Neytendastofa slær á fingur Aventuraholidays vegna „besta verðsins til Tenerife“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 10:59 Neytendastofa slær á fingur Aventura vegna auglýsingar um besta verðið til Tenerife. Getty/Andrés Gutiérrez Neytendastofa hefur slegið á fingur Aventuraholidays ehf. fyrir að hafa birt auglýsingar þar sem því var haldið fram að ferðaskrifstofan biði upp á „Besta verðið til Tenerife í vetur“ og „Aventura tryggir bestu hótelin á Tenerife á miklu betra verði“. Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu um málið að henni hafi borist ábending um auglýsingar Aventuraholidays þar sem gerðar voru athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingar um „besta verðið til Tenerife“ og að ferðaskrifstofan tryggði viðskiptavinum „bestu hótelin á miklu betra verði.“ Í svörum félagsins var tiltekið að skýrt kæmi frma hvert verð ferðanna væri með afslætti, til hvaða hótela væri vísað til auk þess sem fram kæmu skýr verðdæmi og lýsing á því hvað væri innifalið í verðinu. Félagið hafnaði því jafnframt að fullyrðingar væru afdráttarlausar og án fyrirvara. Hér má sjá viðlíka auglýsingu og þá sem Neytendastofa gerir athugasemd við, sem finna mátti á heimasíðu Aventura við vinnslu fréttarinnar. Þar auglýsir ferðaskrifstofan besta verðið til Alicante.skjáskot Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að sýnt hafi verið fram á að verðlækkunin væri veruleg og því væri ekki tilefni til athugasemda. Við mat á því hvort fullyrðingar væru sannar taldi Neytendastofa mikilvægt að horfa til þess að verðsamanburðurinn miðaðist allur við ferðir Aventuraholidays með 30.000 króna auglýstum afslætti, sem hafi verið skilyrtur og tímabundinn en fullyrðingar hafi verið settar fram sjálfstæðar og ekki í tengslum við verðlækkunina. Þá væri verð Adventuraholidays án afsláttarins hærra en verð samkeppnisaðila í einhverjum tilvika. Hvað fullyrðingar um bestu hótelin varðaði hefði Aventuraholidays vísað til þess að félagð biði upp á sum þekktustu hótel Tenerife sem hafi hæstu einkunnir í gæðamati á hótelum en ekki lagt fram gögn eða skýringar um það. Fullyrðingarnar væru þar að auki í efsta stigi lýsingarorðs og án fyrirvara eða skýringa og gera þyrfti strangar kröfur um sönnun þeirra. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar því ósannaðar og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og því villandi. Neytendastofa bannar Aventuraholidays ehf. að viðhafa slíka viðskiptahætti og tók bannið gildi við móttökun ákvörðunarinnar, sem gefin var út á mánudag, 23. maí. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir. Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fram kemur í ákvörðun Neytendastofu um málið að henni hafi borist ábending um auglýsingar Aventuraholidays þar sem gerðar voru athugasemdir við verðlækkun sem kynnt var í auglýsingunum og við fullyrðingar um „besta verðið til Tenerife“ og að ferðaskrifstofan tryggði viðskiptavinum „bestu hótelin á miklu betra verði.“ Í svörum félagsins var tiltekið að skýrt kæmi frma hvert verð ferðanna væri með afslætti, til hvaða hótela væri vísað til auk þess sem fram kæmu skýr verðdæmi og lýsing á því hvað væri innifalið í verðinu. Félagið hafnaði því jafnframt að fullyrðingar væru afdráttarlausar og án fyrirvara. Hér má sjá viðlíka auglýsingu og þá sem Neytendastofa gerir athugasemd við, sem finna mátti á heimasíðu Aventura við vinnslu fréttarinnar. Þar auglýsir ferðaskrifstofan besta verðið til Alicante.skjáskot Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu að sýnt hafi verið fram á að verðlækkunin væri veruleg og því væri ekki tilefni til athugasemda. Við mat á því hvort fullyrðingar væru sannar taldi Neytendastofa mikilvægt að horfa til þess að verðsamanburðurinn miðaðist allur við ferðir Aventuraholidays með 30.000 króna auglýstum afslætti, sem hafi verið skilyrtur og tímabundinn en fullyrðingar hafi verið settar fram sjálfstæðar og ekki í tengslum við verðlækkunina. Þá væri verð Adventuraholidays án afsláttarins hærra en verð samkeppnisaðila í einhverjum tilvika. Hvað fullyrðingar um bestu hótelin varðaði hefði Aventuraholidays vísað til þess að félagð biði upp á sum þekktustu hótel Tenerife sem hafi hæstu einkunnir í gæðamati á hótelum en ekki lagt fram gögn eða skýringar um það. Fullyrðingarnar væru þar að auki í efsta stigi lýsingarorðs og án fyrirvara eða skýringa og gera þyrfti strangar kröfur um sönnun þeirra. Taldi Neytendastofa fullyrðingarnar því ósannaðar og til þess fallnar að hafa áhrif á ákvörðun neytenda um viðskipti og því villandi. Neytendastofa bannar Aventuraholidays ehf. að viðhafa slíka viðskiptahætti og tók bannið gildi við móttökun ákvörðunarinnar, sem gefin var út á mánudag, 23. maí. Verði ekki farið að banninu megi búast við að tekin verði ákvörðun um sektir.
Neytendur Ferðalög Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ Atvinnulíf Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn frá Peugot Samstarf „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira