaf veru sinnar í Garðabænum. Húkkaði far á Aldrei fór ég suður „Já, það var danskur strákur að spila þar – Dennis Nielsen – ég hitti hann á hótelinu þegar ég kom fyrst til Íslands. Við spjölluðum og hann bauð mér þangað, ég hugsaði „af hverju ekki“ og það passaði vel við týpuna sem ég var þá að ég hafi ákveðið að húkka far alla leiðina þangað.“ „Þetta er einn af hlutunum sem sleppur þegar maður er 18-19 en ég myndi aldrei gera þetta í dag,“ sagði Scholz aðspurður hvort hann hefði húkkað sér far á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði. Í viðtalinu fer Scholz einnig yfir að hann hafi átt erfitt uppdráttar í upphafi ferils síns hér á landi. Hann hafi spilað æfingaleik á miðjunni og staðið sig skelfilega. Það rættist þó ágætlega úr veru hans hér á landi, Stjarnan endaði í 5. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem endaði í 2. sæti. Þá komst liðið alla leið í bikarúrslit þar sem það beið lægri hlut geng KR. Alls spilaði Scholz 26 leiki hér á landi og skoraði í þeim sjö mörk. Danski miðvörðurinn í baráttunni gegn Fylki. Það er svo það sem hann hefur áorkað síðan hann gekk í raðir belgíska liðsins Lokeren eftir tímabilið 2012 sem vekur athygli. Hann hefur spilað í þremur löndum síðan og unnið titla í þeim öllum. Bikarmeistari - Lokeren, 2014 Bikarmeistari - Standard Liége, 2016 Belgíumeistari - Club Brugge, 2018 Belgíski Ofurbikarinn - Club Brugge, 2018 Bikarmeistari – Midtjylland 2019 Danmerkurmeistari – Midtjylland, 2020 Keisarabikarinn – Urawa Red Diamonds, 2021 Japanski Ofurbikarinn – Urawa Red Diamonds 2022 Þá lék hann á sínum tíma 14 leiki fyrir U-21 árs landslið Danmerkur, þar á meðal einn gegn Íslandi. Scholz í U-21landsleiknum gegn Íslandi. Scholz er aðeins 29 ára gamall í dag og því nægur tími til að bæta titlum við í safnið og mögulega næla í fyrsta A-landsleikinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið sem Jóhann Skúli tók við Alexander Scholz. Það hefst eftir 31 mínútu. Draumaliðið · Svona voru viðtölin 2012 (Very hidden and secret bonus track exclusive) Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Svona er sumarið er hlaðvarp sem fer yfir hvert tímabil fyrir sig í efstu deild karla í fótbolta frá árinu 1992. Þáttur númer 21 datt inn á helstu hlaðvarpsveitur í vikunni en þar var farið yfir sumarið 2012. Þar kom Alexander Scholz við sögu en ólíkt því sem var talið fyrir þá leitaðist Scholz sjálfur eftir því að koma til Íslands að spila. Það átti heldur betur eftir að reynast gæfuspor fyrir hann og hans feril. Eftir að spila 17 leiki fyrir Vejle í Danmörku og verið hluti af U-19 ára landsliði Danmerkur ákvað Scholz að taka sér pásu frá fótbolta og skoða heiminn. Var hann staddur í Indlandi þegar hann samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið 2012. Á þessum tíma var Stjarnan með danskan markvarðaþjálfara, Henrik Bödker. Sá aðstoðaði einnig danska leikmenn við að finna lið á Íslandi. Voru til að mynda þrír Danir í liði Stjörnunnar þetta sumar. Eftir að Scholz kom hingað til lands og ferill hans fór á flug var talið að Bödker hefði unnið þrekvirki með því að fá þennan magnaða miðvörð hingað til lands en í Svona var sumarið kom annað í ljós, Scholz hafði nefnilega sjálfur samband við Bödker. „Frumkvæðið var mitt, ég spurði Henrik hvort hann gæti aðstoðað mig að finna lið á Íslandi. Hann sagði mér að bíða aðeins, fékk meðmæli og endaði á að segja mér að hans lið – Stjarnan – vildi fá mig,“ segir Scholz í viðtali við Jóhann Skúla Jónsson, þáttastjórnanda Svona var sumarið. Alexander Scholz í leik gegn Val á Íslandi. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Vísir/Ernir „Ég var alltaf metnaðarfullur en á þessum tíma var ég ekki nægilega einbeittur og vildi byrja upp á nýtt. Ég vildi einnig prófa að búa erlendis. Held að það hafi verið mitt fyrsta markmið, að fara erlendis og upplifa eitthvað annað heldur en Danmörku.“ „Metnaðurinn jókst síðan eftir því sem leið á sumarið og þó ég hafi aðeins spilað á Íslandi í eitt ár þá skrifaði ég upprunalega undir tveggja ára samning. Markmiðið mitt var að spila um sumarið en ferðast um veturinn. Ég var meira að segja með það í samningnum mínum að ég þyrfti ekki að vera á Íslandi í 5-6 mánuði yfir vetrartímann. Auðvitað myndu launin mín lækka en ég myndi samt fá nóg til að geta ferðast. Í dag finnst mér þetta hafa verið aðeins of mikið,“ segir Scholz um upphaf veru sinnar í Garðabænum. Húkkaði far á Aldrei fór ég suður „Já, það var danskur strákur að spila þar – Dennis Nielsen – ég hitti hann á hótelinu þegar ég kom fyrst til Íslands. Við spjölluðum og hann bauð mér þangað, ég hugsaði „af hverju ekki“ og það passaði vel við týpuna sem ég var þá að ég hafi ákveðið að húkka far alla leiðina þangað.“ „Þetta er einn af hlutunum sem sleppur þegar maður er 18-19 en ég myndi aldrei gera þetta í dag,“ sagði Scholz aðspurður hvort hann hefði húkkað sér far á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði. Í viðtalinu fer Scholz einnig yfir að hann hafi átt erfitt uppdráttar í upphafi ferils síns hér á landi. Hann hafi spilað æfingaleik á miðjunni og staðið sig skelfilega. Það rættist þó ágætlega úr veru hans hér á landi, Stjarnan endaði í 5. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem endaði í 2. sæti. Þá komst liðið alla leið í bikarúrslit þar sem það beið lægri hlut geng KR. Alls spilaði Scholz 26 leiki hér á landi og skoraði í þeim sjö mörk. Danski miðvörðurinn í baráttunni gegn Fylki. Það er svo það sem hann hefur áorkað síðan hann gekk í raðir belgíska liðsins Lokeren eftir tímabilið 2012 sem vekur athygli. Hann hefur spilað í þremur löndum síðan og unnið titla í þeim öllum. Bikarmeistari - Lokeren, 2014 Bikarmeistari - Standard Liége, 2016 Belgíumeistari - Club Brugge, 2018 Belgíski Ofurbikarinn - Club Brugge, 2018 Bikarmeistari – Midtjylland 2019 Danmerkurmeistari – Midtjylland, 2020 Keisarabikarinn – Urawa Red Diamonds, 2021 Japanski Ofurbikarinn – Urawa Red Diamonds 2022 Þá lék hann á sínum tíma 14 leiki fyrir U-21 árs landslið Danmerkur, þar á meðal einn gegn Íslandi. Scholz í U-21landsleiknum gegn Íslandi. Scholz er aðeins 29 ára gamall í dag og því nægur tími til að bæta titlum við í safnið og mögulega næla í fyrsta A-landsleikinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið sem Jóhann Skúli tók við Alexander Scholz. Það hefst eftir 31 mínútu. Draumaliðið · Svona voru viðtölin 2012 (Very hidden and secret bonus track exclusive)
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira