Vildi koma ferlinum af stað á Íslandi | Húkkaði far á tónlistarhátið á Ísafirði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 09:15 Alexander Scholz í leik með FC Midtjylland gegn Liverpool í Meistaradeild Evrópu veturinn 2020. Átta árum áður lék hann með Stjörnunni hér á landi. Lars Ronbog/Getty Images Alexander Scholz er nafn sem mögulega aðeins stuðningsfólk Stjörnunnar kannast við. Um er að ræða ungan Dana sem kom fótboltaferlinum af stað á nýjan leik á Íslandi áður en hann blómstraði í Belgíu, Danmörku og nú Japan. Hann skaut upp kollinum í einu vinsælasta hlaðvarpi landsins á dögunum. Svona er sumarið er hlaðvarp sem fer yfir hvert tímabil fyrir sig í efstu deild karla í fótbolta frá árinu 1992. Þáttur númer 21 datt inn á helstu hlaðvarpsveitur í vikunni en þar var farið yfir sumarið 2012. Þar kom Alexander Scholz við sögu en ólíkt því sem var talið fyrir þá leitaðist Scholz sjálfur eftir því að koma til Íslands að spila. Það átti heldur betur eftir að reynast gæfuspor fyrir hann og hans feril. Eftir að spila 17 leiki fyrir Vejle í Danmörku og verið hluti af U-19 ára landsliði Danmerkur ákvað Scholz að taka sér pásu frá fótbolta og skoða heiminn. Var hann staddur í Indlandi þegar hann samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið 2012. Á þessum tíma var Stjarnan með danskan markvarðaþjálfara, Henrik Bödker. Sá aðstoðaði einnig danska leikmenn við að finna lið á Íslandi. Voru til að mynda þrír Danir í liði Stjörnunnar þetta sumar. Eftir að Scholz kom hingað til lands og ferill hans fór á flug var talið að Bödker hefði unnið þrekvirki með því að fá þennan magnaða miðvörð hingað til lands en í Svona var sumarið kom annað í ljós, Scholz hafði nefnilega sjálfur samband við Bödker. „Frumkvæðið var mitt, ég spurði Henrik hvort hann gæti aðstoðað mig að finna lið á Íslandi. Hann sagði mér að bíða aðeins, fékk meðmæli og endaði á að segja mér að hans lið – Stjarnan – vildi fá mig,“ segir Scholz í viðtali við Jóhann Skúla Jónsson, þáttastjórnanda Svona var sumarið. Alexander Scholz í leik gegn Val á Íslandi. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Vísir/Ernir „Ég var alltaf metnaðarfullur en á þessum tíma var ég ekki nægilega einbeittur og vildi byrja upp á nýtt. Ég vildi einnig prófa að búa erlendis. Held að það hafi verið mitt fyrsta markmið, að fara erlendis og upplifa eitthvað annað heldur en Danmörku.“ „Metnaðurinn jókst síðan eftir því sem leið á sumarið og þó ég hafi aðeins spilað á Íslandi í eitt ár þá skrifaði ég upprunalega undir tveggja ára samning. Markmiðið mitt var að spila um sumarið en ferðast um veturinn. Ég var meira að segja með það í samningnum mínum að ég þyrfti ekki að vera á Íslandi í 5-6 mánuði yfir vetrartímann. Auðvitað myndu launin mín lækka en ég myndi samt fá nóg til að geta ferðast. Í dag finnst mér þetta hafa verið aðeins of mikið,“ segir Scholz um upphaf veru sinnar í Garðabænum. Húkkaði far á Aldrei fór ég suður „Já, það var danskur strákur að spila þar – Dennis Nielsen – ég hitti hann á hótelinu þegar ég kom fyrst til Íslands. Við spjölluðum og hann bauð mér þangað, ég hugsaði „af hverju ekki“ og það passaði vel við týpuna sem ég var þá að ég hafi ákveðið að húkka far alla leiðina þangað.“ „Þetta er einn af hlutunum sem sleppur þegar maður er 18-19 en ég myndi aldrei gera þetta í dag,“ sagði Scholz aðspurður hvort hann hefði húkkað sér far á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði. Í viðtalinu fer Scholz einnig yfir að hann hafi átt erfitt uppdráttar í upphafi ferils síns hér á landi. Hann hafi spilað æfingaleik á miðjunni og staðið sig skelfilega. Það rættist þó ágætlega úr veru hans hér á landi, Stjarnan endaði í 5. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem endaði í 2. sæti. Þá komst liðið alla leið í bikarúrslit þar sem það beið lægri hlut geng KR. Alls spilaði Scholz 26 leiki hér á landi og skoraði í þeim sjö mörk. Danski miðvörðurinn í baráttunni gegn Fylki. Það er svo það sem hann hefur áorkað síðan hann gekk í raðir belgíska liðsins Lokeren eftir tímabilið 2012 sem vekur athygli. Hann hefur spilað í þremur löndum síðan og unnið titla í þeim öllum. Bikarmeistari - Lokeren, 2014 Bikarmeistari - Standard Liége, 2016 Belgíumeistari - Club Brugge, 2018 Belgíski Ofurbikarinn - Club Brugge, 2018 Bikarmeistari – Midtjylland 2019 Danmerkurmeistari – Midtjylland, 2020 Keisarabikarinn – Urawa Red Diamonds, 2021 Japanski Ofurbikarinn – Urawa Red Diamonds 2022 Þá lék hann á sínum tíma 14 leiki fyrir U-21 árs landslið Danmerkur, þar á meðal einn gegn Íslandi. Scholz í U-21landsleiknum gegn Íslandi. Scholz er aðeins 29 ára gamall í dag og því nægur tími til að bæta titlum við í safnið og mögulega næla í fyrsta A-landsleikinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið sem Jóhann Skúli tók við Alexander Scholz. Það hefst eftir 31 mínútu. Draumaliðið · Svona voru viðtölin 2012 (Very hidden and secret bonus track exclusive) Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Svona er sumarið er hlaðvarp sem fer yfir hvert tímabil fyrir sig í efstu deild karla í fótbolta frá árinu 1992. Þáttur númer 21 datt inn á helstu hlaðvarpsveitur í vikunni en þar var farið yfir sumarið 2012. Þar kom Alexander Scholz við sögu en ólíkt því sem var talið fyrir þá leitaðist Scholz sjálfur eftir því að koma til Íslands að spila. Það átti heldur betur eftir að reynast gæfuspor fyrir hann og hans feril. Eftir að spila 17 leiki fyrir Vejle í Danmörku og verið hluti af U-19 ára landsliði Danmerkur ákvað Scholz að taka sér pásu frá fótbolta og skoða heiminn. Var hann staddur í Indlandi þegar hann samdi við Stjörnuna fyrir tímabilið 2012. Á þessum tíma var Stjarnan með danskan markvarðaþjálfara, Henrik Bödker. Sá aðstoðaði einnig danska leikmenn við að finna lið á Íslandi. Voru til að mynda þrír Danir í liði Stjörnunnar þetta sumar. Eftir að Scholz kom hingað til lands og ferill hans fór á flug var talið að Bödker hefði unnið þrekvirki með því að fá þennan magnaða miðvörð hingað til lands en í Svona var sumarið kom annað í ljós, Scholz hafði nefnilega sjálfur samband við Bödker. „Frumkvæðið var mitt, ég spurði Henrik hvort hann gæti aðstoðað mig að finna lið á Íslandi. Hann sagði mér að bíða aðeins, fékk meðmæli og endaði á að segja mér að hans lið – Stjarnan – vildi fá mig,“ segir Scholz í viðtali við Jóhann Skúla Jónsson, þáttastjórnanda Svona var sumarið. Alexander Scholz í leik gegn Val á Íslandi. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan þá.Vísir/Ernir „Ég var alltaf metnaðarfullur en á þessum tíma var ég ekki nægilega einbeittur og vildi byrja upp á nýtt. Ég vildi einnig prófa að búa erlendis. Held að það hafi verið mitt fyrsta markmið, að fara erlendis og upplifa eitthvað annað heldur en Danmörku.“ „Metnaðurinn jókst síðan eftir því sem leið á sumarið og þó ég hafi aðeins spilað á Íslandi í eitt ár þá skrifaði ég upprunalega undir tveggja ára samning. Markmiðið mitt var að spila um sumarið en ferðast um veturinn. Ég var meira að segja með það í samningnum mínum að ég þyrfti ekki að vera á Íslandi í 5-6 mánuði yfir vetrartímann. Auðvitað myndu launin mín lækka en ég myndi samt fá nóg til að geta ferðast. Í dag finnst mér þetta hafa verið aðeins of mikið,“ segir Scholz um upphaf veru sinnar í Garðabænum. Húkkaði far á Aldrei fór ég suður „Já, það var danskur strákur að spila þar – Dennis Nielsen – ég hitti hann á hótelinu þegar ég kom fyrst til Íslands. Við spjölluðum og hann bauð mér þangað, ég hugsaði „af hverju ekki“ og það passaði vel við týpuna sem ég var þá að ég hafi ákveðið að húkka far alla leiðina þangað.“ „Þetta er einn af hlutunum sem sleppur þegar maður er 18-19 en ég myndi aldrei gera þetta í dag,“ sagði Scholz aðspurður hvort hann hefði húkkað sér far á tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður sem haldin er á Ísafirði. Í viðtalinu fer Scholz einnig yfir að hann hafi átt erfitt uppdráttar í upphafi ferils síns hér á landi. Hann hafi spilað æfingaleik á miðjunni og staðið sig skelfilega. Það rættist þó ágætlega úr veru hans hér á landi, Stjarnan endaði í 5. sæti en þó aðeins tveimur stigum á eftir Breiðabliki sem endaði í 2. sæti. Þá komst liðið alla leið í bikarúrslit þar sem það beið lægri hlut geng KR. Alls spilaði Scholz 26 leiki hér á landi og skoraði í þeim sjö mörk. Danski miðvörðurinn í baráttunni gegn Fylki. Það er svo það sem hann hefur áorkað síðan hann gekk í raðir belgíska liðsins Lokeren eftir tímabilið 2012 sem vekur athygli. Hann hefur spilað í þremur löndum síðan og unnið titla í þeim öllum. Bikarmeistari - Lokeren, 2014 Bikarmeistari - Standard Liége, 2016 Belgíumeistari - Club Brugge, 2018 Belgíski Ofurbikarinn - Club Brugge, 2018 Bikarmeistari – Midtjylland 2019 Danmerkurmeistari – Midtjylland, 2020 Keisarabikarinn – Urawa Red Diamonds, 2021 Japanski Ofurbikarinn – Urawa Red Diamonds 2022 Þá lék hann á sínum tíma 14 leiki fyrir U-21 árs landslið Danmerkur, þar á meðal einn gegn Íslandi. Scholz í U-21landsleiknum gegn Íslandi. Scholz er aðeins 29 ára gamall í dag og því nægur tími til að bæta titlum við í safnið og mögulega næla í fyrsta A-landsleikinn. Hér að neðan má hlusta á viðtalið sem Jóhann Skúli tók við Alexander Scholz. Það hefst eftir 31 mínútu. Draumaliðið · Svona voru viðtölin 2012 (Very hidden and secret bonus track exclusive)
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Fleiri fréttir Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Oddaleikur um Íslandsmeistaratitilinn staðreynd Körfubolti