Zlatan skilaði titlinum með slitið krossband | Sprautur, svefnleysi og sársauki í sex mánuði Valur Páll Eiríksson skrifar 26. maí 2022 12:01 Zlatan lagði mikið á sig til að standa við loforð sitt. AP Photo/Antonio Calanni Svíinn Zlatan Ibrahimovic lagði mikið á sig til að AC Milan myndi endurheimta ítalska meistaratitilinn í fótbolta eftir ellefu ára bið. Hann greinir frá því á samfélagsmiðlum að hann hafi verið með slitið krossband frá upphafi nýafstaðinnar leiktíðar. Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn. Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Zlatan er fertugur og sneri aftur til AC Milan í upphafi árs 2020 eftir gjöful ár hjá Los Angeles Galaxy í Bandaríkjunum. Sá sænski hafði áður verið hjá Milan í tvær leiktíðir frá 2010 til 2012. Hann var yfirlýsingaglaður að venju við komuna og lofaði því að hann myndi sjá til þess að Milan endurheimti ítalska meistaratitilinn. Sá hafði ekki unnist síðan 2011, þegar Zlatan var síðast á mála hjá félaginu. Zlatan stóð við stóru orðin og átti sinn þátt í sigri liðsins, sem var ekki tryggður fyrr en á lokadegi með 3-0 sigri á Sassuolo þar sem hann spilaði síðustu 20 mínútur leiksins. Alls spilaði Ibrahimovic 23 deildarleiki og skoraði í þeim átta mörk. View this post on Instagram A post shared by Zlatan Ibrahimovi (@iamzlatanibrahimovic) Aldrei þurft að þola aðrar eins kvalir Hann lagði meira á sig en flestir til að leggja sitt af mörkum en hann segist í Instagram-færslu hafa nýlokið aðgerð vegna krossbandsslita, slita sem urðu fyrir rúmu hálfu ári síðan. „Síðustu sex mánuði spilaði ég án krossbands í vinsta hnénu. Bólgið hné í sex mánuði. Ég náði aðeins að æfa tíu sinnum með liðinu síðustu sex mánuði. Fékk meira en 20 sprautur síðustu sex mánuði. Tæmdi vökva úr hnénu einu sinni í viku í sex mánuði. Verkjalyf á hverjum degi í sex mánuði. Svaf varla í sex mánuði vegna sársauka. Ég hef aldrei kvalist eins mikið innan og utan vallar.“ segir Zlatan. „Ég gerði eitthvað ómögulegt að möguleika. Í mínum huga var aðeins eitt markmið, að gera liðsfélaga mína og þjálfara að meisturum vegna þess að ég hafði gert loforð.“ sagði hinn síhógværi Zlatan jafnframt. „Í dag er ég með nýtt krossband og enn einn bikarinn.“ sagði Zlatan enn fremur sem er talið að verði frá í sex til átta mánuði eftir aðgerðina. Fróðlegt verður að sjá hvort hann haldi fótboltaiðkun áfram eftir þessa strembnu sex mánuði, með mikla endurhæfingu fyrir höndum nú þegar hann er kominn á fimmtugsaldurinn.
Ítalski boltinn Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira