Tryggja þarf greiðan aðgang að neyðarlyfinu Naloxone til framtíðar! Elín Guðný Gunnarsdóttir, Sigrún Jóhannsdóttir og Svala Jóhannedóttir skrifa 27. maí 2022 15:00 Stórt framfaraskref í skaðaminnkandi þjónustu á Íslandi var tekið nú á dögunum þegar Naloxone nefúðinn var loksins aðgengilegur að kostnaðarlausu í gegnum Frú Ragnheiðar verkefnið hjá Rauða krossinum. Þökk sé veglegum fjárstyrk frá einkaaðila var hægt að hefja dreifingu á lyfinu ásamt fræðslu til jaðarsettra notenda ópíóíðalyfja og til fólks í nærumhverfi þeirra. Enn er þó rík ástæða til að stjórnvöld tryggi greiðari aðgang að Naloxone nefúða með fjárhagslegum stuðningi og breyttu regluverki varðandi lyfið. Ópíóíðalyf eru ávísuð til meðferðar við slæmum og miklum verkjum og getur endurtekin notkun leitt til ávanabindingar. Um 8-12% þeirra sem fær ávísuð ópíóíðalyf þróa með sér vímuefnavanda í lyfin og verða þá líkamlega og andlega háð þeim. Ópíóíðar eru t.d. oxycontin, parkódín, contalgin, fentanyl og heróín. Ópíóíðalyf hafa bælandi áhrif á þann hluta heilans sem stýrir öndun og því getur of stór skammtur af lyfjunum valdið öndunarstoppi hjá fólki. Getur það gerst vegna þess að fólk misreiknar skammtastærðir, þol þeirra hefur lækkað eða fólk blandar lyfjunum við önnur slævandi lyf eins og áfengi eða benzódíazepín. Einnig er talið að inntaka á ópíóíðalyfjum í tengslum við skemmtanalífið hafi aukist og getur þekkingarleysi í slíkum aðstæðum hæglega leitt til ofskömmtunar. Aukning er á dauðsföllum vegna ópíóíða á Íslandi Lyfjatengd andlát eru andlát sem rekja má til eitrana á ávana- og vímuefnum. Stærstur hluti lyfjatengdra andláta hér á landi síðustu tíu ár falla undir óhappaeitarnir samkvæmt dánarmeinaskrá Embættis landlæknis, eða um 65%. Vímuefnavandi tengdur ópíóíðalyfjum hefur aukist hér á landi og er það í takt við önnur Evrópulönd. Um það vitnar SÁÁ og er einnig reynslan úr skaðaminnkandi úrræðum hér á landi. Á Íslandi látast að meðaltali 29 einstaklingar árlega af völdum ofskömmtunar á lyfjum og hefur fjöldinn hækkað á síðustu árum, en árið 2020 létust 37 einstaklingar. Þetta er vel yfir tvöfaldur sá fjöldi fólks sem lætur lífið í umferðarslysum hér á landi. Til að sporna við dauðsföllum í umferðinni beitum við hinum ýmsu skaðaminnkandi aðferðum, t.d. bílbeltum, loftpúðum og setjum hámarkshraða. Því ætti að liggja beinast við að slíkt hið sama yrði gert varðandi þær áhættur sem fylgir notkun á ópíóíðalyfjum, alveg eins og við notum adrenalínpenna til að draga úr dauðsföllum af völdum bráðaofnæmis. Naloxone nefúði fyrir almenna dreifingu Naloxone nefúði er neyðarlyf sem er notað þegar einstaklingar 14 ára og eldri ofskammta af ópíóíðalyfjum, eru í öndunarstoppi eða með óreglulega öndun. Naloxone stöðvar verkun ópíóíða tímabundið, kemur öndun aftur af stað hjá fólki og bjargar þannig mannslífum. Naloxone nefúði er einfaldur í notkun og sérstaklega hannaður fyrir hinn almenna borgara til að bregðast við neyðartilfellum þegar ofskömmtun á ópíóíðalyfjum á sér stað. Allir geta notað Naloxone nefúða og var tilgangurinn með framleiðslunni að nefúðinn færi í almenna dreifingu í samfélaginu. Í lyfjaskrá, útgefinni af Lyfjaeftirlitinu, segir beinum orðum: „Ef þú átt á hættu að fá of stóran skammt af ópíóíðum skaltu alltaf ganga með Nyxoid á þér”. Dreifing á Naloxone nefúða ásamt fræðslu til notenda ópíóðalyfja, er gagnreynt skaðaminnkunarinngrip sem dregur úr dauðsföllum og óafturkræfum skaða af völdum ofskömmtunar á ópíóíðalyfjum. Erlendis nefnist inngripið „Take home naloxone“ og er starfrækt í fjölmörgum löndum, þ. á. m. öllum Norðurlöndunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) hafa hvatt lönd til að draga úr þröskuldum að Naloxone og leggja jafnframt áherslu á að lyfinu sé dreift í gegnum lágþröskuldaþjónustu til einstaklinga sem eru í áhættu á ofskömmtun vegna ópíóíða og fólks í nærumhverfi þeirra. WHO og EMCDDA telja „Take home naloxone“ inngripið vera eina af hagkvæmustu og skilvirkustu leiðunum til að draga úr dauðsföll af völdum ofskömmtunar á ópíóíðum. Greiðara aðgengi að Naloxone á Íslandi Þegar Naloxone nefúðinn kom á markað á Íslandi 1. mars 2020ákváðu stjórnvöld að gera hann lyfseðilskyldan. Það þýðir með öðrum orðum að einstaklingar sem nota ópíóíðlyf þurfa að bóka tíma hjá lækni, bíða eftir tímanum, mæta svo í tímann, óska eftir að fá Naloxone nefúða ávísaðan og læknir skráir síðan upplýsingar í sjúkraskrá viðkomandi. Ef einstaklingur fær Naloxone nefúða ávísaðan þarf hann að sækja lyfið í apótek og greiða um 8 þúsund krónur fyrir tvo Naloxone skammta. Að auki ríkir ótti hjá notendum við skráningu slíkra upplýsinga í sjúkraskrá þar sem þær geta leitt af sér að viðkomandi fái síður ávísuð ópíóíðalyf og verði stimplaður með fíknivanda um ókomna tíð í heilbrigðiskerfinu. Fyrir stóran hóp af fólki sem notar ópíóíðalyfja eins og jaðarsetta notendur ópíóíðalyfja eða einstaklinga sem nýlega hafa misst tökin á lyfjanotkun sinni eru þessir þröskuldar allt of háir og óraunhæft að ætlast til þess að fólk komist í gegnum þetta ferli. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tilgangur lyfseðilskyldunnar sá að læknar gætu þá sótt um greiðsluþátttöku hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) fyrir skjólstæðinga sína. Samkvæmt upplýsingum frá SÍ hafði þó enginn læknir sótt um slíka greiðsluþátttöku árið 2021 og samkvæmt samtölum okkar við stjórnendur í skaðaminnkandi úrræðum og neyðarskýlum hér á landi í apríl 2022 hafði enginn af þjónustuþegum þeirra fengið Naloxone nefúða ávísaðan frá lækni. Þar að auki þarf að huga að rekstraraðilum skemmtistaða og tónlistahátíða og ættu Naloxone nefúðar að vera hluti af skyndihjálparbúnaði þeirra, en í dag geta þessir aðilar ekki nálgast lyfið sjálfir. Jafnfram þarf að huga að aðstandendum og vinum, þeim sem eru í nærumhverfi einstaklinga sem nota ópíóíðalyf, en Naloxone er mikilvægur öryggisbúnaður fyrir þann hóp. Þá eru ýmsir aðrir aðilar/stofnanir sem einnig ættu að hafa Naloxone nefúða sem hluta af skyndihjálparbúnaði sínum. Ljóst er að núverandi regluverk og stefna yfirvalda heftir stórkostlega aðgengi fólks að Naloxone nefúða, lyfi sem sannarlega bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Það er sárt að hugsa til þess hversu mörgun mannslífum hefði mátt -og mætti enn- bjarga ef Naloxone nefúði væri staðalbúnaður einstaklinga og stofnana sem á honum þurfa að halda. Tillögur til úrbóta Matthildur – samtök um skaðaminnkun skora á íslensk stjórnvöld að tryggja greiðan aðgang að Naloxone nefúða til allra notenda ópíóíða í landinu og að sérstaklega verði hugað að ólíkum hópum, enda er lyfið nær hættulaust og bjargar mannslífum. Samtökin leggja áherslu á eftirfarandi tvo þætti: 1. Að Naloxone nefúði verði gerður að lausasölulyfi líkt og er á Ítalíu, í Frakklandi, Kanada og Ástralíu. Með því fá lyfjafræðingar heimild til að afhenda Naloxone nefúða með fræðslu án lyfseðils í apótekum, líkt og er með neyðargetnaðarvarnir (daginn eftir pillan) (11.gr lyfjalaga nr. 93/1994). Þannig er hægt að draga verulega úr þröskuldum að Naloxone nefúða og auka aðgengi ólíkra hópa að lyfinu eins og aðstandenda, einstaklinga sem nýlega hafa misst tökin á ópíóíðanotkun sinni og rekstraraðila í skemmtanalífinu og tónlistahátíða. 2. Að ríkið tryggi jaðarsettum notendum ópíóíðlyfja aðgang að Naloxone nefúða í gegnum lágþröskuldaþjónustu með fjárhagslegum stuðningi til skaðaminnkandi úrræða til framtíðar. Úrræðin munu bera ábyrgð á dreifingu Naloxone nefúða ásamt fræðslu um ofskömmtunareinkenni og notkun lyfsins til jaðarsettra notenda ópíóíða og fólks í nærumhverfi þeirra. Með því er hægt að tryggja að jaðarsettir einstaklingar sem glíma við ópíóíðavanda og fólk í nærumhverfi þeirra hafi gott aðgengi að Naloxone nefúða sér að kostnaðarlausu, þar sem áhersla er lögð á lágþröskuldaþjónustu, fordómaleysi og samhyggð. Höfundar eru stofnaðilar Matthildar – samtaka um skaðaminnkun. Elín Guðný Gunnarsdóttir, MPM. Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður. Svala Jóhannedóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Sjá meira
Stórt framfaraskref í skaðaminnkandi þjónustu á Íslandi var tekið nú á dögunum þegar Naloxone nefúðinn var loksins aðgengilegur að kostnaðarlausu í gegnum Frú Ragnheiðar verkefnið hjá Rauða krossinum. Þökk sé veglegum fjárstyrk frá einkaaðila var hægt að hefja dreifingu á lyfinu ásamt fræðslu til jaðarsettra notenda ópíóíðalyfja og til fólks í nærumhverfi þeirra. Enn er þó rík ástæða til að stjórnvöld tryggi greiðari aðgang að Naloxone nefúða með fjárhagslegum stuðningi og breyttu regluverki varðandi lyfið. Ópíóíðalyf eru ávísuð til meðferðar við slæmum og miklum verkjum og getur endurtekin notkun leitt til ávanabindingar. Um 8-12% þeirra sem fær ávísuð ópíóíðalyf þróa með sér vímuefnavanda í lyfin og verða þá líkamlega og andlega háð þeim. Ópíóíðar eru t.d. oxycontin, parkódín, contalgin, fentanyl og heróín. Ópíóíðalyf hafa bælandi áhrif á þann hluta heilans sem stýrir öndun og því getur of stór skammtur af lyfjunum valdið öndunarstoppi hjá fólki. Getur það gerst vegna þess að fólk misreiknar skammtastærðir, þol þeirra hefur lækkað eða fólk blandar lyfjunum við önnur slævandi lyf eins og áfengi eða benzódíazepín. Einnig er talið að inntaka á ópíóíðalyfjum í tengslum við skemmtanalífið hafi aukist og getur þekkingarleysi í slíkum aðstæðum hæglega leitt til ofskömmtunar. Aukning er á dauðsföllum vegna ópíóíða á Íslandi Lyfjatengd andlát eru andlát sem rekja má til eitrana á ávana- og vímuefnum. Stærstur hluti lyfjatengdra andláta hér á landi síðustu tíu ár falla undir óhappaeitarnir samkvæmt dánarmeinaskrá Embættis landlæknis, eða um 65%. Vímuefnavandi tengdur ópíóíðalyfjum hefur aukist hér á landi og er það í takt við önnur Evrópulönd. Um það vitnar SÁÁ og er einnig reynslan úr skaðaminnkandi úrræðum hér á landi. Á Íslandi látast að meðaltali 29 einstaklingar árlega af völdum ofskömmtunar á lyfjum og hefur fjöldinn hækkað á síðustu árum, en árið 2020 létust 37 einstaklingar. Þetta er vel yfir tvöfaldur sá fjöldi fólks sem lætur lífið í umferðarslysum hér á landi. Til að sporna við dauðsföllum í umferðinni beitum við hinum ýmsu skaðaminnkandi aðferðum, t.d. bílbeltum, loftpúðum og setjum hámarkshraða. Því ætti að liggja beinast við að slíkt hið sama yrði gert varðandi þær áhættur sem fylgir notkun á ópíóíðalyfjum, alveg eins og við notum adrenalínpenna til að draga úr dauðsföllum af völdum bráðaofnæmis. Naloxone nefúði fyrir almenna dreifingu Naloxone nefúði er neyðarlyf sem er notað þegar einstaklingar 14 ára og eldri ofskammta af ópíóíðalyfjum, eru í öndunarstoppi eða með óreglulega öndun. Naloxone stöðvar verkun ópíóíða tímabundið, kemur öndun aftur af stað hjá fólki og bjargar þannig mannslífum. Naloxone nefúði er einfaldur í notkun og sérstaklega hannaður fyrir hinn almenna borgara til að bregðast við neyðartilfellum þegar ofskömmtun á ópíóíðalyfjum á sér stað. Allir geta notað Naloxone nefúða og var tilgangurinn með framleiðslunni að nefúðinn færi í almenna dreifingu í samfélaginu. Í lyfjaskrá, útgefinni af Lyfjaeftirlitinu, segir beinum orðum: „Ef þú átt á hættu að fá of stóran skammt af ópíóíðum skaltu alltaf ganga með Nyxoid á þér”. Dreifing á Naloxone nefúða ásamt fræðslu til notenda ópíóðalyfja, er gagnreynt skaðaminnkunarinngrip sem dregur úr dauðsföllum og óafturkræfum skaða af völdum ofskömmtunar á ópíóíðalyfjum. Erlendis nefnist inngripið „Take home naloxone“ og er starfrækt í fjölmörgum löndum, þ. á. m. öllum Norðurlöndunum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Eftirlitsmiðstöð Evrópu með lyfjum og lyfjafíkn (EMCDDA) hafa hvatt lönd til að draga úr þröskuldum að Naloxone og leggja jafnframt áherslu á að lyfinu sé dreift í gegnum lágþröskuldaþjónustu til einstaklinga sem eru í áhættu á ofskömmtun vegna ópíóíða og fólks í nærumhverfi þeirra. WHO og EMCDDA telja „Take home naloxone“ inngripið vera eina af hagkvæmustu og skilvirkustu leiðunum til að draga úr dauðsföll af völdum ofskömmtunar á ópíóíðum. Greiðara aðgengi að Naloxone á Íslandi Þegar Naloxone nefúðinn kom á markað á Íslandi 1. mars 2020ákváðu stjórnvöld að gera hann lyfseðilskyldan. Það þýðir með öðrum orðum að einstaklingar sem nota ópíóíðlyf þurfa að bóka tíma hjá lækni, bíða eftir tímanum, mæta svo í tímann, óska eftir að fá Naloxone nefúða ávísaðan og læknir skráir síðan upplýsingar í sjúkraskrá viðkomandi. Ef einstaklingur fær Naloxone nefúða ávísaðan þarf hann að sækja lyfið í apótek og greiða um 8 þúsund krónur fyrir tvo Naloxone skammta. Að auki ríkir ótti hjá notendum við skráningu slíkra upplýsinga í sjúkraskrá þar sem þær geta leitt af sér að viðkomandi fái síður ávísuð ópíóíðalyf og verði stimplaður með fíknivanda um ókomna tíð í heilbrigðiskerfinu. Fyrir stóran hóp af fólki sem notar ópíóíðalyfja eins og