Kerfisvæðing og biðlistablæti SÁÁ Ómar Már Jónsson skrifar 30. maí 2022 10:31 Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ómar Már Jónsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margt liggur fyrir í dag sem gefur tilefni til að hafa áhyggjur af stefnu SÁÁ og má rekja til breytinga sem urðu með nýjum sjúkrahúsforstjóra árið 2017 og síðan versnaði staðan verulega eftir stjórnarskipti árið 2020. Þá virðist ný stefna hafa verið hrint í framkvæmd sem ber með sér að vera fjarlæging frá grunngildum samtakana sem fólst m.a. í því að SÁÁ vann eins og bráðamóttaka. Skyndiinnlagnir voru þjónusta sem var þannig að læknir á vakt gat tekið ákvörðun um innlögn ef viðkomandi var í bráðri hættu. Þegar það kerfi var við líði var allt að 35% allra innlagna byggt á skyndiinnlögnum. Það kerfi hefur nú verið afnumið. Nú þarf hver sjúklingur að óska eftir innlögn, hversu veikur sem hann er, hann þarf að sækja um. Umsóknin fer í síðan ferli og nefnd tekur ákvörðun um hver er samþykktur inn og hver fer á biðlista. Sá biðlistatími hefur lengst verulega. Athyglisvert er einnig sú staðreynd að búið er að ráða almannatengil sem stýrir öllu því sem sett er fram fyrir hönd samtakanna og er því við hæfi að velta því fyrir sér hvort samtökin séu komin í vegferð um að kerfisvæða samtökin með millistjórnendakerfi eins og algengt er hjá hjá ríkisstofnunum og stórum fyrirtækjum og hvort þeir fjármunir sem fara nú í að stýra betur umræðunni út í þjóðfélagið muni bæta þjónustu samtakana við sína skjólstæðinga. Biðlistablæti SÁÁ Samkvæmt nýja kerfinu fara allir á sívaxandi biðlista. Biðlisti eftir meðferð á Vogi árið 2017 voru um 200-300 manns. Einu og hálfu ári síðar var biðlistinn orðinn um 600-700 manns og hefur staðan ekki batnað síðan þá, hún hefur versnað. Það er þrátt fyrir að fjöldi innlagna unga fólksins, yngri en 20 ára hefur snarminnkað undanfarin ár.Ekki er hægt að sjá neinar ytri aðstæður sem skýra þessa lengingu á biðlista, nema breytta stjórnunarhætti og minni afkastagetu sem hefur minnkað verulega undarfarin ár. Sú stefnubreyting sem var gerð árið 2017 og fest enn frekar í sessi árið 2020 hefur skapað alvarlega þjónustugjá milli vakthafandi lækna og skjólstæðinga. Vissulega er það viðskiptamódel þekkt, að skapa biðlista, en það er ótækt að nota sömu taktík hjá SÁÁ. Við myndum ekki vilja sjá Landsspítalann loka bráðamóttökunni og þegar um alvarleg slys er að ræða þá verði þeir slösuðu að sækja um til að komast undir læknishendur og mögulega enda á biðlista. Það er mikilvægt að snúa af þeirri röngu vegferð sem samtökin hafa verið sett í af núverandi stjórn. Það verður ekki gert nema með stjórnarskiptum en samkvæmt lögum samtakanna á að halda aðalfund í júní ár hvert. Þá gefst tækifæri til að rétta stefnuna af og sjá samtökin vaxa og ná sínum fyrri styrk í að þjónusta skjólstæðinga sinna. Það er eitt stærsta hagsmunamál þeirra sem þurfa á lífsnauðsynlegri þjónustu samtakanna að halda. Höfundur er náinn aðstandandi og stuðningsmaður um styrk og trúverðugleika SÁÁ.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun