Víkingar áttu ekki í verulegum vandræðum með C-deildarlið Hauka þegar liðin áttust við að Ásvöllum í 32-liða úrslitum keppninnar í kvöld.
Áður en yfir lauk höfðu Víkingar gert sjö mörk gegn engu marki heimamanna. Yfirburðirnir algjörir.
Kristall Máni Ingason (2), Helgi Guðjónsson (2), Birnir Snær Ingason (2) og Ari Sigurpálsson sáu um markaskorun Víkinga.