jaðarsetta notendur ópíóíðalyfja eða einstaklinga sem nýlega hafa misst tökin á lyfjanotkun sinni eru þessir þröskuldar allt of háir og óraunhæft að ætlast til þess að fólk komist í gegnum þetta ferli. Samkvæmt heilbrigðisráðherra er tilgangur lyfseðilskyldunnar sá að læknar gætu þá sótt um greiðsluþátttöku hjá Sjúkratryggingum Íslands (SÍ) fyrir skjólstæðinga sína. Samkvæmt upplýsingum frá SÍ hafði þó enginn læknir sótt um slíka greiðsluþátttöku árið 2021 og samkvæmt samtölum okkar við stjórnendur í skaðaminnkandi úrræðum og neyðarskýlum hér á landi í apríl 2022 hafði enginn af þjónustuþegum þeirra fengið Naloxone nefúða ávísaðan frá lækni. Þar að auki þarf að huga að rekstraraðilum skemmtistaða og tónlistahátíða og ættu Naloxone nefúðar að vera hluti af skyndihjálparbúnaði þeirra, en í dag geta þessir aðilar ekki nálgast lyfið sjálfir. Jafnfram þarf að huga að aðstandendum og vinum, þeim sem eru í nærumhverfi einstaklinga sem nota ópíóíðalyf, en Naloxone er mikilvægur öryggisbúnaður fyrir þann hóp. Þá eru ýmsir aðrir aðilar/stofnanir sem einnig ættu að hafa Naloxone nefúða sem hluta af skyndihjálparbúnaði sínum. Ljóst er að núverandi regluverk og stefna yfirvalda heftir stórkostlega aðgengi fólks að Naloxone nefúða, lyfi sem sannarlega bjargar mannslífum og kemur í veg fyrir ótímabær dauðsföll. Það er sárt að hugsa til þess hversu mörgun mannslífum hefði mátt -og mætti enn- bjarga ef Naloxone nefúði væri staðalbúnaður einstaklinga og stofnana sem á honum þurfa að halda. Tillögur til úrbóta Matthildur – samtök um skaðaminnkun skora á íslensk stjórnvöld að tryggja greiðan aðgang að Naloxone nefúða til allra notenda ópíóíða í landinu og að sérstaklega verði hugað að ólíkum hópum, enda er lyfið nær hættulaust og bjargar mannslífum. Samtökin leggja áherslu á eftirfarandi tvo þætti: 1. Að Naloxone nefúði verði gerður að lausasölulyfi líkt og er á Ítalíu, í Frakklandi, Kanada og Ástralíu. Með því fá lyfjafræðingar heimild til að afhenda Naloxone nefúða með fræðslu án lyfseðils í apótekum, líkt og er með neyðargetnaðarvarnir (daginn eftir pillan) (11.gr lyfjalaga nr. 93/1994). Þannig er hægt að draga verulega úr þröskuldum að Naloxone nefúða og auka aðgengi ólíkra hópa að lyfinu eins og aðstandenda, einstaklinga sem nýlega hafa misst tökin á ópíóíðanotkun sinni og rekstraraðila í skemmtanalífinu og tónlistahátíða. 2. Að ríkið tryggi jaðarsettum notendum ópíóíðlyfja aðgang að Naloxone nefúða í gegnum lágþröskuldaþjónustu með fjárhagslegum stuðningi til skaðaminnkandi úrræða til framtíðar. Úrræðin munu bera ábyrgð á dreifingu Naloxone nefúða ásamt fræðslu um ofskömmtunareinkenni og notkun lyfsins til jaðarsettra notenda ópíóíða og fólks í nærumhverfi þeirra. Með því er hægt að tryggja að jaðarsettir einstaklingar sem glíma við ópíóíðavanda og fólk í nærumhverfi þeirra hafi gott aðgengi að Naloxone nefúða sér að kostnaðarlausu, þar sem áhersla er lögð á lágþröskuldaþjónustu, fordómaleysi og samhyggð. Höfundar eru stofnaðilar Matthildar – samtaka um skaðaminnkun. Elín Guðný Gunnarsdóttir, MPM. Sigrún Jóhannsdóttir, lögmaður. Svala Jóhannedóttir, sérfræðingur í skaðaminnkun.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar