Kahn furðu lostinn yfir ummælum Lewandowski: „Þetta skilar engu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 31. maí 2022 07:00 Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern, hefur engan áhuga á því að selja Robert Lewandowski í sumar. Alexander Hassenstein - UEFA/UEFA via Getty Images Oliver Kahn, stjórnarformaður Bayern München, kveðst hvorki skilja upp né niður í Robert Lewandowski, framherja félagsins. Lewandowski úthúðaði félaginu í gær og kveðst vilja burt. Lewandowski hefur verið á mála hjá Bæjurum frá árinu 2014 og er næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins með 344 mörk í 375 leikjum. Hann er samningsbundinn liðinu út næstu leiktíð en hefur engan áhuga á að klára þann samning. „Tíma mínum hjá Bayern er lokið. Ég sé enga möguleika á að spila áfram fyrir þetta félag,“ lét Lewandowski hafa eftir sér í gær. „Bayern er alvarlegt félag og ég trúi því ekki að þeir reyni að halda mér. Ég vil ekki spila þar lengur. Félagaskipti eru besti kosturinn. Ég vona að þeir stöðvi mig ekki.“ Oliver Kahn, sem var leikmaður Bayern um árabil og er nú stjórnarformaður félagsins, hefur síst verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur maður. Hann hefur ásamt félaginu tekið þá stefnu að Lewandowski þurfi að bíða samningsloka sinna að ári, vilji hann yfirgefa félagið. „Ég get ekki sagt þér af hverju Robert hefur ákveðið að fara þessa leið. Opinber ummæli af þessum toga skila ekki neinu. Robert varð markahæsti leikmaður heims tvisvar í röð hér,“ sagði fyrrum þýski landsliðsmarkvörðurinn við fjölmiðla í gær. „Mér finnst hann þurfi að átta sig á því hversu gott hann raunverulega hefur það hér hjá Bayern,“ sagði Kahn enn fremur. Barcelona er sagt vera á meðal liða sem fylgjast grannt með stöðu hins 33 ára gamla Lewandowskis. Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira
Lewandowski hefur verið á mála hjá Bæjurum frá árinu 2014 og er næstmarkahæsti leikmaður í sögu félagsins með 344 mörk í 375 leikjum. Hann er samningsbundinn liðinu út næstu leiktíð en hefur engan áhuga á að klára þann samning. „Tíma mínum hjá Bayern er lokið. Ég sé enga möguleika á að spila áfram fyrir þetta félag,“ lét Lewandowski hafa eftir sér í gær. „Bayern er alvarlegt félag og ég trúi því ekki að þeir reyni að halda mér. Ég vil ekki spila þar lengur. Félagaskipti eru besti kosturinn. Ég vona að þeir stöðvi mig ekki.“ Oliver Kahn, sem var leikmaður Bayern um árabil og er nú stjórnarformaður félagsins, hefur síst verið þekktur fyrir að vera sveigjanlegur maður. Hann hefur ásamt félaginu tekið þá stefnu að Lewandowski þurfi að bíða samningsloka sinna að ári, vilji hann yfirgefa félagið. „Ég get ekki sagt þér af hverju Robert hefur ákveðið að fara þessa leið. Opinber ummæli af þessum toga skila ekki neinu. Robert varð markahæsti leikmaður heims tvisvar í röð hér,“ sagði fyrrum þýski landsliðsmarkvörðurinn við fjölmiðla í gær. „Mér finnst hann þurfi að átta sig á því hversu gott hann raunverulega hefur það hér hjá Bayern,“ sagði Kahn enn fremur. Barcelona er sagt vera á meðal liða sem fylgjast grannt með stöðu hins 33 ára gamla Lewandowskis.
Þýski boltinn Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Sjá meira