Þeir sem græddu og þeir sem töpuðu á D’Hondt Jakob Bjarnar skrifar 30. maí 2022 11:01 Gunnar Smári kemur úr kjörklefanum í Alþingiskosningningum 2021 vitandi að D´Hondt-reglan gæti hæglega gert atkvæði hans að engu. vísir/vilhelm Á Íslandi er hin umdeilda D´Hondt-reikniregla lögð til grundvallar þegar ákveðið er hvaða fulltrúar hvaða flokks fá sæti í bæjar- og borgarstjórnum hinna ýmsu sveitarfélaga. Í kjölfar nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga hafði D’Hondt áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum. Vísir fjallaði um það í síðustu viku hvernig þessi reikningsregla reyndist Haukur í horni Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. En D´Hondt hyglir ríkjandi öflum; stærri flokkum á kostnað hinna minni. Hér eru undir bein áhrif á mannleg örlög, sumir komast ekki í bæjarstjórn þó atkvæðin ættu að vera næg, aðrir sigla í bæjarstjórn ómaklega. Þau áhrif gætu þó talist hjóm þegar litið er til sjálfs lýðræðisins; þetta getur ekki verið til þess fallið að auka tiltrú kjósenda á að þeir hafi áhrif á hverjir fara með völdin á Íslandi. Í því sambandi var rætt við Gunnar Smára Egilsson blaðamann en hann hefur stúderað kosningar og hvernig þær virka lengi. Gunnar Smári sagði að ef Sainte-Laguë´-reikniaðferð hefði verið lögð til grundvallar hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins fallið; sem hefðu reynst tíðindi en þarna hefur lengstum verið höfuðvígi flokksins á landsvísu. Ólafur Þ. Harðarson prófessor sagði að þarna hafi Gunnari Smára skjöplast, vissulega hygli D´Hondt stærri flokkum en meirihlutinn hefði þó haldið velli. Drifkraftur sektarkenndarinnar „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa komið inn villu inn í frétt Vísis um kosningakerfið, þar sem haft var eftir mér að meirihluti Sjálfstæðismanna í Garðabæ hefði fallið ef norrænni Sainte-Laguë reikniaðferð hefði verið beitt í stað D’Hondt, að ég reiknaði fyrir þig áhrif D’Hondt á úrslit þeirra 22 sveitarfélaga þar sem fleiri en tvö þúsund búa,“ segir Gunnar Smári sem lagðist yfir kosningaúrslitin fyrir Vísi og bar saman virkni ólíkra aðferða. Þannig má segja að sektarkenndin geti reynst drifkraftur. Að sögn Gunnars Smára er stuðst við mildari útgáfa af Sainte-Laguë á Norðurlöndum. „Óbreytt útgáfa af Sainte-Laguë hefði til dæmis fellt meirihluta Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi núna þrátt fyrir að flokkurinn hafi fengið 50,1 prósent atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Meirihlutinn á Seltjarnarnesi væri fallinn Stærðfræðingurinn og varaborgarfulltrúi Viðreisnar Pawel Bartoszek reiknaði út hvernig farið hefði á Seltjarnarnesi og birti niðurstöðu sína á Twitter-reikningi sínum. Hann segir D´Hondt hafa þann kost að meirihluti atkvæða tryggi meirihluti sæta. „Meirihlutinn á Nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð.“ Öll hlutfallskerfi hafa sín séreinkenni. Dhondt hefur þann kost að meirihluti atkvæða tryggir meirihluta sæta. Meirihlutinn á nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð. pic.twitter.com/aghSW7ZzxH— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 16, 2022 Að sögn Gunnars Smára er með Sainte-Laguë í sinni upphaflegu mynd er deilt í atkvæði hvers flokks með 1, síðan 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. En í hinni mildari útgáfu er fyrst deilt með 1,4 en síðan með 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. „Þessi lagfæring dregur úr hættunni á að aðferðin virki öfugt, í stað þess að rétta hlut smærri framboða gagnvart D’Hondt þá sé gengið of langt og stærri framboð svipt meirihluta sem þau hafa unnið fyrir með meirihluta atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Afdrifarík áhrif á sex sveitarfélög Á daginn kemur að ef til grundvallar lægi Sainte-Laguë en ekki D’Hondt þá væri niðurstaðan sú að engar breytingar væru á fulltrúum í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akranesi, Fjarðarbyggð, Múlaþingi, Seltjarnarnesi, Vestmannaeyjum, Skagafirði, Borgarfirði, Ísafirði, Hveragerði, Hornafirði og Ölfuss. Þetta eru rúmlega 2/3 hlutar af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en tvö þúsund íbúa. Hins vegar kemur á daginn að D’Hondt hafði áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum eins og rakið verður hér neðar: Í Hafnarfirði færðist fulltrúi Pírata yfir á Samfylkinguna, en það hefði ekki raskað meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Á Akureyri færðist annar fulltrúi Flokks fólksins yfir á L listann bæjarlista Akureyrar og því gátu Sjálfstæðisflokkur, L-listinn og Miðflokkur myndað sex manna meirihluta, en flokkarnir hefðu fengið samanlagt fimm fulltrúa samkvæmt Sainte-Laguë. Í Garðabæ færðist annar fulltrúi Viðreisnar yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Meirihluti Sjálfstæðismanna var því sjö fulltrúar í stað sex. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 49,1 prósent atkvæða í Garðabæ en D’Hondt færði flokknum 63,6 prósent bæjarfulltrúa. Í Mosfellsbæ færðist fulltrúi Vina Mosfellsbæjar yfir á Sjálfstæðisflokkinn, en báðir flokkar eru nú í minnihluta svo þetta hefði ekki breytt meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar. Í Árborg færðist fulltrúi VG yfir á Sjálfstæðisflokkinn og tryggði þeim flokki meirihluta fulltrúa. D’Hondt færði því Sjálfstæðismönnum meirihluta í bæjarfélaginu, ekki kjósendur. Flokkurinn fékk 46,4 prósent atkvæða en 54,5 prósent fulltrúa. Í Grindavík færðist fulltrúi Framsóknar yfir á Miðflokkinn og felldi þar með meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, sem hefði naumlega hangið áfram. Miðflokkurinn fékk 42,9 prósent fulltrúa út á 32,4 prósent atkvæða en Framsókn aðeins 14,3 prósent fulltrúa út á 20,2 prósent atkvæða. Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Í kjölfar nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga hafði D’Hondt áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum. Vísir fjallaði um það í síðustu viku hvernig þessi reikningsregla reyndist Haukur í horni Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. En D´Hondt hyglir ríkjandi öflum; stærri flokkum á kostnað hinna minni. Hér eru undir bein áhrif á mannleg örlög, sumir komast ekki í bæjarstjórn þó atkvæðin ættu að vera næg, aðrir sigla í bæjarstjórn ómaklega. Þau áhrif gætu þó talist hjóm þegar litið er til sjálfs lýðræðisins; þetta getur ekki verið til þess fallið að auka tiltrú kjósenda á að þeir hafi áhrif á hverjir fara með völdin á Íslandi. Í því sambandi var rætt við Gunnar Smára Egilsson blaðamann en hann hefur stúderað kosningar og hvernig þær virka lengi. Gunnar Smári sagði að ef Sainte-Laguë´-reikniaðferð hefði verið lögð til grundvallar hefði meirihluti Sjálfstæðisflokksins fallið; sem hefðu reynst tíðindi en þarna hefur lengstum verið höfuðvígi flokksins á landsvísu. Ólafur Þ. Harðarson prófessor sagði að þarna hafi Gunnari Smára skjöplast, vissulega hygli D´Hondt stærri flokkum en meirihlutinn hefði þó haldið velli. Drifkraftur sektarkenndarinnar „Ég skammaðist mín svo mikið fyrir að hafa komið inn villu inn í frétt Vísis um kosningakerfið, þar sem haft var eftir mér að meirihluti Sjálfstæðismanna í Garðabæ hefði fallið ef norrænni Sainte-Laguë reikniaðferð hefði verið beitt í stað D’Hondt, að ég reiknaði fyrir þig áhrif D’Hondt á úrslit þeirra 22 sveitarfélaga þar sem fleiri en tvö þúsund búa,“ segir Gunnar Smári sem lagðist yfir kosningaúrslitin fyrir Vísi og bar saman virkni ólíkra aðferða. Þannig má segja að sektarkenndin geti reynst drifkraftur. Að sögn Gunnars Smára er stuðst við mildari útgáfa af Sainte-Laguë á Norðurlöndum. „Óbreytt útgáfa af Sainte-Laguë hefði til dæmis fellt meirihluta Sjálfstæðisflokksins á Seltjarnarnesi núna þrátt fyrir að flokkurinn hafi fengið 50,1 prósent atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Meirihlutinn á Seltjarnarnesi væri fallinn Stærðfræðingurinn og varaborgarfulltrúi Viðreisnar Pawel Bartoszek reiknaði út hvernig farið hefði á Seltjarnarnesi og birti niðurstöðu sína á Twitter-reikningi sínum. Hann segir D´Hondt hafa þann kost að meirihluti atkvæða tryggi meirihluti sæta. „Meirihlutinn á Nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð.“ Öll hlutfallskerfi hafa sín séreinkenni. Dhondt hefur þann kost að meirihluti atkvæða tryggir meirihluta sæta. Meirihlutinn á nesi væri fallin ef önnur aðferð hefði verið notuð. pic.twitter.com/aghSW7ZzxH— Pawel Bartoszek (@pawelbartoszek) May 16, 2022 Að sögn Gunnars Smára er með Sainte-Laguë í sinni upphaflegu mynd er deilt í atkvæði hvers flokks með 1, síðan 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. En í hinni mildari útgáfu er fyrst deilt með 1,4 en síðan með 3, 5, 7, 9 og svo framvegis. „Þessi lagfæring dregur úr hættunni á að aðferðin virki öfugt, í stað þess að rétta hlut smærri framboða gagnvart D’Hondt þá sé gengið of langt og stærri framboð svipt meirihluta sem þau hafa unnið fyrir með meirihluta atkvæða,“ segir Gunnar Smári. Afdrifarík áhrif á sex sveitarfélög Á daginn kemur að ef til grundvallar lægi Sainte-Laguë en ekki D’Hondt þá væri niðurstaðan sú að engar breytingar væru á fulltrúum í Reykjavík, Kópavogi, Reykjanesbæ, Akranesi, Fjarðarbyggð, Múlaþingi, Seltjarnarnesi, Vestmannaeyjum, Skagafirði, Borgarfirði, Ísafirði, Hveragerði, Hornafirði og Ölfuss. Þetta eru rúmlega 2/3 hlutar af þeim sveitarfélögum sem hafa fleiri en tvö þúsund íbúa. Hins vegar kemur á daginn að D’Hondt hafði áhrif á sex bæjarstjórnir og í sumum með afdrifaríkum afleiðingum eins og rakið verður hér neðar: Í Hafnarfirði færðist fulltrúi Pírata yfir á Samfylkinguna, en það hefði ekki raskað meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Á Akureyri færðist annar fulltrúi Flokks fólksins yfir á L listann bæjarlista Akureyrar og því gátu Sjálfstæðisflokkur, L-listinn og Miðflokkur myndað sex manna meirihluta, en flokkarnir hefðu fengið samanlagt fimm fulltrúa samkvæmt Sainte-Laguë. Í Garðabæ færðist annar fulltrúi Viðreisnar yfir á Sjálfstæðisflokkinn. Meirihluti Sjálfstæðismanna var því sjö fulltrúar í stað sex. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 49,1 prósent atkvæða í Garðabæ en D’Hondt færði flokknum 63,6 prósent bæjarfulltrúa. Í Mosfellsbæ færðist fulltrúi Vina Mosfellsbæjar yfir á Sjálfstæðisflokkinn, en báðir flokkar eru nú í minnihluta svo þetta hefði ekki breytt meirihluta Framsóknar, Samfylkingar og Viðreisnar. Í Árborg færðist fulltrúi VG yfir á Sjálfstæðisflokkinn og tryggði þeim flokki meirihluta fulltrúa. D’Hondt færði því Sjálfstæðismönnum meirihluta í bæjarfélaginu, ekki kjósendur. Flokkurinn fékk 46,4 prósent atkvæða en 54,5 prósent fulltrúa. Í Grindavík færðist fulltrúi Framsóknar yfir á Miðflokkinn og felldi þar með meirihluta Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins, sem hefði naumlega hangið áfram. Miðflokkurinn fékk 42,9 prósent fulltrúa út á 32,4 prósent atkvæða en Framsókn aðeins 14,3 prósent fulltrúa út á 20,2 prósent atkvæða.
Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Stjórnsýsla Tengdar fréttir Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hagnast um níu bæjarfulltrúa á d'Hondt reiknireglunni Marinó G. Njálsson hefur reiknað út hvaða áhrif d'Hondt hefur á útkomu sveitarstjórnarkosninganna. 28. maí 2018 12:30