Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 09:25 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Davíð Þór hefur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þá sérstaklega flokksliða Vinstri grænna vegna fyrirhugaðra brottvísana þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna. Davíð Þór kallaði á þriðjudag ríkisstjórnina fasíska og sagði sérstakan stað í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ Í kjölfarið fékk Davíð formlegt tiltal frá biskup Íslands en málið hefur verið mjög umdeilt og fjöldi presta lýst yfir stuðningi við Davíð. Davíð Þór sagði svo í viðtali við mbl.is í gærkvöldi að hann hafi aldrei búið með forsætisráðherra Íslands, hann hafi búið með allt annarri manneskju. „Umræðan ætti að snúast um það hvernig við sem samfélag komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Ef að einhverjum finnst að sú umræða eigi að snúast um það hvernig tilfinningalífi mínu var háttað fyrir 20 árum... jah þá vitum við hversu stór sálin í því fólki er,“ sagði Davíð í samtali við mbl.is. „Þar fyrir utan þá bjó ég aldrei með forsætisráðherra Íslands, það var allt önnur manneskja.“ Segir blaðamanninn hafa slegið sig út af laginu Svo virðist sem Davíð Þór sjái eftir þessum orðum sínum en hann biðst afsökunar á þeim í pistli sem hann birtir á Facebook. „Blaðamaður hringdi í mig þar sem ég var önnum kafinn við að koma börnum mínum í háttinn. Við töluðum saman í tvær mínútur. Í lok spjallsins fékk ég spurningu sem ég taldi ekki koma málinu neitt við og lét eina vanhugsaða setningu falla í kjölfarið,“ skrifar Davíð í pistlinum sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. „Auðvitað var henni slegið upp í fyrirsögn en ekki það sem ég lagði áherslu á í okkar stutta spjalli að ætti að vera það sem málið snerist um. Ég iðrast þessara orða og tek þau hér með aftur. Umræðan á ekki að snúast um persónur, en ég lét blaðamanninn slá mig út af laginu og niður á það plan.“ Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir „Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. 25. maí 2022 11:50 Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Davíð Þór hefur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þá sérstaklega flokksliða Vinstri grænna vegna fyrirhugaðra brottvísana þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna. Davíð Þór kallaði á þriðjudag ríkisstjórnina fasíska og sagði sérstakan stað í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ Í kjölfarið fékk Davíð formlegt tiltal frá biskup Íslands en málið hefur verið mjög umdeilt og fjöldi presta lýst yfir stuðningi við Davíð. Davíð Þór sagði svo í viðtali við mbl.is í gærkvöldi að hann hafi aldrei búið með forsætisráðherra Íslands, hann hafi búið með allt annarri manneskju. „Umræðan ætti að snúast um það hvernig við sem samfélag komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Ef að einhverjum finnst að sú umræða eigi að snúast um það hvernig tilfinningalífi mínu var háttað fyrir 20 árum... jah þá vitum við hversu stór sálin í því fólki er,“ sagði Davíð í samtali við mbl.is. „Þar fyrir utan þá bjó ég aldrei með forsætisráðherra Íslands, það var allt önnur manneskja.“ Segir blaðamanninn hafa slegið sig út af laginu Svo virðist sem Davíð Þór sjái eftir þessum orðum sínum en hann biðst afsökunar á þeim í pistli sem hann birtir á Facebook. „Blaðamaður hringdi í mig þar sem ég var önnum kafinn við að koma börnum mínum í háttinn. Við töluðum saman í tvær mínútur. Í lok spjallsins fékk ég spurningu sem ég taldi ekki koma málinu neitt við og lét eina vanhugsaða setningu falla í kjölfarið,“ skrifar Davíð í pistlinum sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. „Auðvitað var henni slegið upp í fyrirsögn en ekki það sem ég lagði áherslu á í okkar stutta spjalli að ætti að vera það sem málið snerist um. Ég iðrast þessara orða og tek þau hér með aftur. Umræðan á ekki að snúast um persónur, en ég lét blaðamanninn slá mig út af laginu og niður á það plan.“
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir „Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. 25. maí 2022 11:50 Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
„Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. 25. maí 2022 11:50
Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16
Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25