Föst á djamminu Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 30. maí 2022 08:00 Nú er flest ungt fólk búið í lokaprófum og þá fyllist miðbærinn af ungu fólki sem ætlar að fagna sumrinu, undirrituð er ein þeirra. Margir hafa þó rekið sig á það að erfitt getur reynst að fá leigubíl heim. Lögmál framboðs og eftirspurnar virt að vettugi Fyrir helgi ákvað innviðaráðherra að auka fjölda akstursleyfa fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á suðvesturhorninu, það er höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Leyfin á svæðinu verða því 680 talsins. Árið 1995 settu stjórnvöld fyrst þak á fjölda atvinnuleyfa en síðan þá hefur atvinnuleyfum fjölgað um tíu talsins á suðvesturhorninu. Þessi þróun skýtur skökku við þar sem að fólksfjöldi hefur aukist um 41% síðan þá, til viðbótar hefur fjöldi ferðamanna hér á landi aukist töluvert. Því er ljóst að stjórnvöld, sem ákvarða fjölda útgefinna atvinnuleyfa, hafa ekki mætt aukinni eftirspurn. Vegna núverandi stöðu á leigubifreiðamarkaði hefur brotist út öflugur svartur markaður með aksturþjónustu. Fésbókarhópar, með meðlimum sem telja á mörg þúsund, hafa sprottið upp þar sem að einstaklingar bjóða akstur, oft heim úr miðbænum, fyrir greiðslu. Slík staða er ekki æskileg þar sem að ekkert eftirlit er með slíkum vettvöngum og engar kröfur gerðar um öryggi. Auk þess er líklegt að örvæntingafullir miðbæjargestir leiti á rafskúturnar, í von um að komast heim, með tilheyrandi slysahættu. Áminning EFTA Í janúar 2021 hóf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samningsbrotamál gegn Íslandi með áminningu sem var send íslenskum stjórnvöldum. Áminningin var þess efnis að íslensk stjórnvöld hafa virt reglur EES um staðfestufrelsi á leigubílamarkaðinum að vettugi og brjóta þannig í bága við EES-samninginn Stofnunin taldi að núverandi löggjöf fæli í sér aðgangshindranir sem samræmast ekki skyldum íslenska ríkisins gagnvart EES-rétti. Áminningin ætti ekki að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart þar sem að sama stofnun hafði nú þegar gert athugasemdir við leigubifreiðalöggjöf Norðmanna en hún er mjög sambærileg þeirri íslensku. Þar setti ESA fram þrjár athugasemdir: Í fyrsta lagi taldi hún takmörkun á fyrir fram ákveðnum fjölda atvinnuleyfa ólögmæta. Í öðru lagi taldi hún að reglur um úthlutun leyfa ekki vera fyrirsjáanlegar, hlutlausar eða lausar við mismunun og þar af leiðandi ólögmætar. Að lokum setti hún athugasemd við það að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubílastöðvum. Þessar athugasemdir eiga einnig við um íslensku löggjöfina. Auk ESA hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað sett fram athugasemdir og umsagnir vegna frumvarpa um leigubifreiðaakstur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið mælst til þess að ákveðin ákvæði núgildandi laga verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að bæta samkeppnisumhverfi á leigubifreiðamarkaði. Skilyrði bílstjóra Einstaklingar sem vilja sækja um atvinnuleyfi til leigubílaaksturs þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði skv. 5.gr. laga um leigubifreiðar. Þar á meðan að umsækandi skal stunda leigubílaakstur sem aðalatvinnu. Þetta ákvæði, ásamt fleirum, er fremur íþyngjandi. Samkvæmt núverandi löggjöf er úthlutun atvinnuleyfa byggð á grundvelli starfsreynslu innan takmörkunarsvæða. Þá er sú akstursreynsla sem að umsækjandi sem hefur aflað sér á öðru takmörkunarsvæði en því sem að hyggst sækjast eftir að aka á metið sem 100 dagar fyrir hvert ár. Auk þess eru umsækjendum sem hafa akstursreynslu annars staðar en á Íslandi reistar verulegar skorður þar sem að sú reynsla er ekki tekin til greina við umsóknarferlið. Jafnræði er þar af leiðandi ekki fylgt. Fyrrgreind skilyrði eru meðal þeirra takmarkana sem að leigubifreiðamarkaðurinn stendur frami fyrir. Erlendis hafa farveituþjónustur á borð við Uber og Lyft rutt sér rúms og notið gríðarlegra vinsælda. Þar eru aðgangshindranirnar ekki eins íþyngjandi og hér á landi. Jafnframt hefur íslenska fyrirtækið Parka sýnt áhuga á að veita sambærilega þjónustu hér á landi, líkt og Uber og Lyft, en miðað við núverandi löggjöf er slík starfsemi óheimil. Má ég komast heim af djamminu? Brýnt er að liðka fyrir núverandi löggjöf um leigubifreiðaakstur með það að leiðarljósti að skapa heilbrigðari samkeppnismarkaði um leigubifreiðaakstur. Með aukinni samkeppni verður þjónusta betri, farþegum til bóta. Þá loks getur lögmál framboðs og eftirspurnar tekið gildi á markaðinum og ég kemst skjótt heim af djamminu. Höfundur er háskólanemi sem finnst gaman að djamma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Næturlíf Leigubílar Mest lesið Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 16.08.2025 Halldór Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Sjá meira
Nú er flest ungt fólk búið í lokaprófum og þá fyllist miðbærinn af ungu fólki sem ætlar að fagna sumrinu, undirrituð er ein þeirra. Margir hafa þó rekið sig á það að erfitt getur reynst að fá leigubíl heim. Lögmál framboðs og eftirspurnar virt að vettugi Fyrir helgi ákvað innviðaráðherra að auka fjölda akstursleyfa fyrir leigubifreiðaakstur um hundrað á suðvesturhorninu, það er höfuðborgarsvæðið og Suðurnes. Leyfin á svæðinu verða því 680 talsins. Árið 1995 settu stjórnvöld fyrst þak á fjölda atvinnuleyfa en síðan þá hefur atvinnuleyfum fjölgað um tíu talsins á suðvesturhorninu. Þessi þróun skýtur skökku við þar sem að fólksfjöldi hefur aukist um 41% síðan þá, til viðbótar hefur fjöldi ferðamanna hér á landi aukist töluvert. Því er ljóst að stjórnvöld, sem ákvarða fjölda útgefinna atvinnuleyfa, hafa ekki mætt aukinni eftirspurn. Vegna núverandi stöðu á leigubifreiðamarkaði hefur brotist út öflugur svartur markaður með aksturþjónustu. Fésbókarhópar, með meðlimum sem telja á mörg þúsund, hafa sprottið upp þar sem að einstaklingar bjóða akstur, oft heim úr miðbænum, fyrir greiðslu. Slík staða er ekki æskileg þar sem að ekkert eftirlit er með slíkum vettvöngum og engar kröfur gerðar um öryggi. Auk þess er líklegt að örvæntingafullir miðbæjargestir leiti á rafskúturnar, í von um að komast heim, með tilheyrandi slysahættu. Áminning EFTA Í janúar 2021 hóf Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) samningsbrotamál gegn Íslandi með áminningu sem var send íslenskum stjórnvöldum. Áminningin var þess efnis að íslensk stjórnvöld hafa virt reglur EES um staðfestufrelsi á leigubílamarkaðinum að vettugi og brjóta þannig í bága við EES-samninginn Stofnunin taldi að núverandi löggjöf fæli í sér aðgangshindranir sem samræmast ekki skyldum íslenska ríkisins gagnvart EES-rétti. Áminningin ætti ekki að koma íslenskum stjórnvöldum á óvart þar sem að sama stofnun hafði nú þegar gert athugasemdir við leigubifreiðalöggjöf Norðmanna en hún er mjög sambærileg þeirri íslensku. Þar setti ESA fram þrjár athugasemdir: Í fyrsta lagi taldi hún takmörkun á fyrir fram ákveðnum fjölda atvinnuleyfa ólögmæta. Í öðru lagi taldi hún að reglur um úthlutun leyfa ekki vera fyrirsjáanlegar, hlutlausar eða lausar við mismunun og þar af leiðandi ólögmætar. Að lokum setti hún athugasemd við það að leyfishafar væru skyldaðir til að hafa afgreiðslu á leigubílastöðvum. Þessar athugasemdir eiga einnig við um íslensku löggjöfina. Auk ESA hefur Samkeppniseftirlitið ítrekað sett fram athugasemdir og umsagnir vegna frumvarpa um leigubifreiðaakstur. Þá hefur Samkeppniseftirlitið mælst til þess að ákveðin ákvæði núgildandi laga verði endurskoðuð með það að leiðarljósi að bæta samkeppnisumhverfi á leigubifreiðamarkaði. Skilyrði bílstjóra Einstaklingar sem vilja sækja um atvinnuleyfi til leigubílaaksturs þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði skv. 5.gr. laga um leigubifreiðar. Þar á meðan að umsækandi skal stunda leigubílaakstur sem aðalatvinnu. Þetta ákvæði, ásamt fleirum, er fremur íþyngjandi. Samkvæmt núverandi löggjöf er úthlutun atvinnuleyfa byggð á grundvelli starfsreynslu innan takmörkunarsvæða. Þá er sú akstursreynsla sem að umsækjandi sem hefur aflað sér á öðru takmörkunarsvæði en því sem að hyggst sækjast eftir að aka á metið sem 100 dagar fyrir hvert ár. Auk þess eru umsækjendum sem hafa akstursreynslu annars staðar en á Íslandi reistar verulegar skorður þar sem að sú reynsla er ekki tekin til greina við umsóknarferlið. Jafnræði er þar af leiðandi ekki fylgt. Fyrrgreind skilyrði eru meðal þeirra takmarkana sem að leigubifreiðamarkaðurinn stendur frami fyrir. Erlendis hafa farveituþjónustur á borð við Uber og Lyft rutt sér rúms og notið gríðarlegra vinsælda. Þar eru aðgangshindranirnar ekki eins íþyngjandi og hér á landi. Jafnframt hefur íslenska fyrirtækið Parka sýnt áhuga á að veita sambærilega þjónustu hér á landi, líkt og Uber og Lyft, en miðað við núverandi löggjöf er slík starfsemi óheimil. Má ég komast heim af djamminu? Brýnt er að liðka fyrir núverandi löggjöf um leigubifreiðaakstur með það að leiðarljósti að skapa heilbrigðari samkeppnismarkaði um leigubifreiðaakstur. Með aukinni samkeppni verður þjónusta betri, farþegum til bóta. Þá loks getur lögmál framboðs og eftirspurnar tekið gildi á markaðinum og ég kemst skjótt heim af djamminu. Höfundur er háskólanemi sem finnst gaman að djamma.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun