Erlent

Spacey á­kærður fyrir kyn­ferðis­brot á ný

Árni Sæberg skrifar
Kevin Spacey hefur ekki leikið mikið undanfarin ár en hefur þó tekið þátt í ýmsum menningarviðburðum. Myndin er frá ljóðalestri sem hann tók þátt í á Ítalíu árið 2019.
Kevin Spacey hefur ekki leikið mikið undanfarin ár en hefur þó tekið þátt í ýmsum menningarviðburðum. Myndin er frá ljóðalestri sem hann tók þátt í á Ítalíu árið 2019. Ernesto Ruscio/Getty Images

Saksóknari í Bretlandi hefur gefið út fjórar ákærur á hendur leikaranum Kevin Spacey. Í kjölfar #MeToo byltingarinnar steig mikill fjöldi karlmanna fram og sakaði leikarann um að hafa brotið á sér kynferðislega.

Ákæran var gefin út eftir að lögregla fór betur yfir sönnunargögn í málum fjögurra manna sem unnu með Spacey í Crown Vic leikhúsinu í Lundúnum. Alls sökuðu tuttugu menn sem unnu með honum þar hann um kynferðisbrot.

Árið 2018 var hann ákærður fyrir eitt brot í Bandaríkjunum en sú ákæra var látin niður falla.

Spacey hefur unnið til tveggja Óskarsverðlauna og var fyrir 2017 talinn einn virtasti leikari samtímans. Frá því að ásakanir á hendur honum komu fram hefur hann farið huldu höfði.

Nú eru þó blikur á lofti þar sem kvikmynd sem hann leikur í er nú sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes, einni virtustu kvikmyndahátíð heims.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×